Ábyrg fjármálastjórn? Kanntu annan betri? Jón Ingi Hákonarson skrifar 17. mars 2022 10:31 Sjálfstæðisflokkarnir tveir, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, hreykja sér mjög nú í aðdraganda kosninga af ábyrgri fjármálastjórn og láta í veðri vaka að engum öðrum sé treystandi fyrir skattpeningum Hafnfirðinga. Þessari hendingu fylgir aldrei skilgreining á ábyrgri fjármálstjórn né heldur góðum raundæmum um slíka fjármálastjórn. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur verið ósjálfbær upp á tæpa tvo milljarða á ári síðustu tvö ár vegna launahækkana sem voru með öllu fyrirsjáanlegar. Þetta gat hefur verið fyllt með söluhagnaði af HS Veitum, innviðafyrirtæki á einokunarmarkaði. Fjárhagsáætlun fyrstu þriggja ára næsta kjörtímabils gerir ráð fyrir rekstrarhalla upp á amk þrjá milljarða króna ef ekki verður brugðist við vandanum. Hin meinta ábyrga fjármálastjórn miðaði að því að hlífa Sjálfstæðisflokkunum við því að taka erfiðar rekstrarlegar ákvarðanir. Hin pólitíska ákvörðun var að selja dýrmæta eign, sem nota bene hefur hækkað arðgreiðslur sínar gríðarlega eftir að Hafnarfjarðarbær seldi hlut okkar. Söluandvirðið var notað til að breiða yfir rekstrarvandann og rugla fólk í ríminu með því að blanda saman peningalegri stöðu og rekstrarlegri stöðu. Peningalega höfum við haft það ágætt þessi tvö ár vegna einskiptis-söluhagnaðar, en nú eru þeir peningar horfnir í hítina. Þá er bágt til bjargar fyrir þá sem stunda sjónhverfingar í fjármálum. HS Veitur seljum við nefnilega ekki aftur! Engin handbær gögn styðja fullyrðingar Sjálfstæðisflokkanna um að þeir stundi ábyrga fjármálastjórn. Þvert á móti sýna tölurnar hið gagnstæða. Raunveruleikaflótti, ákvarðanafælni og vinsældaþrá er ekki líkleg til að gera rekstur sveitarfélags sjálfbæran. Það hefur sannast hér í Hafnarfirði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2022 Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Hafnarfjörður Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkarnir tveir, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, hreykja sér mjög nú í aðdraganda kosninga af ábyrgri fjármálastjórn og láta í veðri vaka að engum öðrum sé treystandi fyrir skattpeningum Hafnfirðinga. Þessari hendingu fylgir aldrei skilgreining á ábyrgri fjármálstjórn né heldur góðum raundæmum um slíka fjármálastjórn. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar hefur verið ósjálfbær upp á tæpa tvo milljarða á ári síðustu tvö ár vegna launahækkana sem voru með öllu fyrirsjáanlegar. Þetta gat hefur verið fyllt með söluhagnaði af HS Veitum, innviðafyrirtæki á einokunarmarkaði. Fjárhagsáætlun fyrstu þriggja ára næsta kjörtímabils gerir ráð fyrir rekstrarhalla upp á amk þrjá milljarða króna ef ekki verður brugðist við vandanum. Hin meinta ábyrga fjármálastjórn miðaði að því að hlífa Sjálfstæðisflokkunum við því að taka erfiðar rekstrarlegar ákvarðanir. Hin pólitíska ákvörðun var að selja dýrmæta eign, sem nota bene hefur hækkað arðgreiðslur sínar gríðarlega eftir að Hafnarfjarðarbær seldi hlut okkar. Söluandvirðið var notað til að breiða yfir rekstrarvandann og rugla fólk í ríminu með því að blanda saman peningalegri stöðu og rekstrarlegri stöðu. Peningalega höfum við haft það ágætt þessi tvö ár vegna einskiptis-söluhagnaðar, en nú eru þeir peningar horfnir í hítina. Þá er bágt til bjargar fyrir þá sem stunda sjónhverfingar í fjármálum. HS Veitur seljum við nefnilega ekki aftur! Engin handbær gögn styðja fullyrðingar Sjálfstæðisflokkanna um að þeir stundi ábyrga fjármálastjórn. Þvert á móti sýna tölurnar hið gagnstæða. Raunveruleikaflótti, ákvarðanafælni og vinsældaþrá er ekki líkleg til að gera rekstur sveitarfélags sjálfbæran. Það hefur sannast hér í Hafnarfirði. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfirði.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun