Þremur náð á land og leit stendur yfir að þeim fjórða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2022 14:37 Frá aðgerðum í Þingvallavatni þar sem unnið er að því að ná þeim látnu upp úr vatninu. Vísir/Vilhelm Smákafbátur hefur verið notaður við Þingvallavatn í dag til að sækja hina látna á botn vatnsins. Smákafbáturinn var notaður vegna þess að aðstæður voru metnar verulega hættulegar fyrir kafara. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sagði í viðtali við fréttastofu á fimmta tímnum að verkefnið gengi vel og vonir stæðu til að búið væri að ná öllum fjórum úr vatninu um kvöldmatarleytið. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, ræddi við Odd á fimmta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu náðu kafarar upp þriðja líkinu um fimmleytið. Tafir urðu á aðgerðum í morgun þar sem Þingvallavatn var ísilagt. Um tíma þótti ólíklegt að kafað yrði eftir fjórmenningunum sem voru í flugvélinni sem fórst í Þingvallavatni fimmtudaginn 5. febrúar. Nítján stiga frost var á svæðinu snemma í morgun, hreyfði varla vind og eins sentímetra lag af ís yfir þeim hluta vatnsins þar sem kafa á. Til stóð að kafarar frá Landhelgisgæslunni, slökkviliðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra myndu kafa eftir líkunum sem voru á um 35 metra dýpi. Eftir samráðsfund björgunaraðila þar sem farið var yfir aðstæður kom í ljós að aðstæður til köfunar voru verulega hættulegar vegna mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi var kannað hvort hægt væri að beita öðrum aðferðum en áður höfðu verið planaðar. Fenginn var smákafbátur með myndvélabúnaði og griparm sem stýrt er frá pramma á yfirborði vatnsins. Smákafbáturinn sótti hina látnu niður á botn og færði upp undur yfirborð. Þar sem kafarar tóku við og komu um borð í báta sem fluttu þá í land. Á þessari stundu hefur þremur verið bjargað á land og stendur yfir leit af þeim fjórða. Að neðan má sjá myndir frá svæðinu í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 17.44 með tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Eins og sjá má er Þingvallavatn ísilagt.vísir/Vilhelm Björgunaraðilar á bát á vatninu um fjögurleytið í dag.vísir/vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi á fjórða tímanum í dag.vísir/Vilhelm Frá aðgerðarsvæðinu í morgun.Vísir/Egill Gulu tjöldin sem komið hefur verið upp þar sem kafararnir geta haldið á sér hita.Vísir/Egill Bílum lagt á svæðinu við Þingvallavatn í morgun.Vísir/Egill Fjölmiðlar mega ekki koma nær svæðinu en þar sem þessi fréttamaður stendur.vísir/Egill Notkun dróna á svæðinu er með öllu óheimil.Vísir/Egill Bátur farin út á vatnið.Vísir/egill Það snjóaði á svæðinu um hádegisbil.Vísir/egill Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. 10. febrúar 2022 11:50 Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. 10. febrúar 2022 10:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi, sagði í viðtali við fréttastofu á fimmta tímnum að verkefnið gengi vel og vonir stæðu til að búið væri að ná öllum fjórum úr vatninu um kvöldmatarleytið. Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður okkar, ræddi við Odd á fimmta tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu náðu kafarar upp þriðja líkinu um fimmleytið. Tafir urðu á aðgerðum í morgun þar sem Þingvallavatn var ísilagt. Um tíma þótti ólíklegt að kafað yrði eftir fjórmenningunum sem voru í flugvélinni sem fórst í Þingvallavatni fimmtudaginn 5. febrúar. Nítján stiga frost var á svæðinu snemma í morgun, hreyfði varla vind og eins sentímetra lag af ís yfir þeim hluta vatnsins þar sem kafa á. Til stóð að kafarar frá Landhelgisgæslunni, slökkviliðinu og sérsveit ríkislögreglustjóra myndu kafa eftir líkunum sem voru á um 35 metra dýpi. Eftir samráðsfund björgunaraðila þar sem farið var yfir aðstæður kom í ljós að aðstæður til köfunar voru verulega hættulegar vegna mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi var kannað hvort hægt væri að beita öðrum aðferðum en áður höfðu verið planaðar. Fenginn var smákafbátur með myndvélabúnaði og griparm sem stýrt er frá pramma á yfirborði vatnsins. Smákafbáturinn sótti hina látnu niður á botn og færði upp undur yfirborð. Þar sem kafarar tóku við og komu um borð í báta sem fluttu þá í land. Á þessari stundu hefur þremur verið bjargað á land og stendur yfir leit af þeim fjórða. Að neðan má sjá myndir frá svæðinu í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 17.44 með tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Eins og sjá má er Þingvallavatn ísilagt.vísir/Vilhelm Björgunaraðilar á bát á vatninu um fjögurleytið í dag.vísir/vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi á fjórða tímanum í dag.vísir/Vilhelm Frá aðgerðarsvæðinu í morgun.Vísir/Egill Gulu tjöldin sem komið hefur verið upp þar sem kafararnir geta haldið á sér hita.Vísir/Egill Bílum lagt á svæðinu við Þingvallavatn í morgun.Vísir/Egill Fjölmiðlar mega ekki koma nær svæðinu en þar sem þessi fréttamaður stendur.vísir/Egill Notkun dróna á svæðinu er með öllu óheimil.Vísir/Egill Bátur farin út á vatnið.Vísir/egill Það snjóaði á svæðinu um hádegisbil.Vísir/egill
Flugslys við Þingvallavatn Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. 10. febrúar 2022 11:50 Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. 10. febrúar 2022 10:48 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Ísilagt Þingvallavatn og ólíklegt að kafað verði í dag Ólíklegt er að hægt verði að ná einhverjum hinna fjögurra sem létust eftir flugslys upp úr Þingvallavatni í dag. Vatnið er ísilagt og hreyfir varla vind. Til stendur að reyna að brjóta upp ísinn í dag og vonandi verði þá hægt að ráðast í aðgerðir sem fyrst. 10. febrúar 2022 11:50
Aðgerðum frestað þangað til aðstæður leyfa Búið er að fresta aðgerðum á Þingvallavatni, þar sem stefnt var að því að ná líkum þeirra sem létust í flugslysinu á vatninu, þangað til aðstæður leyfa. Óvíst er hvenær hægt er að reyna aftur. 10. febrúar 2022 10:48