Aukum þátttökurétt í atvinnulífinu Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar 24. mars 2022 07:31 Erfitt hefur verið fyrir marga að horfa upp á stríð brjótast út í Evrópu. Fréttirnar rista misdjúpt í sálarlífi fólks en algengt er og eðlilegt að einstaklingar finni fyrir tilhneigingu til að vilja hjálpa til í hræðilegu ástandi sem þessu. Á fjórða milljón einstaklinga hafa flúið Úkraínu og Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 6,5 milljónir einstaklinga séu um þessar mundir á flótta innan landamæranna. Fyrir ekki svo löngu birti úkraínsk kona færslu á samfélagsmiðli sem sýnir vel hryllinginn sem fólk upplifir en hún og fjölskylda hennar náðu að flýja þennan sama dag: „Ekki fara, Rússar skjóta bíla óbreyttra borgara, ástandið breytist alltaf. Ef vegtálmi er úkraínskur núna þýðir það ekki að hann verði ekki rússneskur eftir klukkutíma, vertu þar sem þú ert.“ Hugrökk móðir mín og bróðir fóru að spyrja rússnesku hermennina í götunni okkar hvort þeir myndu hleypa okkur út. Ég veit ekki enn hvernig fór, hafði ekki tíma til að spyrja. En á einhverjum tímapunkti, þegar þeir voru ÞAR, fyrir utan kjallarann, fyrir utan húsið, í þorpinu, heyrðist flautandi hljóð og nokkur mjög há sprengjuhljóð, mjög nálægt. Ég hélt að þetta væru endalokin.’’ Það er ógnvænlegt fyrir okkur sem búum í nokkuð öruggu smáríki á Norðurhvelinu að lesa svona lagað og algengt er að menn spyrji sig hvað stjórnvöld og einstaklingar geta gert til að hjálpa. Staðan á Íslandi fyrr og nú Þó nokkur fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til Íslands. Verið er að vinna í því að skapa þeim sem allra bestu aðstæður. Dómsmálaráðherra ákvað fljótlega eftir að stríðið hófst að virkja 44. grein í útlendingalögum í fyrsta sinn til þess að veita íbúum Úkraínu vernd án tafar og skjóta þjónustu. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa einnig lyft grettistaki á undanförnum vikum við móttöku flóttafólks. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem bent er á að að Úkraínubúar sem hingað koma fái fyrst um sinn dvalarleyfi vegna mannúðarsjónarmiða en að því fylgi ekki atvinnuleyfi. Aftur á móti geti fólkið mögulega fengið alþjóðlega vernd eða annars konar ótímabundin réttindi til dvalar með tímanum – en að þetta geri það að verkum að fólk með dvalarleyfi á þessum grunni á oft erfitt með að komast inn á íslenskan vinnumarkað. Árið 2013 kom fram í frétt að kvensjúkdómalæknir frá Úkraínu hafði ekki fengið starfsréttindi sín metin hjá Útlendingastofnun. Það skiptir máli að fólkið sem flúið hefur Úkraínu og leggur leið sína til Íslands fái vinnu við hæfi ef það getur unnið og kýs að hefja störf sem fyrst. Vissulega þarf samt sem áður margt af flóttafólkinu eflaust á áfallahjálp að halda og stuðning við að verða virkir þátttakendur í samfélaginu, koma sér fyrir á nýju heimili og fá tækifæri til að læra íslensku. Réttast væri að veita flóttafólki rétt til þátttöku í atvinnulífinu. Með því er hægt að létta á kerfinu og minnka kostnað. Á sama tíma minnkar félagsleg einangrun, fólk fær fleiri tækifæri til þess að tengjast samfélaginu og verður hér til lengri tíma. Búið er að spá því að í framtíðinni verði skortur á vinnuafli hér á landi og því er skynsemdarráð að veita fólki aukin tækifæri til atvinnuþátttöku. Því fólk er auðlind og flóttafólk er engin undantekning á því. Höfundur er Reykvíkingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Áslaug Inga Kristinsdóttir Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Erfitt hefur verið fyrir marga að horfa upp á stríð brjótast út í Evrópu. Fréttirnar rista misdjúpt í sálarlífi fólks en algengt er og eðlilegt að einstaklingar finni fyrir tilhneigingu til að vilja hjálpa til í hræðilegu ástandi sem þessu. Á fjórða milljón einstaklinga hafa flúið Úkraínu og Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 6,5 milljónir einstaklinga séu um þessar mundir á flótta innan landamæranna. Fyrir ekki svo löngu birti úkraínsk kona færslu á samfélagsmiðli sem sýnir vel hryllinginn sem fólk upplifir en hún og fjölskylda hennar náðu að flýja þennan sama dag: „Ekki fara, Rússar skjóta bíla óbreyttra borgara, ástandið breytist alltaf. Ef vegtálmi er úkraínskur núna þýðir það ekki að hann verði ekki rússneskur eftir klukkutíma, vertu þar sem þú ert.“ Hugrökk móðir mín og bróðir fóru að spyrja rússnesku hermennina í götunni okkar hvort þeir myndu hleypa okkur út. Ég veit ekki enn hvernig fór, hafði ekki tíma til að spyrja. En á einhverjum tímapunkti, þegar þeir voru ÞAR, fyrir utan kjallarann, fyrir utan húsið, í þorpinu, heyrðist flautandi hljóð og nokkur mjög há sprengjuhljóð, mjög nálægt. Ég hélt að þetta væru endalokin.’’ Það er ógnvænlegt fyrir okkur sem búum í nokkuð öruggu smáríki á Norðurhvelinu að lesa svona lagað og algengt er að menn spyrji sig hvað stjórnvöld og einstaklingar geta gert til að hjálpa. Staðan á Íslandi fyrr og nú Þó nokkur fjöldi flóttafólks frá Úkraínu hefur komið til Íslands. Verið er að vinna í því að skapa þeim sem allra bestu aðstæður. Dómsmálaráðherra ákvað fljótlega eftir að stríðið hófst að virkja 44. grein í útlendingalögum í fyrsta sinn til þess að veita íbúum Úkraínu vernd án tafar og skjóta þjónustu. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa einnig lyft grettistaki á undanförnum vikum við móttöku flóttafólks. Alþýðusamband Íslands sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem bent er á að að Úkraínubúar sem hingað koma fái fyrst um sinn dvalarleyfi vegna mannúðarsjónarmiða en að því fylgi ekki atvinnuleyfi. Aftur á móti geti fólkið mögulega fengið alþjóðlega vernd eða annars konar ótímabundin réttindi til dvalar með tímanum – en að þetta geri það að verkum að fólk með dvalarleyfi á þessum grunni á oft erfitt með að komast inn á íslenskan vinnumarkað. Árið 2013 kom fram í frétt að kvensjúkdómalæknir frá Úkraínu hafði ekki fengið starfsréttindi sín metin hjá Útlendingastofnun. Það skiptir máli að fólkið sem flúið hefur Úkraínu og leggur leið sína til Íslands fái vinnu við hæfi ef það getur unnið og kýs að hefja störf sem fyrst. Vissulega þarf samt sem áður margt af flóttafólkinu eflaust á áfallahjálp að halda og stuðning við að verða virkir þátttakendur í samfélaginu, koma sér fyrir á nýju heimili og fá tækifæri til að læra íslensku. Réttast væri að veita flóttafólki rétt til þátttöku í atvinnulífinu. Með því er hægt að létta á kerfinu og minnka kostnað. Á sama tíma minnkar félagsleg einangrun, fólk fær fleiri tækifæri til þess að tengjast samfélaginu og verður hér til lengri tíma. Búið er að spá því að í framtíðinni verði skortur á vinnuafli hér á landi og því er skynsemdarráð að veita fólki aukin tækifæri til atvinnuþátttöku. Því fólk er auðlind og flóttafólk er engin undantekning á því. Höfundur er Reykvíkingur
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun