Slógu áhorfendamet í fyrsta heimaleik félagsins í sögunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2022 16:01 Stuðningsmenn Charlotte FC létu vel í sér heyra á fyrsta heimaleiknum í sögu félagsins. ap/Jacob Kupferman Charlotte FC lék sinn fyrsta heimaleik í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta um helgina og hann reyndist sögulegur. Charlotte er 28. og nýjasta félagið í MLS. Mikið var um dýrðir þegar Charlotte tók á móti Los Angeles Galaxy í fyrsta heimaleik sínum í MLS á laugardaginn. Leikurinn fór fram á heimavelli Charlotte, hinum glæsilega Bank of America Stadium sem félagið deilir með NFL-liðinu Carolina Panthers. Hvorki fleiri né færri en 74.479 manns mættu á leikinn en aldrei hafa fleiri sótt leik í sögu MLS. Gamla metið var frá því í desember 2018 þegar 73.019 manns sáu Atlanta United og Portland Timbers spila. Fjórir af fimm mestu sóttu leikjum í sögu MLS eru leikir með Atlanta. Minted History Your NEW @MLS Attendance Record! pic.twitter.com/8tgefRS9C2— Charlotte FC (@CharlotteFC) March 6, 2022 Charlotte FC set the new MLS attendance record in their first ever home game pic.twitter.com/n4vNaElk4U— ESPN FC (@ESPNFC) March 7, 2022 Stemmningin á leik Charlotte og LA Galaxy á laugardaginn var rafmögnuð og það var sérstaklega tilkomumikið þegar áhorfendur tóku undir með bandaríska þjóðsöngnum. *goosebumps*#ForTheCrown pic.twitter.com/WSqx5I4pmz— Major League Soccer (@MLS) March 6, 2022 Áhorfendur á Bank of America leikvanginum sáu þó sína menn ekki vinna sinn fyrsta MLS-leik í sögunni. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Mexíkóinn Efrain Alvárez fyrir LA Galaxy. Úrslitin spilltu þó ekki gleðinni fyrir þjálfara Charlotte, Miguel Ramírez. „Við spilum fótbolta því við viljum vinna en í kvöld finnst mér ég vera heppnasti þjálfari í heimi. Þetta var stórkostlegt. Ég get ekki lýst andrúmsloftinu með orðum. Ég vil þakka öllum sem tóku þátt í þessu partíi því þetta var partí,“ sagði Ramírez. Absolute scenes in Charlotte. @CharlotteFC x #ForTheCrown pic.twitter.com/XvZbKgZ4gO— Major League Soccer (@MLS) March 6, 2022 The first of many. Welcome home, @CharlotteFC. pic.twitter.com/TX3NOk8Mgx— Major League Soccer (@MLS) March 7, 2022 Charlotte hefur tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu til þess án þess að skora mark. Næsti leikur Charlotte er gegn Atlanta 13. mars. MLS Tengdar fréttir Tólf árum eftir að hann heimsótti strák á barnaspítala mættust þeir á vellinum Charlotte FC spilaði sinn fyrsta heimaleik í MLS-deildinni í bandaríska fótboltanum um helgina og þar hittust tveir leikmenn inn á vellinum sem höfðu hitt hvorn annan við allt aðrar aðstæður fyrir meira en áratug síðan. 7. mars 2022 11:01 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira
Charlotte er 28. og nýjasta félagið í MLS. Mikið var um dýrðir þegar Charlotte tók á móti Los Angeles Galaxy í fyrsta heimaleik sínum í MLS á laugardaginn. Leikurinn fór fram á heimavelli Charlotte, hinum glæsilega Bank of America Stadium sem félagið deilir með NFL-liðinu Carolina Panthers. Hvorki fleiri né færri en 74.479 manns mættu á leikinn en aldrei hafa fleiri sótt leik í sögu MLS. Gamla metið var frá því í desember 2018 þegar 73.019 manns sáu Atlanta United og Portland Timbers spila. Fjórir af fimm mestu sóttu leikjum í sögu MLS eru leikir með Atlanta. Minted History Your NEW @MLS Attendance Record! pic.twitter.com/8tgefRS9C2— Charlotte FC (@CharlotteFC) March 6, 2022 Charlotte FC set the new MLS attendance record in their first ever home game pic.twitter.com/n4vNaElk4U— ESPN FC (@ESPNFC) March 7, 2022 Stemmningin á leik Charlotte og LA Galaxy á laugardaginn var rafmögnuð og það var sérstaklega tilkomumikið þegar áhorfendur tóku undir með bandaríska þjóðsöngnum. *goosebumps*#ForTheCrown pic.twitter.com/WSqx5I4pmz— Major League Soccer (@MLS) March 6, 2022 Áhorfendur á Bank of America leikvanginum sáu þó sína menn ekki vinna sinn fyrsta MLS-leik í sögunni. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Mexíkóinn Efrain Alvárez fyrir LA Galaxy. Úrslitin spilltu þó ekki gleðinni fyrir þjálfara Charlotte, Miguel Ramírez. „Við spilum fótbolta því við viljum vinna en í kvöld finnst mér ég vera heppnasti þjálfari í heimi. Þetta var stórkostlegt. Ég get ekki lýst andrúmsloftinu með orðum. Ég vil þakka öllum sem tóku þátt í þessu partíi því þetta var partí,“ sagði Ramírez. Absolute scenes in Charlotte. @CharlotteFC x #ForTheCrown pic.twitter.com/XvZbKgZ4gO— Major League Soccer (@MLS) March 6, 2022 The first of many. Welcome home, @CharlotteFC. pic.twitter.com/TX3NOk8Mgx— Major League Soccer (@MLS) March 7, 2022 Charlotte hefur tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu til þess án þess að skora mark. Næsti leikur Charlotte er gegn Atlanta 13. mars.
MLS Tengdar fréttir Tólf árum eftir að hann heimsótti strák á barnaspítala mættust þeir á vellinum Charlotte FC spilaði sinn fyrsta heimaleik í MLS-deildinni í bandaríska fótboltanum um helgina og þar hittust tveir leikmenn inn á vellinum sem höfðu hitt hvorn annan við allt aðrar aðstæður fyrir meira en áratug síðan. 7. mars 2022 11:01 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Sjá meira
Tólf árum eftir að hann heimsótti strák á barnaspítala mættust þeir á vellinum Charlotte FC spilaði sinn fyrsta heimaleik í MLS-deildinni í bandaríska fótboltanum um helgina og þar hittust tveir leikmenn inn á vellinum sem höfðu hitt hvorn annan við allt aðrar aðstæður fyrir meira en áratug síðan. 7. mars 2022 11:01