Myndband sýnir ótrúlegt umfang flóða í Ástralíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2022 15:03 Unnið er að því að meta skemmdir. Lisa Maree Williams/Getty Images) Minnst tuttugu eru látin í Ástralíu í gríðarlegum flóðum sem geisað hafa í Nýju Suður-Wales og Queensland. Myndbönd hafa verið birt sem sýna glögglega hversu umfangsmikil flóðin hafa verið. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að lýst yrði yfir neyðarástandi í allri Ástralíu vegna flóðanna, sem hann sagði vera atburð sem gerðist mögulega einu sinni á fimm hundruð ára fresti. Það gerir það að verkum að stjórnvöld geta nýtt hermenn til að aðstoða. Veðurfræðingar segja að flóðin megi ekki síst rekja til loftslagsbreytinga og La Nina veðurfyrirbrigðisins sem myndast þegar sterkir vindar ýta heitum yfirborðssjónum í Kyrrahafi frá Suður-Ameríku og í áttina að Indónesíu. Í stað heita sjávarins kemur kaldari sjór og þá aukast líkurnar á regni, fellibyljum og kaldari lofthita. Fóru gjörsamlega á kaf Ástandið hefur verið verst í Queensland og Nýju-Suður Wales. Myndband sem Uppbyggingarstofnun Queensland birti á Twitter í vikunni sýnir glögglega umfang flóðanna. These flood monitoring cameras demonstrate the extent of the rainfall and just how quickly waters rose, causing major damage during the recent #seqfloods 😮 pic.twitter.com/56CnQfuHp0— Queensland Reconstruction Authority (@QReconstruction) March 8, 2022 Myndbandið er klippt saman úr myndbrotum sem berast frá myndavélum sem vakta flóðasvæði sérstaklega og voru tekin upp í febrúar og mars. Á myndbandinu má sjá hvernig svæði fara gjörsamlega á flot á um einum sólahring. Í upphafi myndbandsins má til að mynda sjá brú yfir læk sem breytist hreinlega í stöðuvatn með þeim afleiðingum að brúin fer nokkurra metra á kaf. „Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn“ Íbúar á flóðasvæðunum hafa gagnrýnt viðbrögð stjórnvalda sem þeir segja hafa brugðist hægt og illa við neyðarástandinu sem skapast hefur af völdum úrhellisins. Á vef Sydney Morning Herald er rætt við lækni að nafni Cam Hollows, sem starfar á flóðasvæðunum. Í greininnni er hann mjög gagnrýnin á viðbrögð stjórnvalda og skort þeirra á undirbúningi. Hollows starfar í bænum Coraki í Nýju Suður-Wales. Bærinn liggur við Richmond á sem óx gríðarlega í flóðunum. Í venjulegu árferði er áin um einn metri að dýpt en á dögunum óx hún svo gríðarlega að dýptin var mæld átta metra. „Ég man að ég hugsaði: Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn,“ skrifar Hollow. Loftslagsmál Veður Ástralía Náttúruhamfarir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að lýst yrði yfir neyðarástandi í allri Ástralíu vegna flóðanna, sem hann sagði vera atburð sem gerðist mögulega einu sinni á fimm hundruð ára fresti. Það gerir það að verkum að stjórnvöld geta nýtt hermenn til að aðstoða. Veðurfræðingar segja að flóðin megi ekki síst rekja til loftslagsbreytinga og La Nina veðurfyrirbrigðisins sem myndast þegar sterkir vindar ýta heitum yfirborðssjónum í Kyrrahafi frá Suður-Ameríku og í áttina að Indónesíu. Í stað heita sjávarins kemur kaldari sjór og þá aukast líkurnar á regni, fellibyljum og kaldari lofthita. Fóru gjörsamlega á kaf Ástandið hefur verið verst í Queensland og Nýju-Suður Wales. Myndband sem Uppbyggingarstofnun Queensland birti á Twitter í vikunni sýnir glögglega umfang flóðanna. These flood monitoring cameras demonstrate the extent of the rainfall and just how quickly waters rose, causing major damage during the recent #seqfloods 😮 pic.twitter.com/56CnQfuHp0— Queensland Reconstruction Authority (@QReconstruction) March 8, 2022 Myndbandið er klippt saman úr myndbrotum sem berast frá myndavélum sem vakta flóðasvæði sérstaklega og voru tekin upp í febrúar og mars. Á myndbandinu má sjá hvernig svæði fara gjörsamlega á flot á um einum sólahring. Í upphafi myndbandsins má til að mynda sjá brú yfir læk sem breytist hreinlega í stöðuvatn með þeim afleiðingum að brúin fer nokkurra metra á kaf. „Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn“ Íbúar á flóðasvæðunum hafa gagnrýnt viðbrögð stjórnvalda sem þeir segja hafa brugðist hægt og illa við neyðarástandinu sem skapast hefur af völdum úrhellisins. Á vef Sydney Morning Herald er rætt við lækni að nafni Cam Hollows, sem starfar á flóðasvæðunum. Í greininnni er hann mjög gagnrýnin á viðbrögð stjórnvalda og skort þeirra á undirbúningi. Hollows starfar í bænum Coraki í Nýju Suður-Wales. Bærinn liggur við Richmond á sem óx gríðarlega í flóðunum. Í venjulegu árferði er áin um einn metri að dýpt en á dögunum óx hún svo gríðarlega að dýptin var mæld átta metra. „Ég man að ég hugsaði: Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn,“ skrifar Hollow.
Loftslagsmál Veður Ástralía Náttúruhamfarir Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira