Vinnuvika barna Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 23. mars 2022 14:30 Á undanförnum misserum hafa ýmsar starfsstéttir samið um styttingu vinnuvikunnar. Með styttingunni fær fólk meiri frítíma til að sinna sjálfu sér, sínum áhugamálum og í samveru með fjölskyldu og vinum. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem vinnuvika launafólks er stytt. Þann 1. janúar árið 1972 tóku gildi lög um styttingu vinnuviku í 40 stundir úr 44 stundum. Flestir hættu þá að vinna á laugardögum og jafnframt var vinnuvika skólabarna stytt úr sex í fimm daga. Frá þessum tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og samfélagið tekið miklum breytingum. Árið 1989 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samþykktur á Allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna og undirritaður á Íslandi. Sáttmálinn var svo lögfestur hér á landi árið 2013. Samkvæmt sáttmálanum eiga öll börn rétt á menntun, hvíld og tómstundum svo eitthvað sé nefnt. Ekki má mismuna börnum hvað varðar réttindi sáttmálans eftir stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Þrátt fyrir aukna vitund um réttindi barna og bann við mismunun þeirra má þó víða í samfélaginu finna þessa mismunun sem að sumu leyti eru leifar fyrri tíma, leifar annars samfélags. Hér verður tæpt á því sem viðvíkur vinnutíma barna. Skóladagur grunnskólabarna byrjar yfirleitt upp úr klukkan átta að morgni og stendur fram eftir degi, þó mislangt eftir aldri barnanna. Eftir skóladaginn fara yngstu börnin gjarnan í frístund til um klukkan fjögur eða fimm. Sum þeirra eiga þess kost að sækja tómstundir sínar úr frístundinni en önnur þurfa að sækja tómstundir eftir að skóladegi líkur, gjarnan milli klukkan 16 og 19. Vonandi munu öll börn á grunnskólaaldri geta sinnt öllum tómstundum sínum innan hefðbundins vinnudags áður en langt um líður. Er heim er komið er svo heimavinnan eftir, auka vinna sem bætt er á börnin til að sinna eftir að skóladegi lýkur. Fleiri stærðfræðidæmi, meiri lestur, spurningar, sögur, ritgerðir og fleira. Jafnvel þarf að ljúka því sem ekki tókst að ljúka í skólanum. Þetta skal vinna eftir langan vinnudag. Örþreyttir foreldrar og börn leggjast yfir vinnuna meðan á matseld stendur. Jafnvel tekur heimavinnan það mikinn toll að svefntími barnanna skerðist. Foreldrar eiga mis auðvelt með að hjálpa börnum sínum með heimanám, enda er bakgrunnur þeirra, menntun og forsendur misjafnar. Þarna skapast mikil mismunun meðal barna, mismunun sem er ólögleg samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þau börn sem eiga hve erfiðast með að ljúka vinnu sinni eiga jafnvel erfiðast með að fá aðstoð heima. Ég geri ekki ráð fyrir að launafólk yrði sátt ef að eftir hvern vinnudag þyrfti ávallt að sinna ákveðnum verkefnum heima, svo sem að lesa tvær skýrslur í hverri viku, færa bókhald fyrir einn mánuð eða svara tölvupósti einungis heima. Hin aukna vitund um að skilja að frítíma og vinnu hefur ekki alls staðar náð til barna og fjölskyldna þeirra. Barnheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja skólasamfélagið á Íslandi að gefa börnum frí eftir að skóladegi lýkur. Samtökin hvetja alla skóla til að afnema heimavinnu og að allt það nám sem börnin eiga að sinna fari fram innan skólans. Í skólanum eiga börn að fá þá aðstoð sem þeim ber til að sinna námi sínu. Vitað er að víða hefur þessi forna hefð verið afnumin og það ber að þakka. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Margrét Júlía Rafnsdóttir Réttindi barna Grunnskólar Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum misserum hafa ýmsar starfsstéttir samið um styttingu vinnuvikunnar. Með styttingunni fær fólk meiri frítíma til að sinna sjálfu sér, sínum áhugamálum og í samveru með fjölskyldu og vinum. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem vinnuvika launafólks er stytt. Þann 1. janúar árið 1972 tóku gildi lög um styttingu vinnuviku í 40 stundir úr 44 stundum. Flestir hættu þá að vinna á laugardögum og jafnframt var vinnuvika skólabarna stytt úr sex í fimm daga. Frá þessum tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og samfélagið tekið miklum breytingum. Árið 1989 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samþykktur á Allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna og undirritaður á Íslandi. Sáttmálinn var svo lögfestur hér á landi árið 2013. Samkvæmt sáttmálanum eiga öll börn rétt á menntun, hvíld og tómstundum svo eitthvað sé nefnt. Ekki má mismuna börnum hvað varðar réttindi sáttmálans eftir stöðu þeirra eða stöðu foreldra þeirra. Þrátt fyrir aukna vitund um réttindi barna og bann við mismunun þeirra má þó víða í samfélaginu finna þessa mismunun sem að sumu leyti eru leifar fyrri tíma, leifar annars samfélags. Hér verður tæpt á því sem viðvíkur vinnutíma barna. Skóladagur grunnskólabarna byrjar yfirleitt upp úr klukkan átta að morgni og stendur fram eftir degi, þó mislangt eftir aldri barnanna. Eftir skóladaginn fara yngstu börnin gjarnan í frístund til um klukkan fjögur eða fimm. Sum þeirra eiga þess kost að sækja tómstundir sínar úr frístundinni en önnur þurfa að sækja tómstundir eftir að skóladegi líkur, gjarnan milli klukkan 16 og 19. Vonandi munu öll börn á grunnskólaaldri geta sinnt öllum tómstundum sínum innan hefðbundins vinnudags áður en langt um líður. Er heim er komið er svo heimavinnan eftir, auka vinna sem bætt er á börnin til að sinna eftir að skóladegi lýkur. Fleiri stærðfræðidæmi, meiri lestur, spurningar, sögur, ritgerðir og fleira. Jafnvel þarf að ljúka því sem ekki tókst að ljúka í skólanum. Þetta skal vinna eftir langan vinnudag. Örþreyttir foreldrar og börn leggjast yfir vinnuna meðan á matseld stendur. Jafnvel tekur heimavinnan það mikinn toll að svefntími barnanna skerðist. Foreldrar eiga mis auðvelt með að hjálpa börnum sínum með heimanám, enda er bakgrunnur þeirra, menntun og forsendur misjafnar. Þarna skapast mikil mismunun meðal barna, mismunun sem er ólögleg samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þau börn sem eiga hve erfiðast með að ljúka vinnu sinni eiga jafnvel erfiðast með að fá aðstoð heima. Ég geri ekki ráð fyrir að launafólk yrði sátt ef að eftir hvern vinnudag þyrfti ávallt að sinna ákveðnum verkefnum heima, svo sem að lesa tvær skýrslur í hverri viku, færa bókhald fyrir einn mánuð eða svara tölvupósti einungis heima. Hin aukna vitund um að skilja að frítíma og vinnu hefur ekki alls staðar náð til barna og fjölskyldna þeirra. Barnheill – Save the Children á Íslandi vilja hvetja skólasamfélagið á Íslandi að gefa börnum frí eftir að skóladegi lýkur. Samtökin hvetja alla skóla til að afnema heimavinnu og að allt það nám sem börnin eiga að sinna fari fram innan skólans. Í skólanum eiga börn að fá þá aðstoð sem þeim ber til að sinna námi sínu. Vitað er að víða hefur þessi forna hefð verið afnumin og það ber að þakka. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun