Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Atli Ísleifsson skrifar 28. febrúar 2022 13:00 Margir hafa reynt að komast inn til Póllands. AP Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. Stærstur hluti flóttamannanna hefur lagt leið síðna í vestur og hafa margir freistað þess að komast til Póllands, Slóvakíu og Ungverjalands. Öllum úkraínskum karlmönnum, átján til sextíu ára, hefur verið bannað að yfirgefa landið og gert að grípa til vopna til að verjast innrásarher Rússa. Viðræður milli Úkraínumanna og Rússa hafa farið fram á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að hann bindi ekki miklar vonir til að árangur náist. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að milljónir óbreyttra borgara neyðist nú til að hafast við í bráðabirgðasprengjubyrgjum, líkt og neðanjarðarlestarstöðvum til að forðast sprengjuárásir. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum frá Úkraínu í vaktinni á Vísi. BBC segir frá því að samkvæmt talningu skrifstofa Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna hafi 102 almennir borgarar látið lífið, þar af sjö börn, og þrjú hundruð særst, frá því að innrásin hófst á fimmtudag. Bachelet kveðst þó óttast að raunverulegur fjöldi sé mun hærri. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttamenn Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir „Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28. febrúar 2022 12:48 Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13 Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi. 28. febrúar 2022 08:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Stærstur hluti flóttamannanna hefur lagt leið síðna í vestur og hafa margir freistað þess að komast til Póllands, Slóvakíu og Ungverjalands. Öllum úkraínskum karlmönnum, átján til sextíu ára, hefur verið bannað að yfirgefa landið og gert að grípa til vopna til að verjast innrásarher Rússa. Viðræður milli Úkraínumanna og Rússa hafa farið fram á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að hann bindi ekki miklar vonir til að árangur náist. Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að milljónir óbreyttra borgara neyðist nú til að hafast við í bráðabirgðasprengjubyrgjum, líkt og neðanjarðarlestarstöðvum til að forðast sprengjuárásir. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum frá Úkraínu í vaktinni á Vísi. BBC segir frá því að samkvæmt talningu skrifstofa Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna hafi 102 almennir borgarar látið lífið, þar af sjö börn, og þrjú hundruð særst, frá því að innrásin hófst á fimmtudag. Bachelet kveðst þó óttast að raunverulegur fjöldi sé mun hærri.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttamenn Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir „Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28. febrúar 2022 12:48 Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13 Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi. 28. febrúar 2022 08:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
„Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28. febrúar 2022 12:48
Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13
Rúblan hríðfellur og bann á sölu á eignum í Rússlandi Rússneski seðlabankinn bannaði í morgun sölu erlendra aðila á hlutabréfum og eignum í Rússlandi. 28. febrúar 2022 08:42