Slógu áhorfendamet í fyrsta heimaleik félagsins í sögunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2022 16:01 Stuðningsmenn Charlotte FC létu vel í sér heyra á fyrsta heimaleiknum í sögu félagsins. ap/Jacob Kupferman Charlotte FC lék sinn fyrsta heimaleik í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta um helgina og hann reyndist sögulegur. Charlotte er 28. og nýjasta félagið í MLS. Mikið var um dýrðir þegar Charlotte tók á móti Los Angeles Galaxy í fyrsta heimaleik sínum í MLS á laugardaginn. Leikurinn fór fram á heimavelli Charlotte, hinum glæsilega Bank of America Stadium sem félagið deilir með NFL-liðinu Carolina Panthers. Hvorki fleiri né færri en 74.479 manns mættu á leikinn en aldrei hafa fleiri sótt leik í sögu MLS. Gamla metið var frá því í desember 2018 þegar 73.019 manns sáu Atlanta United og Portland Timbers spila. Fjórir af fimm mestu sóttu leikjum í sögu MLS eru leikir með Atlanta. Minted History Your NEW @MLS Attendance Record! pic.twitter.com/8tgefRS9C2— Charlotte FC (@CharlotteFC) March 6, 2022 Charlotte FC set the new MLS attendance record in their first ever home game pic.twitter.com/n4vNaElk4U— ESPN FC (@ESPNFC) March 7, 2022 Stemmningin á leik Charlotte og LA Galaxy á laugardaginn var rafmögnuð og það var sérstaklega tilkomumikið þegar áhorfendur tóku undir með bandaríska þjóðsöngnum. *goosebumps*#ForTheCrown pic.twitter.com/WSqx5I4pmz— Major League Soccer (@MLS) March 6, 2022 Áhorfendur á Bank of America leikvanginum sáu þó sína menn ekki vinna sinn fyrsta MLS-leik í sögunni. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Mexíkóinn Efrain Alvárez fyrir LA Galaxy. Úrslitin spilltu þó ekki gleðinni fyrir þjálfara Charlotte, Miguel Ramírez. „Við spilum fótbolta því við viljum vinna en í kvöld finnst mér ég vera heppnasti þjálfari í heimi. Þetta var stórkostlegt. Ég get ekki lýst andrúmsloftinu með orðum. Ég vil þakka öllum sem tóku þátt í þessu partíi því þetta var partí,“ sagði Ramírez. Absolute scenes in Charlotte. @CharlotteFC x #ForTheCrown pic.twitter.com/XvZbKgZ4gO— Major League Soccer (@MLS) March 6, 2022 The first of many. Welcome home, @CharlotteFC. pic.twitter.com/TX3NOk8Mgx— Major League Soccer (@MLS) March 7, 2022 Charlotte hefur tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu til þess án þess að skora mark. Næsti leikur Charlotte er gegn Atlanta 13. mars. MLS Tengdar fréttir Tólf árum eftir að hann heimsótti strák á barnaspítala mættust þeir á vellinum Charlotte FC spilaði sinn fyrsta heimaleik í MLS-deildinni í bandaríska fótboltanum um helgina og þar hittust tveir leikmenn inn á vellinum sem höfðu hitt hvorn annan við allt aðrar aðstæður fyrir meira en áratug síðan. 7. mars 2022 11:01 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Charlotte er 28. og nýjasta félagið í MLS. Mikið var um dýrðir þegar Charlotte tók á móti Los Angeles Galaxy í fyrsta heimaleik sínum í MLS á laugardaginn. Leikurinn fór fram á heimavelli Charlotte, hinum glæsilega Bank of America Stadium sem félagið deilir með NFL-liðinu Carolina Panthers. Hvorki fleiri né færri en 74.479 manns mættu á leikinn en aldrei hafa fleiri sótt leik í sögu MLS. Gamla metið var frá því í desember 2018 þegar 73.019 manns sáu Atlanta United og Portland Timbers spila. Fjórir af fimm mestu sóttu leikjum í sögu MLS eru leikir með Atlanta. Minted History Your NEW @MLS Attendance Record! pic.twitter.com/8tgefRS9C2— Charlotte FC (@CharlotteFC) March 6, 2022 Charlotte FC set the new MLS attendance record in their first ever home game pic.twitter.com/n4vNaElk4U— ESPN FC (@ESPNFC) March 7, 2022 Stemmningin á leik Charlotte og LA Galaxy á laugardaginn var rafmögnuð og það var sérstaklega tilkomumikið þegar áhorfendur tóku undir með bandaríska þjóðsöngnum. *goosebumps*#ForTheCrown pic.twitter.com/WSqx5I4pmz— Major League Soccer (@MLS) March 6, 2022 Áhorfendur á Bank of America leikvanginum sáu þó sína menn ekki vinna sinn fyrsta MLS-leik í sögunni. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það gerði Mexíkóinn Efrain Alvárez fyrir LA Galaxy. Úrslitin spilltu þó ekki gleðinni fyrir þjálfara Charlotte, Miguel Ramírez. „Við spilum fótbolta því við viljum vinna en í kvöld finnst mér ég vera heppnasti þjálfari í heimi. Þetta var stórkostlegt. Ég get ekki lýst andrúmsloftinu með orðum. Ég vil þakka öllum sem tóku þátt í þessu partíi því þetta var partí,“ sagði Ramírez. Absolute scenes in Charlotte. @CharlotteFC x #ForTheCrown pic.twitter.com/XvZbKgZ4gO— Major League Soccer (@MLS) March 6, 2022 The first of many. Welcome home, @CharlotteFC. pic.twitter.com/TX3NOk8Mgx— Major League Soccer (@MLS) March 7, 2022 Charlotte hefur tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu til þess án þess að skora mark. Næsti leikur Charlotte er gegn Atlanta 13. mars.
MLS Tengdar fréttir Tólf árum eftir að hann heimsótti strák á barnaspítala mættust þeir á vellinum Charlotte FC spilaði sinn fyrsta heimaleik í MLS-deildinni í bandaríska fótboltanum um helgina og þar hittust tveir leikmenn inn á vellinum sem höfðu hitt hvorn annan við allt aðrar aðstæður fyrir meira en áratug síðan. 7. mars 2022 11:01 Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Tólf árum eftir að hann heimsótti strák á barnaspítala mættust þeir á vellinum Charlotte FC spilaði sinn fyrsta heimaleik í MLS-deildinni í bandaríska fótboltanum um helgina og þar hittust tveir leikmenn inn á vellinum sem höfðu hitt hvorn annan við allt aðrar aðstæður fyrir meira en áratug síðan. 7. mars 2022 11:01