Jussie Smollett laus úr fangelsi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. mars 2022 10:14 Jussie Smollett yfirgaf fangelsið í Cook sýslu í gærkvöldi. AP/Rex Arbogast Bandaríska leikaranum Jussie Smollett hefur verið sleppt úr fangelsi meðan hann bíður niðurstöðu áfrýjunar í máli sínu en hann var í síðustu viku dæmdur í 150 daga óskilorðsbundið fangelsi og 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sviðsett árás á sjálfan sig árið 2019. Að því er kemur fram í frétt New York Times úrskurðaði áfrýjunardómstóll í Chicago í gærkvöldi að Smollett yrði sleppt úr fangelsinu í Cook sýslu gegn tryggingu en lögmenn Smollett færðu þau rök fyrir að hann yrði líklegast búinn að afplána dóm sinn áður en niðurstaða áfrýjunar lægi fyrir. Saksóknarar gagnrýndu þau rök og sögðu það skapa hættulegt fordæmi að fresta afplánun þegar um stuttan dóm er að ræða. Tveir af þremur dómurum við áfrýjunardómstólinn voru þó sammála um að sleppa Smollett gegn tryggingu og vísuðu til þess að glæpur Smollett hafi ekki falið í sér ofbeldi. Hafnar því að árásin hafi verið sviðsett Mál leikarans hefur vakið töluverða athygli en í janúar 2019 sagðist hann hafa verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. Fljótlega kom upp grunur um að Smollett hafi sviðsett árásina í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér Við réttarhöld í málinu sögðu saksóknarar að Smollett hafi greitt bræðrunum Abimbola og Plabinjo Osundairo til að ráðast á sig fyrir utan íbúð hans. Hafi hann fyrirskipað þeim að setja snöru um háls hans og ýja að því að þeir væru stuðningsmenn Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta. Jussie Smollett after the sentencing: I am not suicidal. If anything happens to me when I go in there, you must all know that. pic.twitter.com/xe2wYpQJ4O— philip lewis (@Phil_Lewis_) March 11, 2022 Bræðurnir báru vitni fyrir dómi og sagði Abimbola að Smollett hafi skipað honum að ráðast á sig. Sjálfur neitaði Smollett því alfarið að árásin hafi verið sviðsett og hélt því fram að hann væri saklaus. Í desember 2021 var Smollett síðan sakfelldur af kviðdómi. Þegar dómur var kveðinn upp í málinu síðastliðinn föstudag sagðist Smollett ekki vera í sjálfsvígshugleiðingum og að ef eitthvað kæmi fyrir hann í fangelsinu þá væri það ekki af eigin hendi. Hann virtist þannig vísa til máls Jeffrey Epstein sem fannst látinn í fangaklefa sínum meðan lögregla rannsakaði umfangsmikil kynferðisbrot hans. Margir gagnrýndu þessi ummæli Smollett harðlega og héldu því fram að um væri að ræða enn eina tilraunina til að fá vorkun en dómari féllst þó á það að Smollett myndi njóta verndar á meðan afplánun hans stendur. Mál Jussie Smollett Bandaríkin Tengdar fréttir Smollett fundinn sekur um að hafa logið til um árás Bandaríski leikarinn Jussie Smollett laug að lögreglu þegar hann fullyrti að hann hafi verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. 10. desember 2021 07:48 Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40 Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt New York Times úrskurðaði áfrýjunardómstóll í Chicago í gærkvöldi að Smollett yrði sleppt úr fangelsinu í Cook sýslu gegn tryggingu en lögmenn Smollett færðu þau rök fyrir að hann yrði líklegast búinn að afplána dóm sinn áður en niðurstaða áfrýjunar lægi fyrir. Saksóknarar gagnrýndu þau rök og sögðu það skapa hættulegt fordæmi að fresta afplánun þegar um stuttan dóm er að ræða. Tveir af þremur dómurum við áfrýjunardómstólinn voru þó sammála um að sleppa Smollett gegn tryggingu og vísuðu til þess að glæpur Smollett hafi ekki falið í sér ofbeldi. Hafnar því að árásin hafi verið sviðsett Mál leikarans hefur vakið töluverða athygli en í janúar 2019 sagðist hann hafa verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. Fljótlega kom upp grunur um að Smollett hafi sviðsett árásina í þeim tilgangi að vekja athygli á sjálfum sér Við réttarhöld í málinu sögðu saksóknarar að Smollett hafi greitt bræðrunum Abimbola og Plabinjo Osundairo til að ráðast á sig fyrir utan íbúð hans. Hafi hann fyrirskipað þeim að setja snöru um háls hans og ýja að því að þeir væru stuðningsmenn Donalds Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta. Jussie Smollett after the sentencing: I am not suicidal. If anything happens to me when I go in there, you must all know that. pic.twitter.com/xe2wYpQJ4O— philip lewis (@Phil_Lewis_) March 11, 2022 Bræðurnir báru vitni fyrir dómi og sagði Abimbola að Smollett hafi skipað honum að ráðast á sig. Sjálfur neitaði Smollett því alfarið að árásin hafi verið sviðsett og hélt því fram að hann væri saklaus. Í desember 2021 var Smollett síðan sakfelldur af kviðdómi. Þegar dómur var kveðinn upp í málinu síðastliðinn föstudag sagðist Smollett ekki vera í sjálfsvígshugleiðingum og að ef eitthvað kæmi fyrir hann í fangelsinu þá væri það ekki af eigin hendi. Hann virtist þannig vísa til máls Jeffrey Epstein sem fannst látinn í fangaklefa sínum meðan lögregla rannsakaði umfangsmikil kynferðisbrot hans. Margir gagnrýndu þessi ummæli Smollett harðlega og héldu því fram að um væri að ræða enn eina tilraunina til að fá vorkun en dómari féllst þó á það að Smollett myndi njóta verndar á meðan afplánun hans stendur.
Mál Jussie Smollett Bandaríkin Tengdar fréttir Smollett fundinn sekur um að hafa logið til um árás Bandaríski leikarinn Jussie Smollett laug að lögreglu þegar hann fullyrti að hann hafi verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. 10. desember 2021 07:48 Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40 Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Smollett fundinn sekur um að hafa logið til um árás Bandaríski leikarinn Jussie Smollett laug að lögreglu þegar hann fullyrti að hann hafi verið fórnarlamb árásar sem hann sagði hafa grundvallast á hatri árásarmanna á samkynhneigðum og svörtum. 10. desember 2021 07:48
Jussie Smollett ákærður á ný Sérstakur saksóknari í Illinois hefur ákært bandaríska sjónvarpsleikarann fyrir að hafa logið á að lögreglu. 12. febrúar 2020 07:40
Lögregla birtir myndband af Smollett með snöruna um hálsinn Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum birti í gær myndband af leikaranum Jussie Smollett sem tekið er nokkrum klukkustundum eftir að meint árás, sem Smollett heldur því fram að hann hafi orðið fyrir, átti sér stað. 25. júní 2019 11:06