Eggert Gunnþór stígur til hliðar að ósk FH-inga Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. apríl 2022 18:37 Eggert Gunnþór Jónsson stígur tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir FH. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fimleikafélag Hafnarfjarðar, FH, hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafi verið beðinn um að stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið. Knattspyrnulið FH-inga var harðlega gagnrýnt síðastliðinn mánudag þegar Besta-deild karla fór af stað fyrir það að hafa Eggert Gunnþór í byrjunarliði liðsins, en hann var á dögunum sakaður um gróft kynferðisbrot í landsliðsferð í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug. Meðal þeirra sem gagnrýndu liðsval FH-inga var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta. Í yfirlýsingu FH-inga kemur fram að Eggert Gunnþór hafi orðið við óskum félagsins um að stíga til hliðar og að þessi breytta staða taki gildi nú þegar. Yfirlýsing FH-inga í heild sinni er svohljóðandi: „Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur óskað eftir því við Eggert Gunnþór Jónsson að hann muni stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið. Eggert hefur orðið við því og tekur breytt staða gildi nú þegar. Eggert, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu í málinu sem tengist atvikum sem áttu sér stað fyrir um 12 árum síðan, er eðli málsins samkvæmt ósáttur við þessa tímabundnu ákvörðun en sýnir aðstæðunum skilning og fellir sig því undir þessa lausn. Þegar frekari leiðbeiningar eða regluverk liggja fyrir frá ÍSÍ eða KSÍ, eða þegar málefni Eggerts hefur verið til lykta leitt hjá þar til bærum yfirvöldum mun félagið taka frekari ákvörðun um framhaldið. Í ljósi umræðunnar undanfarinna sólarhringa þá vill félagið taka fram að það tekur ofbeldismál mjög alvarlega, fordæmir allt ofbeldi og vísar til fyrri yfirlýsingar um málið því til stuðnings. Félagið hefur haft málið til umfjöllunar, en bíður eins og önnur félög og sérsambönd enn eftir leiðbeinandi áliti og verklagsreglum frá ÍSÍ um hvernig aðildarfélögum beri að taka á málum sem þessum. Eins og fram kom í viðtali við formann KSÍ á miðvikudagskvöld þá liggja ekki neinar reglur fyrir. Framkvæmdastjóri ÍSÍ sagði í kvöldfréttum RÚV á þriðjudagskvöld að ÍSÍ hafi ekki enn tekist að ljúka þessari vinnu vegna þess hversu flókin og erfið mál um ræðir og að gæta þurfi að því að viðbrögð stríði ekki gegn lögum í landinu. ÍSÍ og KSÍ geta ekki gert meiri kröfu til iþróttafélaga eins og FH en samböndin geta staðið undir sjálf. Félagið telur brýnt að KSÍ og ÍSÍ setji það í algeran forgang að ljúka þessari vinnu og leggur áherslu á að það verði gert innan mánaðar frá þessari yfirlýsingu. Nauðsynlegt er að gefnar verði út verklagsreglur fyrir félögin varðandi þessi alvarlegu mál. Þessari vinnu átti að vera lokið í byrjun mars og hefur FH því beðið eftir þessari leiðsögn í nokkurn tíma. Upplýst, fagleg og yfirveguð umræða og meðhöndlun þessara erfiðu mála er mikilvæg og hefur félagið lagt allt kapp á að vinna á þann hátt.“ FH Fótbolti Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira
Knattspyrnulið FH-inga var harðlega gagnrýnt síðastliðinn mánudag þegar Besta-deild karla fór af stað fyrir það að hafa Eggert Gunnþór í byrjunarliði liðsins, en hann var á dögunum sakaður um gróft kynferðisbrot í landsliðsferð í Kaupmannahöfn fyrir rúmum áratug. Meðal þeirra sem gagnrýndu liðsval FH-inga var Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta. Í yfirlýsingu FH-inga kemur fram að Eggert Gunnþór hafi orðið við óskum félagsins um að stíga til hliðar og að þessi breytta staða taki gildi nú þegar. Yfirlýsing FH-inga í heild sinni er svohljóðandi: „Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur óskað eftir því við Eggert Gunnþór Jónsson að hann muni stíga tímabundið til hliðar sem leikmaður og þjálfari fyrir félagið. Eggert hefur orðið við því og tekur breytt staða gildi nú þegar. Eggert, sem lýst hefur yfir sakleysi sínu í málinu sem tengist atvikum sem áttu sér stað fyrir um 12 árum síðan, er eðli málsins samkvæmt ósáttur við þessa tímabundnu ákvörðun en sýnir aðstæðunum skilning og fellir sig því undir þessa lausn. Þegar frekari leiðbeiningar eða regluverk liggja fyrir frá ÍSÍ eða KSÍ, eða þegar málefni Eggerts hefur verið til lykta leitt hjá þar til bærum yfirvöldum mun félagið taka frekari ákvörðun um framhaldið. Í ljósi umræðunnar undanfarinna sólarhringa þá vill félagið taka fram að það tekur ofbeldismál mjög alvarlega, fordæmir allt ofbeldi og vísar til fyrri yfirlýsingar um málið því til stuðnings. Félagið hefur haft málið til umfjöllunar, en bíður eins og önnur félög og sérsambönd enn eftir leiðbeinandi áliti og verklagsreglum frá ÍSÍ um hvernig aðildarfélögum beri að taka á málum sem þessum. Eins og fram kom í viðtali við formann KSÍ á miðvikudagskvöld þá liggja ekki neinar reglur fyrir. Framkvæmdastjóri ÍSÍ sagði í kvöldfréttum RÚV á þriðjudagskvöld að ÍSÍ hafi ekki enn tekist að ljúka þessari vinnu vegna þess hversu flókin og erfið mál um ræðir og að gæta þurfi að því að viðbrögð stríði ekki gegn lögum í landinu. ÍSÍ og KSÍ geta ekki gert meiri kröfu til iþróttafélaga eins og FH en samböndin geta staðið undir sjálf. Félagið telur brýnt að KSÍ og ÍSÍ setji það í algeran forgang að ljúka þessari vinnu og leggur áherslu á að það verði gert innan mánaðar frá þessari yfirlýsingu. Nauðsynlegt er að gefnar verði út verklagsreglur fyrir félögin varðandi þessi alvarlegu mál. Þessari vinnu átti að vera lokið í byrjun mars og hefur FH því beðið eftir þessari leiðsögn í nokkurn tíma. Upplýst, fagleg og yfirveguð umræða og meðhöndlun þessara erfiðu mála er mikilvæg og hefur félagið lagt allt kapp á að vinna á þann hátt.“
FH Fótbolti Besta deild karla Hafnarfjörður Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Leik lokið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Sjá meira