Hver verður framtíð VM? Guðmundur Ragnarsson skrifar 18. mars 2022 12:00 Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takti við þjóðfélagsbreytingar og framþróun. Breytingarnar verður hins vegar að vinna félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. Þegar komið er uppkast að hugmynd, er komin grundvöllur til að vinna hana félagslega. Hugmyndin er rædd í stjórn, fulltrúaráði og kynnt á aðalfundi.Í þessu ferli geta orðið verulegar viðbætur eða dregið er úr umfangi hugmyndarinnar ef mönnum hugnast hún ekki. Það sem hefur verið að gerast hjá VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna með því að sameina félagið inn í 2F er ekkert nema einræðis vinnubrögð og óheiðarleiki af hálfu formanns. Farið var á bak við alla í félaginu, stjórn, varastjórn, fulltrúaráð og hinn almenna félagsmann. Félagsmenn VM verða að geta treyst því að formaður félagsins vinni af heilindum og upplýsi félagsmenn um þær breytingar sem verið er að gera. Gott er að rifja upp að þegar VM var stofnað 2006 var búinn að vera langur aðdragandi að því. VM varð til með sameiningu Vélstjórafélags Íslands og Félags járniðnaðarmanna.Ef ég man rétt, funduðu tveir fulltrúar frá hvoru félagi einu sinni í viku í heilt ár.Félag járniðnaðarmanna hafði gefist upp á samstarfinu innan Samiðnar-Sambands iðnfélaga. Samiðn var stofnað á veikum grunni af félögum sem voru í bullandi samkeppni um félagsmenn með undirboðum á félagsgjöldum. Því fór sem fór með veru Félags járniðnaðarmanna þar. Byggjum ekki félagið okkar á sandi Ég get fullyrt að grunnurinn undir 2F er ennþá veikari og með fleiri vandamál. Þegar svona lagað er brallað með allri þessari leynd inni í félagslegu umhverfi, er brallið dæmt til að mistakast. Það eru svo margir lausir endar og margar óræddar spurningar sem eftir er að svara. Þetta er það sem ég talaði um í upphafi að svona verkefni þarf að þróa og móta í félagslega baklandinu svo að það virki og hægt sé að taka það í notkun. Meirihlutinn verður að vera sáttur með niðurstöðuna. Þegar kæmi að stofnun sambands eins og 2F þarf að vera búið að vinna heimavinnuna, fækka félögum með sameiningum. Samræma þarf félagsgjöldin og starfssvið félaganna eins og til dæmis á milli FIT og VM sem bæði eru með félagsmenn í vél- og málmtækni auk vélstjóra sem VM hefur eignað sér en FIT reynt að ná í þá líka. Í dag er FIT að undirbjóða VM í félagsgjöldum með aðferðafræði sem ég mun upplýsa síðar. Hvernig getur samvinna virkað á svona veikum og illa byggðum grunni? Hver bað um breytingarnar? Að búið sé að sameina VM inn í annað félag og flytja fjóra starfsmenn frá VM yfir í það, þar á meðal kjarasviðið án þess að félagsmenn viti af því er með hreinum ólíkindum!Hvernig starfar stéttarfélag án kjarasviðs, verður VM félag sem er bara að leigja út orlofshús? Svo eru menn að lýsa yfir hrifningu sinni yfir þessu án þess að hafa hugmynd um hvernig sameiningarsamningurinn inn í 2F lítur út eða hverjar eru fjárhagslegar skuldbinding félagsins vegna sameiningarinnar. Ýmsar sögusagnir eru um frekari sameiningu sjóða og fleira. Mín upplifun er að dregið hafi verið verulega úr sameiningarhugmyndunum þegar þetta kom í hámæli til að lægja öldurnar, en margir félagsmenn VM eru æfir yfir því að þessi gjörningur hafi orðið til án þess að félagsmenn væru upplýstir um hann. Síst má gleyma því að það eru félagsmennirnir sem eiga félagið og það er til fyrir þá. Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei. Það er ekki til lögfræðiálit um hvort þessi sameining falli ekki undir 34. gr. laga VM.Mín sannfæring er að svo sé og ég sé ekki hvernig hægt er að lesa annað út úr greininni. Svona sameiningu verður að afgreiða á aðalfundi með tveimur þriðju atkvæða eða í allsherjaratkvæðagreiðslu. Eins og ég sagði í upphafi er ég alls ekki á móti framþróun og breytingum ef þær eru til góðs. Það er hins vegar frumskilyrði að standa rétt að málum og löglega. Enginn félagsmaður VM vissi um þennan 2F gjörning fyrr en ég fór með framboð mitt í fjölmiðla. Ég mun beita mér fyrir því að þetta mál verði sett í réttan félags- og löglegan farveg verði ég kosinn formaður VM. Með félagskveðju, Guðmundur Ragnarsson. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takti við þjóðfélagsbreytingar og framþróun. Breytingarnar verður hins vegar að vinna félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. Þegar komið er uppkast að hugmynd, er komin grundvöllur til að vinna hana félagslega. Hugmyndin er rædd í stjórn, fulltrúaráði og kynnt á aðalfundi.Í þessu ferli geta orðið verulegar viðbætur eða dregið er úr umfangi hugmyndarinnar ef mönnum hugnast hún ekki. Það sem hefur verið að gerast hjá VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna með því að sameina félagið inn í 2F er ekkert nema einræðis vinnubrögð og óheiðarleiki af hálfu formanns. Farið var á bak við alla í félaginu, stjórn, varastjórn, fulltrúaráð og hinn almenna félagsmann. Félagsmenn VM verða að geta treyst því að formaður félagsins vinni af heilindum og upplýsi félagsmenn um þær breytingar sem verið er að gera. Gott er að rifja upp að þegar VM var stofnað 2006 var búinn að vera langur aðdragandi að því. VM varð til með sameiningu Vélstjórafélags Íslands og Félags járniðnaðarmanna.Ef ég man rétt, funduðu tveir fulltrúar frá hvoru félagi einu sinni í viku í heilt ár.Félag járniðnaðarmanna hafði gefist upp á samstarfinu innan Samiðnar-Sambands iðnfélaga. Samiðn var stofnað á veikum grunni af félögum sem voru í bullandi samkeppni um félagsmenn með undirboðum á félagsgjöldum. Því fór sem fór með veru Félags járniðnaðarmanna þar. Byggjum ekki félagið okkar á sandi Ég get fullyrt að grunnurinn undir 2F er ennþá veikari og með fleiri vandamál. Þegar svona lagað er brallað með allri þessari leynd inni í félagslegu umhverfi, er brallið dæmt til að mistakast. Það eru svo margir lausir endar og margar óræddar spurningar sem eftir er að svara. Þetta er það sem ég talaði um í upphafi að svona verkefni þarf að þróa og móta í félagslega baklandinu svo að það virki og hægt sé að taka það í notkun. Meirihlutinn verður að vera sáttur með niðurstöðuna. Þegar kæmi að stofnun sambands eins og 2F þarf að vera búið að vinna heimavinnuna, fækka félögum með sameiningum. Samræma þarf félagsgjöldin og starfssvið félaganna eins og til dæmis á milli FIT og VM sem bæði eru með félagsmenn í vél- og málmtækni auk vélstjóra sem VM hefur eignað sér en FIT reynt að ná í þá líka. Í dag er FIT að undirbjóða VM í félagsgjöldum með aðferðafræði sem ég mun upplýsa síðar. Hvernig getur samvinna virkað á svona veikum og illa byggðum grunni? Hver bað um breytingarnar? Að búið sé að sameina VM inn í annað félag og flytja fjóra starfsmenn frá VM yfir í það, þar á meðal kjarasviðið án þess að félagsmenn viti af því er með hreinum ólíkindum!Hvernig starfar stéttarfélag án kjarasviðs, verður VM félag sem er bara að leigja út orlofshús? Svo eru menn að lýsa yfir hrifningu sinni yfir þessu án þess að hafa hugmynd um hvernig sameiningarsamningurinn inn í 2F lítur út eða hverjar eru fjárhagslegar skuldbinding félagsins vegna sameiningarinnar. Ýmsar sögusagnir eru um frekari sameiningu sjóða og fleira. Mín upplifun er að dregið hafi verið verulega úr sameiningarhugmyndunum þegar þetta kom í hámæli til að lægja öldurnar, en margir félagsmenn VM eru æfir yfir því að þessi gjörningur hafi orðið til án þess að félagsmenn væru upplýstir um hann. Síst má gleyma því að það eru félagsmennirnir sem eiga félagið og það er til fyrir þá. Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei. Það er ekki til lögfræðiálit um hvort þessi sameining falli ekki undir 34. gr. laga VM.Mín sannfæring er að svo sé og ég sé ekki hvernig hægt er að lesa annað út úr greininni. Svona sameiningu verður að afgreiða á aðalfundi með tveimur þriðju atkvæða eða í allsherjaratkvæðagreiðslu. Eins og ég sagði í upphafi er ég alls ekki á móti framþróun og breytingum ef þær eru til góðs. Það er hins vegar frumskilyrði að standa rétt að málum og löglega. Enginn félagsmaður VM vissi um þennan 2F gjörning fyrr en ég fór með framboð mitt í fjölmiðla. Ég mun beita mér fyrir því að þetta mál verði sett í réttan félags- og löglegan farveg verði ég kosinn formaður VM. Með félagskveðju, Guðmundur Ragnarsson. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun