Óttast að ný Blöndulína í lofti þrengi að byggingarlandi bæjarins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. apríl 2022 22:02 Blöndulína 3 á að tengjast inn í tengivirkið í Rangárvirkjun. Landið í bakgrunni er mögulegt byggingarland Akureyrarbæjar. Vísir/Arnar Bæjaryfirvöld á Akureyri óttast að hugmyndir Landsnets um lagningu Blöndulínu sem loftlínu alla leið til bæjarins þrengi að framtíðarbyggingarlandi hans. Landsnet hefur gefið út að aðalvalkostur vegna lagningu Blöndulínu 3, frá Blönduvirkjun til Akureyrar verði loftlína alla leið. Því fylgir að reisa þarf 17 til 32 metra há stálmöstur til að strengja háspennulínuna á með tilheyrandi helgunarsvæði. Línan mun tengjast tengivirki á Rangárvöllum og liggja fyrir ofan núverandi byggð Akureyri. Bæjaryfirvöld óttast hins vegar að loftlína muni skerða vaxtarmöguleika bæjarins. Fyrirhuguð Blöndulínu 3Landsnet. „Aðalskipulagið er í gildi til 2030 þar sem er gert ráð fyrir að þessi strengur fari í jörðu að sveitarfélagamörkum. Við komum náttúrulega til með að byggja eftir 2030 og þetta er okkar byggingarland og við erum landlítil þannig að við viljum alls ekki skerða okkar möguleika til vaxtar,“ segir Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar. Blöndulína 3 á að taka við Rangarárvallarlínu 1, elsta hluta byggðalínunnar svokölluðu sem komin er til ára sinna. Sveitarfélög og fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu hafa lengi kallað eftir því að meiri orka sé afhent inn á svæðið. Blöndulína 3 svarar því kalli. Hér mun nýtt hverfi Móahverfi rísa. Rangárvellir sjást í fjarska.Vísir/Arnar „Við erum búin að vinna að því í mjög mörg ár, að byggðalínan sé styrkt og fögnum af því að þetta sé þó allavega komið hingað en það eru vonbrigði að þetta skuli vera aðalvalkosturinn að setja þetta í loftlínu alla leið að Rangarárvöllum,“ segir Halla Björk. Sest verður niður með fulltrúum Landsnets á næstunni vegna málsins í von um að hægt sé að ná farsælli lendingu. „Við viljum allavega ekki skerða möguleikana. Við þurfum að taka samtal við Landsnet og höfum gert athugasemdir og viljum fá að vita hvað liggur til grundvallar þeirrar ákvörðunar.“ Akureyri Skipulag Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Landsnet hefur gefið út að aðalvalkostur vegna lagningu Blöndulínu 3, frá Blönduvirkjun til Akureyrar verði loftlína alla leið. Því fylgir að reisa þarf 17 til 32 metra há stálmöstur til að strengja háspennulínuna á með tilheyrandi helgunarsvæði. Línan mun tengjast tengivirki á Rangárvöllum og liggja fyrir ofan núverandi byggð Akureyri. Bæjaryfirvöld óttast hins vegar að loftlína muni skerða vaxtarmöguleika bæjarins. Fyrirhuguð Blöndulínu 3Landsnet. „Aðalskipulagið er í gildi til 2030 þar sem er gert ráð fyrir að þessi strengur fari í jörðu að sveitarfélagamörkum. Við komum náttúrulega til með að byggja eftir 2030 og þetta er okkar byggingarland og við erum landlítil þannig að við viljum alls ekki skerða okkar möguleika til vaxtar,“ segir Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar. Blöndulína 3 á að taka við Rangarárvallarlínu 1, elsta hluta byggðalínunnar svokölluðu sem komin er til ára sinna. Sveitarfélög og fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu hafa lengi kallað eftir því að meiri orka sé afhent inn á svæðið. Blöndulína 3 svarar því kalli. Hér mun nýtt hverfi Móahverfi rísa. Rangárvellir sjást í fjarska.Vísir/Arnar „Við erum búin að vinna að því í mjög mörg ár, að byggðalínan sé styrkt og fögnum af því að þetta sé þó allavega komið hingað en það eru vonbrigði að þetta skuli vera aðalvalkosturinn að setja þetta í loftlínu alla leið að Rangarárvöllum,“ segir Halla Björk. Sest verður niður með fulltrúum Landsnets á næstunni vegna málsins í von um að hægt sé að ná farsælli lendingu. „Við viljum allavega ekki skerða möguleikana. Við þurfum að taka samtal við Landsnet og höfum gert athugasemdir og viljum fá að vita hvað liggur til grundvallar þeirrar ákvörðunar.“
Akureyri Skipulag Húsnæðismál Orkumál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira