Hafa ákveðnar vísbendingar um tildrög slyssins Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. apríl 2022 13:00 Vélin var hífð upp á yfirborðið í gærkvöldi. vísir/vilhelm Flak flugvélarinnar TF-ABB var híft upp úr Þingvallavatni í gærkvöldi. Nú tekur við viðamikil rannsókn á tildrögum slyssins og er vonast til að búnaður úr vélinni geti varpað ljósi á þau. Aðgerðirnar hófust í gærmorgun og stóðu yfir við vatnið fram á kvöld. Þær gengu vel og fór allt samkvæmt áætlun. Fréttastofa var á svæðinu í gær og ræddi við viðbragðsaðila eftir að fyrstu lotu aðgerðarinnar var lokið og búið var að draga flugvélina inn á grynnra svæði í vatninu. „Núna er rannsóknarvinna í gangi - verið að ljósmynda og taka út fatnað og annað sem tilheyrir þeim sem voru um borð í vélinni,“ sagði Þröstur Egill Kristjánsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. Þröstur Egill Kristjánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunnivísir/egill Þegar því var lokið var vélin loks hífð upp á yfirborðið og var hún komin á þurrt land rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Óvenjuleg rannsókn Nú tekur Rannsóknarnefnd samgönguslysa við flaki hennar og reynir að varpa ljósi á tildrög slyssins. „Við vonum að það séu um borð rafeindatæki sem við getum notað til að varpa ljósi á það hvað átti sér stað inni í flugvélinni. Það geta til dæmis verið símar, myndavélar og annað, hugsanlega staðsetningartæki og svo einnig búnaður flugvélarinnar,“ segir Ragnar Guðmundsson stjórnandi rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ragnar segir rannsóknina óvenjulega.vísir/egill Hann segir margt óljóst í rannsókninni en telur að með rannsókn á flakinu verði hægt að upplýsa það sem gerðist. „Þessi ákveðna rannsókn er svolítið óvenjuleg að því leyti að nú komumst við ekki í flugvélina í tvo og hálfan mánuð nema að skoða hana með neðarsjávarkafbát að utan. Það hefur svona gefið okkur vissar vísbendingar en okkur vantaði sem sagt að fá flugvélina og rannsaka hana mun ítarlegar til að reyna að komast að orsökum slyssins,“ sagði Ragnar. Það getur tekið nokkra mánuði, jafnvel upp í tvö, þrjú ár fyrir stofnunina að gefa út lokaskýrslu um flugslys hér á landi. Flugslys við Þingvallavatn Þingvellir Samgönguslys Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Aðgerðirnar hófust í gærmorgun og stóðu yfir við vatnið fram á kvöld. Þær gengu vel og fór allt samkvæmt áætlun. Fréttastofa var á svæðinu í gær og ræddi við viðbragðsaðila eftir að fyrstu lotu aðgerðarinnar var lokið og búið var að draga flugvélina inn á grynnra svæði í vatninu. „Núna er rannsóknarvinna í gangi - verið að ljósmynda og taka út fatnað og annað sem tilheyrir þeim sem voru um borð í vélinni,“ sagði Þröstur Egill Kristjánsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni. Þröstur Egill Kristjánsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunnivísir/egill Þegar því var lokið var vélin loks hífð upp á yfirborðið og var hún komin á þurrt land rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Óvenjuleg rannsókn Nú tekur Rannsóknarnefnd samgönguslysa við flaki hennar og reynir að varpa ljósi á tildrög slyssins. „Við vonum að það séu um borð rafeindatæki sem við getum notað til að varpa ljósi á það hvað átti sér stað inni í flugvélinni. Það geta til dæmis verið símar, myndavélar og annað, hugsanlega staðsetningartæki og svo einnig búnaður flugvélarinnar,“ segir Ragnar Guðmundsson stjórnandi rannsóknar hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Ragnar segir rannsóknina óvenjulega.vísir/egill Hann segir margt óljóst í rannsókninni en telur að með rannsókn á flakinu verði hægt að upplýsa það sem gerðist. „Þessi ákveðna rannsókn er svolítið óvenjuleg að því leyti að nú komumst við ekki í flugvélina í tvo og hálfan mánuð nema að skoða hana með neðarsjávarkafbát að utan. Það hefur svona gefið okkur vissar vísbendingar en okkur vantaði sem sagt að fá flugvélina og rannsaka hana mun ítarlegar til að reyna að komast að orsökum slyssins,“ sagði Ragnar. Það getur tekið nokkra mánuði, jafnvel upp í tvö, þrjú ár fyrir stofnunina að gefa út lokaskýrslu um flugslys hér á landi.
Flugslys við Þingvallavatn Þingvellir Samgönguslys Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira