Kaffikarlar fyrir vestan segja tafir stofnanafólks óeðlilegar Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2022 23:15 Karlarnir hittast flesta virka daga í Olís-búðinni í Bolungarvík til að ræða málin yfir kaffisopa. Hér eru Runólfur Pétursson, Pétur Runólfsson og Jón Vignir Hálfdánsson. Arnar Halldórsson „Það er alveg sama hvað við ætlum að reyna að fá. Við fáum aldrei neitt. Sérðu með laxeldið. Það eru bara einhverjir sportveiðimenn sem ráða því. Við viljum bara fá laxeldið í Djúpið,“ segir Pétur Runólfsson, einn karlanna sem við hittum að skrafi í Olís-búðinni í Bolungarvík. Í þættinum Um land allt á Stöð 2 tökum við púlsinn á samfélagsumræðunni fyrir vestan. Okkur skilst að í kaffispjalli karlanna séu þau mál krufin sem heitast brenna jafnan á íbúum. Karlarnir sem við spjölluðum við í Olís-búðinni voru þeir Runólfur Pétursson útgerðarmaður, Pétur Runólfsson, eldri borgari, Jón Vignir Hálfdánsson sjómaður, Sigurgeir Þórarinsson útgerðarmaður, Hálfdán Guðröðsson, fyrrverandi sjómaður, Ragnar Ágúst Kristinsson, sem starfar í ferðaþjónustu á Ísafirði, og Jóhann Ævarsson málarameistari.Arnar Halldórsson Hér spyrja menn einnig hvernig eigi að tryggja raforku fyrir ný fyrirtæki, eins og laxasláturhús sem fiskeldisfyrirtækið Artic Oddi áformar að koma á fót. „Við höfum hins vegar átt undir högg að sækja þegar við höfum verið að berjast fyrir okkar raforkuöryggi. Þar höfum við mætt óvígum her andstæðinga okkar í þeim efnum,“ segir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og nú talsmaður fiskeldisgeirans. „Við erum að sjá þessa mánuði og árin hreinlega nýja atvinnugrein verða hérna til sem er að stefna í það að verða stærri að umfangi og veltu heldur en sjávarútvegurinn. Þar á ég við laxeldi. Það sjáum við og vitum að mun gjörbreyta öllu, líka hér á norðanverðum Vestfjörðum. Og hælbítarnir, sem hafa verið svona í hælnum á okkur að tefja þetta með öllum hætti, þeir munu verða undir. Okkar málstaður er svo góður,“ segir Einar. Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er Bolvíkingur.Arnar Halldórsson Á kaffistofunni spyrjum við um „liðið fyrir sunnan“ og hvort „101 Reykjavík“ sé nánast orðið skammaryrði hér fyrir vestan. „Nei, nei, nei,“ svara karlarnir í einum kór. „En við viljum samt að þeir ráði ekki hvort það kemur laxeldi, raforka eða eitthvað annað til okkar,“ segir Runólfur Pétursson og kveðst sammála stefnu Pírata um að fjórðungarnir og byggðarlögin eigi að fá að ráða sínum málefnum en ekki Alþingi. „Og ekki að einhverjir í Reykjavík ráði því hvernig ég ætla að lifa lífinu hér. Ég er ekki að skipta mér af því í Reykjavík." Runólfur Pétursson: Óeðlilegt að einhver maður innan stofnunar geti tafið mál sem hann er á móti.Arnar Halldórsson „Við erum bara komin í það að það er ekki Alþingi sem ræður. Það eru ráðuneytin og stofnanirnar sem ráða öllu. Og ef það er einhver maður innan stofnunar, eins og hefur verið að koma í ljós, sem er á móti þessu, þá getur hann bara tafið mál. Heldur þú að það sé eðlilegt að þetta skuli taka svona langan feril? Sérðu Teigsskóg. Er það eðlilegt að það skuli taka 10-12 ár að fara í ferli til að mega byrja. Kalla menn það eðlilegt?“ „25 ár“ skýtur einhver inn í. „Er það eðlilegt, eins og með laxeldið?“ spyr Runólfur. Tvo þætti um samfélagið í Bolungarvík má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjö mínútna kafla úr seinni þættinum: Um land allt Bolungarvík Fiskeldi Teigsskógur Vegagerð Vesturbyggð Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Stjórnsýsla Orkumál Tengdar fréttir Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00 Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Segir Bolungarvíkurgöng hafa bjargað Bjarnabúð Margir spáðu því að Bjarnabúð í Bolungarvík, ein elsta verslun landsins, myndi lognast út af með Bolungarvíkurgöngum þegar auðveldara varð fyrir Bolvíkinga að skreppa í búðir á Ísafirði. Reynsla kaupmannsins varð þveröfug; Ísfirðingar fóru að versla í Bolungarvík. 7. mars 2022 21:41 Mjólkurvinnslan Arna sýnir að ekki þarf allt að vera í Reykjavík Mjólkurvinnslan Arna hefur á einum áratug vaxið upp í það að verða næststærsta fyrirtæki Bolungarvíkur, með yfir fjörutíu manns í vinnu. Stofnandinn segir þetta sýna að það þurfi ekki allt að vera í Reykjavík, það sé vel hægt að byggja upp öflugt fyrirtæki úti á landi. 2. mars 2022 22:02 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 tökum við púlsinn á samfélagsumræðunni fyrir vestan. Okkur skilst að í kaffispjalli karlanna séu þau mál krufin sem heitast brenna jafnan á íbúum. Karlarnir sem við spjölluðum við í Olís-búðinni voru þeir Runólfur Pétursson útgerðarmaður, Pétur Runólfsson, eldri borgari, Jón Vignir Hálfdánsson sjómaður, Sigurgeir Þórarinsson útgerðarmaður, Hálfdán Guðröðsson, fyrrverandi sjómaður, Ragnar Ágúst Kristinsson, sem starfar í ferðaþjónustu á Ísafirði, og Jóhann Ævarsson málarameistari.Arnar Halldórsson Hér spyrja menn einnig hvernig eigi að tryggja raforku fyrir ný fyrirtæki, eins og laxasláturhús sem fiskeldisfyrirtækið Artic Oddi áformar að koma á fót. „Við höfum hins vegar átt undir högg að sækja þegar við höfum verið að berjast fyrir okkar raforkuöryggi. Þar höfum við mætt óvígum her andstæðinga okkar í þeim efnum,“ segir Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, og nú talsmaður fiskeldisgeirans. „Við erum að sjá þessa mánuði og árin hreinlega nýja atvinnugrein verða hérna til sem er að stefna í það að verða stærri að umfangi og veltu heldur en sjávarútvegurinn. Þar á ég við laxeldi. Það sjáum við og vitum að mun gjörbreyta öllu, líka hér á norðanverðum Vestfjörðum. Og hælbítarnir, sem hafa verið svona í hælnum á okkur að tefja þetta með öllum hætti, þeir munu verða undir. Okkar málstaður er svo góður,“ segir Einar. Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, er Bolvíkingur.Arnar Halldórsson Á kaffistofunni spyrjum við um „liðið fyrir sunnan“ og hvort „101 Reykjavík“ sé nánast orðið skammaryrði hér fyrir vestan. „Nei, nei, nei,“ svara karlarnir í einum kór. „En við viljum samt að þeir ráði ekki hvort það kemur laxeldi, raforka eða eitthvað annað til okkar,“ segir Runólfur Pétursson og kveðst sammála stefnu Pírata um að fjórðungarnir og byggðarlögin eigi að fá að ráða sínum málefnum en ekki Alþingi. „Og ekki að einhverjir í Reykjavík ráði því hvernig ég ætla að lifa lífinu hér. Ég er ekki að skipta mér af því í Reykjavík." Runólfur Pétursson: Óeðlilegt að einhver maður innan stofnunar geti tafið mál sem hann er á móti.Arnar Halldórsson „Við erum bara komin í það að það er ekki Alþingi sem ræður. Það eru ráðuneytin og stofnanirnar sem ráða öllu. Og ef það er einhver maður innan stofnunar, eins og hefur verið að koma í ljós, sem er á móti þessu, þá getur hann bara tafið mál. Heldur þú að það sé eðlilegt að þetta skuli taka svona langan feril? Sérðu Teigsskóg. Er það eðlilegt að það skuli taka 10-12 ár að fara í ferli til að mega byrja. Kalla menn það eðlilegt?“ „25 ár“ skýtur einhver inn í. „Er það eðlilegt, eins og með laxeldið?“ spyr Runólfur. Tvo þætti um samfélagið í Bolungarvík má nálgast á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjö mínútna kafla úr seinni þættinum:
Um land allt Bolungarvík Fiskeldi Teigsskógur Vegagerð Vesturbyggð Ísafjarðarbær Reykhólahreppur Stjórnsýsla Orkumál Tengdar fréttir Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00 Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22 Segir Bolungarvíkurgöng hafa bjargað Bjarnabúð Margir spáðu því að Bjarnabúð í Bolungarvík, ein elsta verslun landsins, myndi lognast út af með Bolungarvíkurgöngum þegar auðveldara varð fyrir Bolvíkinga að skreppa í búðir á Ísafirði. Reynsla kaupmannsins varð þveröfug; Ísfirðingar fóru að versla í Bolungarvík. 7. mars 2022 21:41 Mjólkurvinnslan Arna sýnir að ekki þarf allt að vera í Reykjavík Mjólkurvinnslan Arna hefur á einum áratug vaxið upp í það að verða næststærsta fyrirtæki Bolungarvíkur, með yfir fjörutíu manns í vinnu. Stofnandinn segir þetta sýna að það þurfi ekki allt að vera í Reykjavík, það sé vel hægt að byggja upp öflugt fyrirtæki úti á landi. 2. mars 2022 22:02 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent Fleiri fréttir Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Sjá meira
Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00
Illviðrin úr Jökulfjörðum brjóta fyrst á húsi Einars „Þegar norðaustanáttin kemur hér úr Jökulfjörðunum þá er fyrsti fasti punkturinn sem hún brýtur á húsið mitt. Maður finnur stundum fyrir þessu en allt er þetta þess virði,“ segir Bolvíkingurinn Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, sem býr í einu ysta húsinu við sjávarbakkann í Bolungarvík. 28. febrúar 2022 12:22
Segir Bolungarvíkurgöng hafa bjargað Bjarnabúð Margir spáðu því að Bjarnabúð í Bolungarvík, ein elsta verslun landsins, myndi lognast út af með Bolungarvíkurgöngum þegar auðveldara varð fyrir Bolvíkinga að skreppa í búðir á Ísafirði. Reynsla kaupmannsins varð þveröfug; Ísfirðingar fóru að versla í Bolungarvík. 7. mars 2022 21:41
Mjólkurvinnslan Arna sýnir að ekki þarf allt að vera í Reykjavík Mjólkurvinnslan Arna hefur á einum áratug vaxið upp í það að verða næststærsta fyrirtæki Bolungarvíkur, með yfir fjörutíu manns í vinnu. Stofnandinn segir þetta sýna að það þurfi ekki allt að vera í Reykjavík, það sé vel hægt að byggja upp öflugt fyrirtæki úti á landi. 2. mars 2022 22:02