Verktökum gengur illa að skila verkum á réttum tíma Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. febrúar 2022 21:01 Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það gengur verra og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem veldur miklum vandræðum eins og í Sveitarfélaginu Árborg. Bæjarstjórinn segir að gríðarlegur vöxtur verði á Árborgarsvæðinu og víðar á Suðurlandi næstu tuttugu til þrjátíu árin. Nýjustu spár gera fyrir allt að fimmtán prósent íbúafjölgun bara á Selfossi á þessu ári, sem samsvarar tæplega tvö þúsund nýjum íbúum. „Það er þannig að það eru gríðarleg uppbyggingar áform á meðal landeigenda og verktaka á Selfossi og þau hafa tafist núna undanfarin ár vegna Covid og af öðrum ástæðum, skipulagstengdum, fjármögnunaraðstæðum og öðru,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg. Gísli segir að síðustu tvö ár hafi gengið verr og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem komi sér illa fyrir sveitarfélag eins og Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag búa um 9.300 íbúar á Selfossi og í allri Árborg eru íbúarnir rétt tæplega 11 þúsund. Menn hafa aldrei séð eins mikla uppbyggingu í sveitarfélaginu eins og síðustu ár og þar verðist ekkert lát vera á. „Ég held að það sé alveg einsýnt og menn geta séð það ef þeir horfa á þróunina, jafnvel frá stríðslokum og ekki síst á þessari öld að það verður gríðarlegur vöxtur hérna á Árborgarsvæðinu og á Suðurlandi minnsta kosti næstu tuttugu eða þrjátíu árin,“ segir Gísli Halldór. Mjög, mjög mikið er byggt á Selfossi og í sveitarfélögunum í kring. Hér eru nýjustu blokkirnar, sem Pálmatré er að byggja. Flutt var í aðra þeirra í desember 2021. Blokkirnar eru á Selfossi, báðar sex hæða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gísli segir að það geti fylgt því miklir vaxtarverkir þegar sveitarfélög eins og Árborg stækka svona hratt eins og raun ber vitni enda meira en brjálað að gera, sem sjá um að byggja öll nýju húsinu. „Síðan hefur það verið reyndin núna síðustu tvö ár að það hefur gengið verr og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma. Þetta er að valda okkur ákveðnum vandræðum í að hýsa öll þessi ungmenni, sem þurfa að vera í skólunum okkar þannig að jú, það fylgja þessu vissulega verkir en það eru engin verkefni svo erfið að maður finni á þeim lausn,“ segir Gísli Halldór, bæjarstjóri. Stekkjaskóli er nýjasti skólinn, sem er nú verið að byggja á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Nýjustu spár gera fyrir allt að fimmtán prósent íbúafjölgun bara á Selfossi á þessu ári, sem samsvarar tæplega tvö þúsund nýjum íbúum. „Það er þannig að það eru gríðarleg uppbyggingar áform á meðal landeigenda og verktaka á Selfossi og þau hafa tafist núna undanfarin ár vegna Covid og af öðrum ástæðum, skipulagstengdum, fjármögnunaraðstæðum og öðru,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Árborg. Gísli segir að síðustu tvö ár hafi gengið verr og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma, sem komi sér illa fyrir sveitarfélag eins og Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag búa um 9.300 íbúar á Selfossi og í allri Árborg eru íbúarnir rétt tæplega 11 þúsund. Menn hafa aldrei séð eins mikla uppbyggingu í sveitarfélaginu eins og síðustu ár og þar verðist ekkert lát vera á. „Ég held að það sé alveg einsýnt og menn geta séð það ef þeir horfa á þróunina, jafnvel frá stríðslokum og ekki síst á þessari öld að það verður gríðarlegur vöxtur hérna á Árborgarsvæðinu og á Suðurlandi minnsta kosti næstu tuttugu eða þrjátíu árin,“ segir Gísli Halldór. Mjög, mjög mikið er byggt á Selfossi og í sveitarfélögunum í kring. Hér eru nýjustu blokkirnar, sem Pálmatré er að byggja. Flutt var í aðra þeirra í desember 2021. Blokkirnar eru á Selfossi, báðar sex hæða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Gísli segir að það geti fylgt því miklir vaxtarverkir þegar sveitarfélög eins og Árborg stækka svona hratt eins og raun ber vitni enda meira en brjálað að gera, sem sjá um að byggja öll nýju húsinu. „Síðan hefur það verið reyndin núna síðustu tvö ár að það hefur gengið verr og verr fyrir verktaka að skila verkum á réttum tíma. Þetta er að valda okkur ákveðnum vandræðum í að hýsa öll þessi ungmenni, sem þurfa að vera í skólunum okkar þannig að jú, það fylgja þessu vissulega verkir en það eru engin verkefni svo erfið að maður finni á þeim lausn,“ segir Gísli Halldór, bæjarstjóri. Stekkjaskóli er nýjasti skólinn, sem er nú verið að byggja á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Byggingariðnaður Húsnæðismál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira