Vaktin: Telja að Rússar muni brátt reyna að stöðva vopnasendingar til Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir, Eiður Þór Árnason, Samúel Karl Ólason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. mars 2022 19:50 Úkraínskir hermenn á æfingu í janúar. Hermaðurinn fyrir miðju er með svokallaða NLAW-eldflaug sem hönnuð er til að granda skriðdrekum. AP/Pavlo Palamarchuk „Ef hann verður ekki stöðvaður í Úkraínu mun hann ekki láta staðar numið þar,“ sagði Gitanas Nauseda, forseti Litháen, við utanríkisráðherra Bandaríkjanna þegar þeir funduðu í dag um innrás Rússa í Úkraínu. „Árás á einn er árás á alla,“ var svar Antony Blinken. Erlendir miðlar segja Rússa hafa boðað til tímabundis vopnahlés í dag til að greiða fyrir brottflutningi íbúa frá Kænugarði, Maríupól, Kharkív og Súmí. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist áfram með stöðu mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Ríki NATO hafa, ásamt öðrum, sent meira en sautján þúsund eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum til Úkraínu. Sérfræðingar telja að Rússar muni brátt beita sér gegn þessum vopnasendingum. Bandaríkjamenn ræða við Pólverja um það að útvega þeim nýjar F-16 orrustuþotur og í staðinn myndu Pólverjar senda gamlar MIG-29 þotur til Úkraínumanna. Rússar virðast ætla að stýra ferðum fólks á flótta. Íbúar í Maríupól og Súmí munu geta valið að fara til Rússlands eða annarra borga í Úkraínu, íbúar í Kænugarði til Hvíta-Rússlands og leiðin frá Kharkív mun liggja til Rússlands. Rússar eru sagðir hafa gert árás á borgina Mykólaív í suðurhluta Úkraínu. Borgarstjórinn borgarinnar segir skotmörk Rússa hafa verið íbúðabyggð. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa þokast lítið áfram um helgina og það sé afar ólíklegt að innrásaráætlun Rússa sé að ganga eftir. Úkraínski herinn segir Rússa hafa gert árásir á skotmörk í Úkraínu frá Hvíta Rússlandi. Þarlend stjórnvöld hafa ítrekað neitað því að vera viðriðin átökin. Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna funduðu í dag, án mikils árangurs. Utanríkisráðherrar ríkjanna hyggjast svo funda í Tyrklandi á fimmtudag. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Erlendir miðlar segja Rússa hafa boðað til tímabundis vopnahlés í dag til að greiða fyrir brottflutningi íbúa frá Kænugarði, Maríupól, Kharkív og Súmí. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist áfram með stöðu mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Ríki NATO hafa, ásamt öðrum, sent meira en sautján þúsund eldflaugar sem hannaðar eru til að granda skriðdrekum til Úkraínu. Sérfræðingar telja að Rússar muni brátt beita sér gegn þessum vopnasendingum. Bandaríkjamenn ræða við Pólverja um það að útvega þeim nýjar F-16 orrustuþotur og í staðinn myndu Pólverjar senda gamlar MIG-29 þotur til Úkraínumanna. Rússar virðast ætla að stýra ferðum fólks á flótta. Íbúar í Maríupól og Súmí munu geta valið að fara til Rússlands eða annarra borga í Úkraínu, íbúar í Kænugarði til Hvíta-Rússlands og leiðin frá Kharkív mun liggja til Rússlands. Rússar eru sagðir hafa gert árás á borgina Mykólaív í suðurhluta Úkraínu. Borgarstjórinn borgarinnar segir skotmörk Rússa hafa verið íbúðabyggð. Breska varnarmálaráðuneytið segir rússneskar hersveitir hafa þokast lítið áfram um helgina og það sé afar ólíklegt að innrásaráætlun Rússa sé að ganga eftir. Úkraínski herinn segir Rússa hafa gert árásir á skotmörk í Úkraínu frá Hvíta Rússlandi. Þarlend stjórnvöld hafa ítrekað neitað því að vera viðriðin átökin. Sendinefndir Rússa og Úkraínumanna funduðu í dag, án mikils árangurs. Utanríkisráðherrar ríkjanna hyggjast svo funda í Tyrklandi á fimmtudag. Hér má finna vakt gærdagsins. Staðan í Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Sjá meira