„Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Eiður Þór Árnason skrifar 13. apríl 2022 21:17 Amelía Rose er gert út af Sea Trips. Sea Trips Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins gera alvarlegar athugasemdir við þessar aðgerðir yfirvalda og segja þetta í sjöunda sinn sem Ameliu Rose sé snúið við eftir að starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafi tekið skipið yfir. Í sex önnur skipti hafi skipinu verið snúið við eftir símtal frá Gæslunni og til viðbótar hafi lögreglumenn mætt fimmtán sinnum þegar skipið leggst að bryggju til að telja farþega að undirlagi Samgöngustofu. „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þrátt fyrir þetta neiti Samgöngustofa að breyta haffærniskírteini Amelíu Rose í samræmi við niðurstöðu dómsins. Mikilvægt að hafa réttar upplýsingar Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en geti staðfest að Gæslan hafi ítrekað haft afskipti af sama farþegabát á undanförnum árum sem hafi margoft gefið upp rangan farþegafjölda til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Þá hafi umrætt skip siglt með of marga farþega á svæði þar sem farþegaleyfi bátsins leyfir tólf farþega. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Aðsend „Farþegafjöldinn hefur ítrekað verið margfaldur sá fjöldi. Landhelgisgæslan hefur margoft vísað bátnum til hafnar, meðal annars í þessari viku, þar sem lögregla hefur tekið á móti honum og talið farþegana um borð. Auk þess hefur Landhelgisgæslan óskað eftir að báturinn haldi sig innan þess svæðis, nær landi, sem raunverulegur farþegafjöldi leyfir,“ segir Ásgeir í skriflegu svari. Hann bætir við að Landhelgisgæslan líti það afar alvarlegum augum að áhafnir farþegaskipa gefi upp rangan farþegafjölda við upphaf ferðar. „Ef eitthvað hendir sjófarið miðast viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar og annarra viðbragðsaðila við uppgefinn fjölda um borð. Það er því ógn við öryggi farþeganna um borð að gefa vísvitandi upp rangan farþegafjölda, sér í lagi ef tugum munar.“ Segja Samgöngustofu beita fyrirtækið einelti Forsvarsmenn Sea Trips telja sig hins vegar vera í fullum rétti. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ segir í tilkynningu þeirra. Skipið sé búið innisætum fyrir 106 manns og björgunarbúnaði fyrir 125 manns en Samgöngustofa hafi ákvarðað sérstakt hafsvæði sem Amelía Rose verði að halda sig séu farþegar fleiri en tólf. „Þetta sérmerkta hafsvæði á sér ekki stoð í lögum eða reglugerðum, heldur var það markað af starfsfólki Samgöngustofu. Á meðan mega miklu minni bátar, sem ekki eru með sambærilegan öryggisbúnað, sigla með fleiri farþega mun lengra frá landi. Tap Sea Trips vegna þessara aðgerða nemur háum fjárhæðum, vel á annað hundrað milljónum króna.“ Allt hafi verið reynt til að finna lausn á málinu en nú sé staðið frammi fyrir því að framtíð fyrirtækisins og afkoma starfsfólks sé í hættu vegna „vegna óútskýrðrar og óútskýranlegrar mismununar af hálfu opinberra stofnana.“ „Við stöndum áfram á rétti okkar og áskiljum okkur rétt til að sækja bætur vegna þess skaða sem við höfum þegar orðið fyrir, og munum verða fyrir, ef Samgöngustofa lætur ekki af þessari mismunun.“ Sýknaður af ákæru Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var kveðinn upp í apríl 2021 er skipstjóri fyrirtækisins sýknaður af ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Var sá ákærður fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum og reglugerð um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum með því að hafa, í október 2019, verið við skipstjórn á farþegabáti Sea Trips á Faxaflóa með 55 farþega um borð í bátnum og siglt út fyrir leyfilegt farsvið miðað við farþegafjölda um borð. Einnig gaf hann upp rangan fjölda farþega til Landhelgisgæslunnar þegar lagt var úr höfn þegar uppgefinn fjöldi var ellefu farþegar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Lögreglumál Landhelgisgæslan Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins gera alvarlegar athugasemdir við þessar aðgerðir yfirvalda og segja þetta í sjöunda sinn sem Ameliu Rose sé snúið við eftir að starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafi tekið skipið yfir. Í sex önnur skipti hafi skipinu verið snúið við eftir símtal frá Gæslunni og til viðbótar hafi lögreglumenn mætt fimmtán sinnum þegar skipið leggst að bryggju til að telja farþega að undirlagi Samgöngustofu. „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þrátt fyrir þetta neiti Samgöngustofa að breyta haffærniskírteini Amelíu Rose í samræmi við niðurstöðu dómsins. Mikilvægt að hafa réttar upplýsingar Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en geti staðfest að Gæslan hafi ítrekað haft afskipti af sama farþegabát á undanförnum árum sem hafi margoft gefið upp rangan farþegafjölda til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Þá hafi umrætt skip siglt með of marga farþega á svæði þar sem farþegaleyfi bátsins leyfir tólf farþega. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Aðsend „Farþegafjöldinn hefur ítrekað verið margfaldur sá fjöldi. Landhelgisgæslan hefur margoft vísað bátnum til hafnar, meðal annars í þessari viku, þar sem lögregla hefur tekið á móti honum og talið farþegana um borð. Auk þess hefur Landhelgisgæslan óskað eftir að báturinn haldi sig innan þess svæðis, nær landi, sem raunverulegur farþegafjöldi leyfir,“ segir Ásgeir í skriflegu svari. Hann bætir við að Landhelgisgæslan líti það afar alvarlegum augum að áhafnir farþegaskipa gefi upp rangan farþegafjölda við upphaf ferðar. „Ef eitthvað hendir sjófarið miðast viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar og annarra viðbragðsaðila við uppgefinn fjölda um borð. Það er því ógn við öryggi farþeganna um borð að gefa vísvitandi upp rangan farþegafjölda, sér í lagi ef tugum munar.“ Segja Samgöngustofu beita fyrirtækið einelti Forsvarsmenn Sea Trips telja sig hins vegar vera í fullum rétti. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ segir í tilkynningu þeirra. Skipið sé búið innisætum fyrir 106 manns og björgunarbúnaði fyrir 125 manns en Samgöngustofa hafi ákvarðað sérstakt hafsvæði sem Amelía Rose verði að halda sig séu farþegar fleiri en tólf. „Þetta sérmerkta hafsvæði á sér ekki stoð í lögum eða reglugerðum, heldur var það markað af starfsfólki Samgöngustofu. Á meðan mega miklu minni bátar, sem ekki eru með sambærilegan öryggisbúnað, sigla með fleiri farþega mun lengra frá landi. Tap Sea Trips vegna þessara aðgerða nemur háum fjárhæðum, vel á annað hundrað milljónum króna.“ Allt hafi verið reynt til að finna lausn á málinu en nú sé staðið frammi fyrir því að framtíð fyrirtækisins og afkoma starfsfólks sé í hættu vegna „vegna óútskýrðrar og óútskýranlegrar mismununar af hálfu opinberra stofnana.“ „Við stöndum áfram á rétti okkar og áskiljum okkur rétt til að sækja bætur vegna þess skaða sem við höfum þegar orðið fyrir, og munum verða fyrir, ef Samgöngustofa lætur ekki af þessari mismunun.“ Sýknaður af ákæru Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var kveðinn upp í apríl 2021 er skipstjóri fyrirtækisins sýknaður af ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Var sá ákærður fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum og reglugerð um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum með því að hafa, í október 2019, verið við skipstjórn á farþegabáti Sea Trips á Faxaflóa með 55 farþega um borð í bátnum og siglt út fyrir leyfilegt farsvið miðað við farþegafjölda um borð. Einnig gaf hann upp rangan fjölda farþega til Landhelgisgæslunnar þegar lagt var úr höfn þegar uppgefinn fjöldi var ellefu farþegar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Lögreglumál Landhelgisgæslan Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira