Vilja taka hjartað úr Maradona með á HM Sindri Sverrisson skrifar 25. mars 2022 07:30 Diego Maradona verður áfram dýrkaður um ókomna tíð. Getty/Rafael WOLLMANN Diego Maradona er sannkallaður guð í augum margra Argentínumanna og þó að hann sé fallinn frá vilja sumir þeirra að hluti af honum fylgi argentínska landsliðinu á HM í Katar í lok árs. Það hljómar kannski of ótrúlega til að vera satt en raunin er sú að nú berjast sumir af dyggustu aðdáendum Maradona fyrir því að hjartað úr honum fari á HM. A group of fanatics want Diego Maradona's heart to be present at the 2022 Qatar World Cup. Yes, you read that correctly. pic.twitter.com/b4DpDZTjDU— Roy Nemer (@RoyNemer) March 24, 2022 Maradona lést í svefni af völdum hjartaáfalls í nóvember 2020, þá sextugur að aldri. Hjartað var hins vegar tekið úr honum áður en hann var grafinn og hafa yfirvöld sagt að það hafi verið gert til að rannsaka frekar dánarorsökina. Hjartað er sagt vega 503 grömm eða tvöfalt meira en venjulegt hjarta hjá mönnum á sama aldri. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Nelson Castro hefur þó fullyrt að önnur ástæða fyrir því að hjartað hafi ekki fylgt Maradona ofan í gröfina hafi verið fyrirætlanir fótboltabullna um að stela hjartanu. Hvað sem því líður þá er hjartað alla vega núna í vörslu lögreglunnar í Buenos Aires, varðveitt í formalíni, og mögulega á leið til Katar í lok árs til að blása Lionel Messi og félögum byr í brjóst á HM. Sér hjartað fyrir sér í liðsrútunni og á hóteli landsliðsins „Ég er viss um að það er það sem Diego hefði sjálfur viljað. Ef við gætum spurt hann þá myndi hann segi: Gerið það,“ segir Javier Mentasti, yfirmaður auglýsingastofu og áhugamaður um að hjarta Maradona fari á HM. „Það gæti verið með í liðsrútunni og á hóteli leikmannanna. Ég sé fyrir mér göngu daginn sem að liðið leggur af stað til Katar, þar sem fólk myndi fylgja rútunni og safnast saman á flugvellinum áður en lagt væri af stað,“ sagði Mentasti og bætti við: „Þetta gæti líka orðið fólki hvatning til að gefa líffæri. Það gæti orðið mjög spennandi að taka hjartað úr Diego með á heimsmeistaramótið sem verður síðasta HM hjá Messi. Það er ákveðinn draumur.“ Cesar Perez, eigandi einnar af byggingunum sem Maradona bjó í en er nú orðin að safni, er einnig mjög hrifinn af hugmyndinni: „Við styðjum þetta framtak. Hvað væri betra en að hafa hjartað úr Diego með til Katar svo að leikmenn og fótboltadýrkendur gætu fundið fyrir nærveru hans með einhverjum hætti?“ Fótbolti Andlát Diegos Maradona Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira
Það hljómar kannski of ótrúlega til að vera satt en raunin er sú að nú berjast sumir af dyggustu aðdáendum Maradona fyrir því að hjartað úr honum fari á HM. A group of fanatics want Diego Maradona's heart to be present at the 2022 Qatar World Cup. Yes, you read that correctly. pic.twitter.com/b4DpDZTjDU— Roy Nemer (@RoyNemer) March 24, 2022 Maradona lést í svefni af völdum hjartaáfalls í nóvember 2020, þá sextugur að aldri. Hjartað var hins vegar tekið úr honum áður en hann var grafinn og hafa yfirvöld sagt að það hafi verið gert til að rannsaka frekar dánarorsökina. Hjartað er sagt vega 503 grömm eða tvöfalt meira en venjulegt hjarta hjá mönnum á sama aldri. Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Nelson Castro hefur þó fullyrt að önnur ástæða fyrir því að hjartað hafi ekki fylgt Maradona ofan í gröfina hafi verið fyrirætlanir fótboltabullna um að stela hjartanu. Hvað sem því líður þá er hjartað alla vega núna í vörslu lögreglunnar í Buenos Aires, varðveitt í formalíni, og mögulega á leið til Katar í lok árs til að blása Lionel Messi og félögum byr í brjóst á HM. Sér hjartað fyrir sér í liðsrútunni og á hóteli landsliðsins „Ég er viss um að það er það sem Diego hefði sjálfur viljað. Ef við gætum spurt hann þá myndi hann segi: Gerið það,“ segir Javier Mentasti, yfirmaður auglýsingastofu og áhugamaður um að hjarta Maradona fari á HM. „Það gæti verið með í liðsrútunni og á hóteli leikmannanna. Ég sé fyrir mér göngu daginn sem að liðið leggur af stað til Katar, þar sem fólk myndi fylgja rútunni og safnast saman á flugvellinum áður en lagt væri af stað,“ sagði Mentasti og bætti við: „Þetta gæti líka orðið fólki hvatning til að gefa líffæri. Það gæti orðið mjög spennandi að taka hjartað úr Diego með á heimsmeistaramótið sem verður síðasta HM hjá Messi. Það er ákveðinn draumur.“ Cesar Perez, eigandi einnar af byggingunum sem Maradona bjó í en er nú orðin að safni, er einnig mjög hrifinn af hugmyndinni: „Við styðjum þetta framtak. Hvað væri betra en að hafa hjartað úr Diego með til Katar svo að leikmenn og fótboltadýrkendur gætu fundið fyrir nærveru hans með einhverjum hætti?“
Fótbolti Andlát Diegos Maradona Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Enski boltinn HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Sjá meira