Lýsir svakalegri sprengingu um fimmleytið Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2022 13:00 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði. Stöð 2 Úkraínumenn höfnuðu í morgun kröfu Rússa um að leggja niður vopn í Mariupól og láta borgina af hendi. Minnst sex eru sagðir hafa látist í árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kænugarði í nótt, þar sem útgöngubanni verður komið á í kvöld. Íslendingur í Kænugarði segir borgarbúa enn þá fulla baráttuanda, þrátt fyrir nær linnulausar sprengingar. Talið er að um 300 þúsund manns séu enn í Maríupól, sem víðast hvar er rústir einar eftir ítrekaðar árásir Rússa. Varaforsætisráðherra Úkraínu segir Úkraínumenn og Rússa hafa komist að samkomulagi um átta „mannúðarhlið“ frá borgum Úkraínu í dag - þó ekki frá Maríupól, þar sem Úkraínumenn neituðu kröfu Rússa frá því í gær um að leggja niður vopn. Falli Maríupol í hendur innrásarhersins þýðir það að yfirráðasvæði Rússa og aðskilnaðarsinna í Donetsk, Luhansk og á Krímskaga tengist landleiðina. Breska varnarmálaráðuneytið segir þó helsta markmið Rússa nú að ná yfirráðum yfir Kænugarði. Að minnsta kosti sex eru sagðir hafa látist í árás Rússa á verslunarmiðstöð í borginni í nótt. Öflug sprenging er sögð hafa gjöreyðilagt bifreiðar á bílastæðinu fyrir utan miðstöðina og skilið eftir sig gíg og eldur sagður hafa kviknað í nærliggjandi húsum. Stórt svæði undir í árásinni Óskar Hallgrímsson íbúi í Kænugarði fór að vettvangi árásarinnar í morgun. „Við urðum vör við sprengingar í nótt og sérstaklega klukkan fimm varð svakaleg sprenging og mig grunar að þetta hafi verið það, því það komu fljótlega myndir af því á helstu fjölmiðla að það væri mikill eldur og annað,“ segir Óskar. „Þetta var rosalega stórt svæði en úkraínski herinn, þeir rifu af mér myndavélina og báðu mig að eyða nokkrum myndum því það er greinilega eitthvað þarna í kring sem þeir vilja alls ekki að sé verið að taka myndir af. Og þegar við vorum þarna fór ein loftvarnarsprengjan í gang, ég sá hana skjótast þarna upp í himininn. [...] En þeir hleyptu okkur í rauninni ekkert að, það eina sem við sáum voru brotnir gluggar og eitthvað. Þannig að ég sá í rauninni ekki skaðann eins og hann var í heildina.“ 35 klukkustunda útgöngubanni verður komið á í Kænugarði frá klukkan 20 í kvöld til sjö á miðvikudagsmorgun. „Andinn í borginni er ágætur. En það er náttúrulega mikill ótti í flestum,“ segir Óskar. Þá er ammóníumleki frá efnaverksmiðju í borginni Súmí í norðausturhluta landsins sagður hafa mengað útfrá sér á rúmlega tveggja kílómetra svæði, eftir árásir Rússa á verksmiðjuna. Rússar eru jafnframt sagðir hafa gert fyrstu árásir á íbúðarhús í hafnarborginni Odesa snemma í morgun. Joe Biden Bandaríkjaforseti fer til Póllands á föstudag, þar sem hann mun leggja til enn frekari þvinganir gegn Rússum vegna innrásarinnar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. 21. mars 2022 11:01 Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. 21. mars 2022 07:01 Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Talið er að um 300 þúsund manns séu enn í Maríupól, sem víðast hvar er rústir einar eftir ítrekaðar árásir Rússa. Varaforsætisráðherra Úkraínu segir Úkraínumenn og Rússa hafa komist að samkomulagi um átta „mannúðarhlið“ frá borgum Úkraínu í dag - þó ekki frá Maríupól, þar sem Úkraínumenn neituðu kröfu Rússa frá því í gær um að leggja niður vopn. Falli Maríupol í hendur innrásarhersins þýðir það að yfirráðasvæði Rússa og aðskilnaðarsinna í Donetsk, Luhansk og á Krímskaga tengist landleiðina. Breska varnarmálaráðuneytið segir þó helsta markmið Rússa nú að ná yfirráðum yfir Kænugarði. Að minnsta kosti sex eru sagðir hafa látist í árás Rússa á verslunarmiðstöð í borginni í nótt. Öflug sprenging er sögð hafa gjöreyðilagt bifreiðar á bílastæðinu fyrir utan miðstöðina og skilið eftir sig gíg og eldur sagður hafa kviknað í nærliggjandi húsum. Stórt svæði undir í árásinni Óskar Hallgrímsson íbúi í Kænugarði fór að vettvangi árásarinnar í morgun. „Við urðum vör við sprengingar í nótt og sérstaklega klukkan fimm varð svakaleg sprenging og mig grunar að þetta hafi verið það, því það komu fljótlega myndir af því á helstu fjölmiðla að það væri mikill eldur og annað,“ segir Óskar. „Þetta var rosalega stórt svæði en úkraínski herinn, þeir rifu af mér myndavélina og báðu mig að eyða nokkrum myndum því það er greinilega eitthvað þarna í kring sem þeir vilja alls ekki að sé verið að taka myndir af. Og þegar við vorum þarna fór ein loftvarnarsprengjan í gang, ég sá hana skjótast þarna upp í himininn. [...] En þeir hleyptu okkur í rauninni ekkert að, það eina sem við sáum voru brotnir gluggar og eitthvað. Þannig að ég sá í rauninni ekki skaðann eins og hann var í heildina.“ 35 klukkustunda útgöngubanni verður komið á í Kænugarði frá klukkan 20 í kvöld til sjö á miðvikudagsmorgun. „Andinn í borginni er ágætur. En það er náttúrulega mikill ótti í flestum,“ segir Óskar. Þá er ammóníumleki frá efnaverksmiðju í borginni Súmí í norðausturhluta landsins sagður hafa mengað útfrá sér á rúmlega tveggja kílómetra svæði, eftir árásir Rússa á verksmiðjuna. Rússar eru jafnframt sagðir hafa gert fyrstu árásir á íbúðarhús í hafnarborginni Odesa snemma í morgun. Joe Biden Bandaríkjaforseti fer til Póllands á föstudag, þar sem hann mun leggja til enn frekari þvinganir gegn Rússum vegna innrásarinnar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. 21. mars 2022 11:01 Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. 21. mars 2022 07:01 Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. 21. mars 2022 11:01
Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. 21. mars 2022 07:01
Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53