Forseti Evrópuþingsins segir Putin verða dreginn til ábyrgðar Heimir Már Pétursson skrifar 1. mars 2022 19:21 Forseti Úkraínu heldur til í höfuðborginni Kænugarði og stappar stálinu í þjóð sína. AP/forsetaembætti Úkraínu Forseti Úkraínu sakar Rússa um hryðjuverk eftir eldflaugaárás á miðborg næst stærstu borgar landsins í dag. Forseti Evrópuþingsins segir forseta Rússlands og Hvítarússlands verða dregna til ábyrgðar vegna stríðsins í Úkraínu. Gífurlega fjölmennur rússneskur her nálgast höfuðborgina Kænugarð og teygir röð hernaðartækja sig í 64 kílómetra eftir þjóðvegum norðan borgarinnar. Miklar skemmdir urðu á stjórnarbyggingum, óperuhúsinu og feiri byggingum í miðborg Kharkiv annarrar stærstu borgar Úkraínu í eldflauga- og stórskotaliðsárás á miðborgina í morgun. Að minnsta kosti sex óbreyttir borgarar létust og tugir særðust. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ástandið hafa versnað. Forseti Úkraínu segir Rússa seka um stríðsglæpi.AP/forsetaembætti Úkraínu „Allt hefur nú breyst eftir að stýriflaugin frá Belgorod nærri landamærum Rússlands og Úkraínu hæfði Sjálfstæðistorgið í Kharkiv, megintákn borgarinnar. Þetta eru hryðjuverk gegn borginni, gegn Kharkiv, gegn Úkraínu,“ segir Zelenskyy Þetta væri hreint hryðjuverk þar sem engin hernaðarlega mikilvæg skotmörk væru í miðborginni eða íbúðarhverfum sem skotið hefði verið á. „Við höfðum til allra þjóða heims að bregðast harðlega við þessum glæpsamlegu hernaðaraðgerðum árásaraðilans og lýsa því yfir að Rússland stundi hryðjuverkastarfsemi. Við krefjumst þess að hryðjuverkamenn verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla,“ segir forseti Úkraínu. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands segir ekki skotið á óbreytta borgara. Með mikilli nákvæmni væri miðað á hernaðarleg skotmörk. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands er til hægri á þessari mynd.AP/Alexei Nikolsky „Úkraínumenn hika ekki við að nota borgara sem mannlega skildi. Fjöldi eldflaugakerfa, byssur og hlaupvíðar sprengivörpur eru staðsettar í görðum íbúðahverfa, nærri skólum og leikskólum,“ segir Shoigu. Roberta Metsola forseti Evrópuþingsins sagði þingið koma saman í dag í skugga stríðs Putins gegn fullvalda ríki. Hún fordæmdi innrásina og sagði Evrópu standa með Úkraínu. „Við munum styðja lögsögu Alþjóðaglæpadómstólsins og að stríðsglæpir í Úkraínu verði rannsakaðir til hlítar. Við drögum hann til ábyrgðar og við drögum Lukashenku til ábyrgðar,“ sagði forseti Evrópuþingsins. Forseti Úkraínu ávarpaði Evrópuþingið í gegnum fjárfundarbúnað og ítrekaði kröfu um aðild landsins að Evrópusambandinu. Forseti Evrópuþingsins segir Evrópu standa með úkraínsku þjóðinni.AP/Virginia Mayo „Við höfum sannað styrk okkar. Við höfum sýnt fram á að við erum alveg eins og þið. Sýnið að að þið standið með okkur. Sýnið að þið yfirgefið okkur ekki. Færið sönnur á að þið séuð Evrópubúar,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Flestir hafa komið til Póllands, Ungverjalands og Rúmeníu en nú er talið að um eða yfir hálf milljóna manna hafi komið vestur yfir landamærin. NATO og einstök vestræn ríki senda bæði hergögn og vistir til Úkraínu og hermönnum bandalagsríkja NATO hefur verið fjölgað í bandalagsríkjum í austur Evrópu. Í dag komu tvö hundruð bandarískir hermenn til Nuremberg í Þýskalandi. Þeir eru hluti af sjö þúsund hermönnum sem Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið að senda til NATO ríkja í Evrópu vegna stríðsins. Markus Soeder ríkisstjóri í Bæjaralandi segir Bandaríkjamenn leggja sitt lóð á vogarskálarnar í vörnum austurhluta Atlantshafsbandalagsins. „Bæjaraland og Þýskaland eru þakklát fyrir veru ykkar hér. Þið standið vörð um frelsi og frið í Vestur-Evrópu,“ sagði Soeder. Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Gífurlega fjölmennur rússneskur her nálgast höfuðborgina Kænugarð og teygir röð hernaðartækja sig í 64 kílómetra eftir þjóðvegum norðan borgarinnar. Miklar skemmdir urðu á stjórnarbyggingum, óperuhúsinu og feiri byggingum í miðborg Kharkiv annarrar stærstu borgar Úkraínu í eldflauga- og stórskotaliðsárás á miðborgina í morgun. Að minnsta kosti sex óbreyttir borgarar létust og tugir særðust. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ástandið hafa versnað. Forseti Úkraínu segir Rússa seka um stríðsglæpi.AP/forsetaembætti Úkraínu „Allt hefur nú breyst eftir að stýriflaugin frá Belgorod nærri landamærum Rússlands og Úkraínu hæfði Sjálfstæðistorgið í Kharkiv, megintákn borgarinnar. Þetta eru hryðjuverk gegn borginni, gegn Kharkiv, gegn Úkraínu,“ segir Zelenskyy Þetta væri hreint hryðjuverk þar sem engin hernaðarlega mikilvæg skotmörk væru í miðborginni eða íbúðarhverfum sem skotið hefði verið á. „Við höfðum til allra þjóða heims að bregðast harðlega við þessum glæpsamlegu hernaðaraðgerðum árásaraðilans og lýsa því yfir að Rússland stundi hryðjuverkastarfsemi. Við krefjumst þess að hryðjuverkamenn verði dregnir fyrir alþjóðlega dómstóla,“ segir forseti Úkraínu. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands segir ekki skotið á óbreytta borgara. Með mikilli nákvæmni væri miðað á hernaðarleg skotmörk. Sergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússlands er til hægri á þessari mynd.AP/Alexei Nikolsky „Úkraínumenn hika ekki við að nota borgara sem mannlega skildi. Fjöldi eldflaugakerfa, byssur og hlaupvíðar sprengivörpur eru staðsettar í görðum íbúðahverfa, nærri skólum og leikskólum,“ segir Shoigu. Roberta Metsola forseti Evrópuþingsins sagði þingið koma saman í dag í skugga stríðs Putins gegn fullvalda ríki. Hún fordæmdi innrásina og sagði Evrópu standa með Úkraínu. „Við munum styðja lögsögu Alþjóðaglæpadómstólsins og að stríðsglæpir í Úkraínu verði rannsakaðir til hlítar. Við drögum hann til ábyrgðar og við drögum Lukashenku til ábyrgðar,“ sagði forseti Evrópuþingsins. Forseti Úkraínu ávarpaði Evrópuþingið í gegnum fjárfundarbúnað og ítrekaði kröfu um aðild landsins að Evrópusambandinu. Forseti Evrópuþingsins segir Evrópu standa með úkraínsku þjóðinni.AP/Virginia Mayo „Við höfum sannað styrk okkar. Við höfum sýnt fram á að við erum alveg eins og þið. Sýnið að að þið standið með okkur. Sýnið að þið yfirgefið okkur ekki. Færið sönnur á að þið séuð Evrópubúar,“ sagði Zelenskyy í ávarpi sínu. Flóttafólk heldur áfram að streyma til nágrannaríkja Úkraínu í vestri. Flestir hafa komið til Póllands, Ungverjalands og Rúmeníu en nú er talið að um eða yfir hálf milljóna manna hafi komið vestur yfir landamærin. NATO og einstök vestræn ríki senda bæði hergögn og vistir til Úkraínu og hermönnum bandalagsríkja NATO hefur verið fjölgað í bandalagsríkjum í austur Evrópu. Í dag komu tvö hundruð bandarískir hermenn til Nuremberg í Þýskalandi. Þeir eru hluti af sjö þúsund hermönnum sem Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið að senda til NATO ríkja í Evrópu vegna stríðsins. Markus Soeder ríkisstjóri í Bæjaralandi segir Bandaríkjamenn leggja sitt lóð á vogarskálarnar í vörnum austurhluta Atlantshafsbandalagsins. „Bæjaraland og Þýskaland eru þakklát fyrir veru ykkar hér. Þið standið vörð um frelsi og frið í Vestur-Evrópu,“ sagði Soeder.
Úkraína Evrópusambandið Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira