Vaktin: Skelfilegt ástand í Mariupol Smári Jökull Jónsson, Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 5. mars 2022 07:25 Foreldrar 18 mánaða drengs, sem lést í stríðinu í Mariupol í dag, koma aðvífandi á sjúkrahús. Vísir/AP Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu á tíunda degi innrásar Rússa í landið. Rússneski herinn hefur samþykkt að leggja tímabundið niður vopn sín til að almennir borgarar geti flúið borgirnar Maríupol og Volnovakha. Það helsta sem er að gerast: Talsmaður Lækna án landamæra segir ástandið í Mariupol skelfilegt og nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða þar strax. Forsætisráðherra Ísraela hitti Vladimír Pútín í dag og flaug svo strax í kjölfarið til fundar við Olaf Scholz kanslara Þýskalands. Alls hafa 56 flóttamenn komið hingað til Íslands frá Úkraínu síðan innrás Rússa hófs. Antony Blinken og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Úkraínu, hittust á landamærum Póllands og Úkraínu í dag. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, óskaði eftir frekari aðstoð Bandaríkjanna á Zoom-fundi með öldungadeildaþingmönnum í dag. Haft er eftir Vladimir Pútín að leiðtogar Úkraínu þurfi að skilja að ef þeir halda áfram á sömu braut sé hætta á að Úkraína missi sjálfræði sitt sem sjálfstætt ríki. Ummælin er forsetinn sagður hafa látið falla á fundi í Moskvu. Rússneski herinn hefur samþykkt að leggja tímabundið niður vopn sín til að almennir borgarar geti flúið borgirnar Maríupol og Volnovakha. Vopnahléð tímabundna hófst klukkan 10:00 að staðartíma eða 07:00 GMT. Þetta segir í rússneskum fjölmiðlum en fréttir af vopnahléi hafa ekki fengist staðfestar af úkraínskum yfirvöldum. Unnið er að því að koma um tvö hundruð þúsund manns frá hafnarborginni Maríupol í dag og um fimmtán þúsund frá Volnovakha. Borgarstjórn Maríupol býður upp á sætaferðir frá borginni. Ráðamenn í borginni Kherson greindu frá því í gær að Rússar hafi ekki staðið við loforð sín frá því á fimmtudag um að hleypa almennum borgurum út úr borginni og vistum inn í hana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir NATO hafa gefið grænt ljós á frekari sprengjuárásir á Úkraínu með því að samþykkja ekki flugbann yfir Úkraínu. Hann mun ávarpa öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Rússnesk fjarskiptayfirvöld hafa lokað fyrir aðgang Rússa að samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter sem og fjölmörgum erlendum fréttasíðum. Ástandið í Úkraínu.Vísir Hér má finna vakt gærdagsins.
Það helsta sem er að gerast: Talsmaður Lækna án landamæra segir ástandið í Mariupol skelfilegt og nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða þar strax. Forsætisráðherra Ísraela hitti Vladimír Pútín í dag og flaug svo strax í kjölfarið til fundar við Olaf Scholz kanslara Þýskalands. Alls hafa 56 flóttamenn komið hingað til Íslands frá Úkraínu síðan innrás Rússa hófs. Antony Blinken og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Úkraínu, hittust á landamærum Póllands og Úkraínu í dag. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, óskaði eftir frekari aðstoð Bandaríkjanna á Zoom-fundi með öldungadeildaþingmönnum í dag. Haft er eftir Vladimir Pútín að leiðtogar Úkraínu þurfi að skilja að ef þeir halda áfram á sömu braut sé hætta á að Úkraína missi sjálfræði sitt sem sjálfstætt ríki. Ummælin er forsetinn sagður hafa látið falla á fundi í Moskvu. Rússneski herinn hefur samþykkt að leggja tímabundið niður vopn sín til að almennir borgarar geti flúið borgirnar Maríupol og Volnovakha. Vopnahléð tímabundna hófst klukkan 10:00 að staðartíma eða 07:00 GMT. Þetta segir í rússneskum fjölmiðlum en fréttir af vopnahléi hafa ekki fengist staðfestar af úkraínskum yfirvöldum. Unnið er að því að koma um tvö hundruð þúsund manns frá hafnarborginni Maríupol í dag og um fimmtán þúsund frá Volnovakha. Borgarstjórn Maríupol býður upp á sætaferðir frá borginni. Ráðamenn í borginni Kherson greindu frá því í gær að Rússar hafi ekki staðið við loforð sín frá því á fimmtudag um að hleypa almennum borgurum út úr borginni og vistum inn í hana. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir NATO hafa gefið grænt ljós á frekari sprengjuárásir á Úkraínu með því að samþykkja ekki flugbann yfir Úkraínu. Hann mun ávarpa öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Rússnesk fjarskiptayfirvöld hafa lokað fyrir aðgang Rússa að samfélagsmiðlunum Facebook og Twitter sem og fjölmörgum erlendum fréttasíðum. Ástandið í Úkraínu.Vísir Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Sjá meira