Fækkar konum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar? Orri Björnsson skrifar 26. apríl 2022 00:00 Það er áhugavert að skoða framboðslista flokkanna í Hafnarfirði. Það fyrsta sem vekur athygli er að aðeins ein kona er oddviti flokks, það er Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og leiðtogi okkar Sjálfstæðismanna. Hún hlaut glæsilega kosningu í fjölmennu prófkjöri og hlutfallslega fleiri atkvæði í fyrsta sætið en nokkur oddviti D-listans hefur áður hlotið. Hinir flokkarnir völdu allir, eftir mislýðræðislegum leiðum, karla til að leiða sína lista. Einn þeirra hélt t.d. prófkjör og þar urðu karlar í þremur efstu sætunum. Sá flokkur hefur orðið að setja sérstakar reglur til að tryggja hag kvenna og því voru konur færðar í annað og fjórða sætið og karlarnir niður. Aðeins þannig náðist að tryggja hlut kvenna. Hvernig viltu að bæjarstjórnin líti út? Á síðustu áratugum hafa kynjahlutföll í stjórnmálum jafnast mjög mikið. Það hallar orðið lítið á kynin og flestum finnst það eðlilegt. En í Hafnarfirði er staðan sú að konum í bæjarstjórn gæti fækkað verulega og þær jafnvel orðið tvær í stað sex í dag. Ef allir flokkar ná kjöri í bæjarstjórn er það líkleg niðurstaða. Auðvitað á kjör í bæjarstjórn ekki að ráðast af kyni en við hljótum þó að vera sammála um að ójafnvægi af þessu tagi er óæskilegt og raunar illa boðlegt árið 2022. Hvernig komum við í veg fyrir svona slys? Prófkjör Sjálfstæðisflokksins skilaði konum í fjögur af sex efstu sætunum, reynslumiklum, kraftmiklum og hæfum konum. Þær tóku þátt í fjölmennu prófkjöri án allra kynjakvóta og girðinga. Sjálfstæðismenn eru jafnréttissinnar og velja sína fulltrúa án þess að kynferði ráði för – við veljum okkar hæfasta fólk. Ef þú vilt tryggja hlut kvenna í komandi bæjarstjórn er því augljós kostur að styðja þessar konur og setja X við D á kjördag. Þannig tryggir þú jafnvægi í bæjarstjórn.. Það er það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Það er áhugavert að skoða framboðslista flokkanna í Hafnarfirði. Það fyrsta sem vekur athygli er að aðeins ein kona er oddviti flokks, það er Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og leiðtogi okkar Sjálfstæðismanna. Hún hlaut glæsilega kosningu í fjölmennu prófkjöri og hlutfallslega fleiri atkvæði í fyrsta sætið en nokkur oddviti D-listans hefur áður hlotið. Hinir flokkarnir völdu allir, eftir mislýðræðislegum leiðum, karla til að leiða sína lista. Einn þeirra hélt t.d. prófkjör og þar urðu karlar í þremur efstu sætunum. Sá flokkur hefur orðið að setja sérstakar reglur til að tryggja hag kvenna og því voru konur færðar í annað og fjórða sætið og karlarnir niður. Aðeins þannig náðist að tryggja hlut kvenna. Hvernig viltu að bæjarstjórnin líti út? Á síðustu áratugum hafa kynjahlutföll í stjórnmálum jafnast mjög mikið. Það hallar orðið lítið á kynin og flestum finnst það eðlilegt. En í Hafnarfirði er staðan sú að konum í bæjarstjórn gæti fækkað verulega og þær jafnvel orðið tvær í stað sex í dag. Ef allir flokkar ná kjöri í bæjarstjórn er það líkleg niðurstaða. Auðvitað á kjör í bæjarstjórn ekki að ráðast af kyni en við hljótum þó að vera sammála um að ójafnvægi af þessu tagi er óæskilegt og raunar illa boðlegt árið 2022. Hvernig komum við í veg fyrir svona slys? Prófkjör Sjálfstæðisflokksins skilaði konum í fjögur af sex efstu sætunum, reynslumiklum, kraftmiklum og hæfum konum. Þær tóku þátt í fjölmennu prófkjöri án allra kynjakvóta og girðinga. Sjálfstæðismenn eru jafnréttissinnar og velja sína fulltrúa án þess að kynferði ráði för – við veljum okkar hæfasta fólk. Ef þú vilt tryggja hlut kvenna í komandi bæjarstjórn er því augljós kostur að styðja þessar konur og setja X við D á kjördag. Þannig tryggir þú jafnvægi í bæjarstjórn.. Það er það besta fyrir Hafnarfjörð. Höfundur skipar 2. sæti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun