„Fólk drekkur úr pollunum á götunni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2022 09:14 Börn heilbrigðisstarfsmanna bíða foreldra sinna á spítala í Maríupól. AP/Evgeniy Maloletka „Það er ekkert rafmagn, enginn hiti, ekkert símasamband. Þetta er algjör hryllingur,“ hefur New York Times eftir ráðgjafa borgarstjórans í Maríupól um ástandið í borginni. „Fólk drekkur úr pollunum á götunni.“ Petro Andryushcenko segir stöðugar árásir Rússa hafa gert hluta borgarinnar óhæfan til að búa í. Ekki hafi tekist að telja látna né bjarga særðum. „Þetta bara stoppar ekki,“ segir hann. „Allir sem reyna að fara út hætta lífi sínu. Þess vegna getur borgarstjórinn ekki óskað þess af fólki; það væri eins og að senda það í opinn dauðann.“ „Árásirnar eru stöðugar og handahófskenndar,“ segir Diana Berg, einn íbúa Maríupól. „Þegar þú ert úti á götu getur þú hvenær sem er átt það á hættu að eldflaug lendi hjá þér.“ Berg sagði fólk engu að síður fara út til að kveikja elda til að halda á sér hita. Tilraunir til að koma á vopnahléi og koma íbúum úr borginni fóru út um þúfur í gær. Úkraínumenn sögðu Rússa ekki hafa virt vopnahléið en Rússar sökuðu Úkraínumenn um það sama. Til stendur að gera aðra tilraun í dag en Andryushchenko segir borgaryfirvöld bera takmarkað traust til Rússa. Hins vegar sé um að ræða hinstu von borgarbúa. Myndir af því þegar heilbrigðisstarfsmenn freistuðu þess að bjarga hinum 18 mánaða Kirill á spítala í Maríupól á föstudag hafa vakið hörð viðbrögð.Foreldrar Kirill, Fedor og Marina Yatsko, komu með drenginn á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir árás Rússa. Tilraunir til að bjarga Kirill báru ekki árangur.AP/Evgeniy Maloletka Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
„Fólk drekkur úr pollunum á götunni.“ Petro Andryushcenko segir stöðugar árásir Rússa hafa gert hluta borgarinnar óhæfan til að búa í. Ekki hafi tekist að telja látna né bjarga særðum. „Þetta bara stoppar ekki,“ segir hann. „Allir sem reyna að fara út hætta lífi sínu. Þess vegna getur borgarstjórinn ekki óskað þess af fólki; það væri eins og að senda það í opinn dauðann.“ „Árásirnar eru stöðugar og handahófskenndar,“ segir Diana Berg, einn íbúa Maríupól. „Þegar þú ert úti á götu getur þú hvenær sem er átt það á hættu að eldflaug lendi hjá þér.“ Berg sagði fólk engu að síður fara út til að kveikja elda til að halda á sér hita. Tilraunir til að koma á vopnahléi og koma íbúum úr borginni fóru út um þúfur í gær. Úkraínumenn sögðu Rússa ekki hafa virt vopnahléið en Rússar sökuðu Úkraínumenn um það sama. Til stendur að gera aðra tilraun í dag en Andryushchenko segir borgaryfirvöld bera takmarkað traust til Rússa. Hins vegar sé um að ræða hinstu von borgarbúa. Myndir af því þegar heilbrigðisstarfsmenn freistuðu þess að bjarga hinum 18 mánaða Kirill á spítala í Maríupól á föstudag hafa vakið hörð viðbrögð.Foreldrar Kirill, Fedor og Marina Yatsko, komu með drenginn á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir árás Rússa. Tilraunir til að bjarga Kirill báru ekki árangur.AP/Evgeniy Maloletka
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira