Loftslagsmálin hafa forgang Gunnar Valur Gíslason skrifar 9. febrúar 2022 08:01 Ég bind miklar vonir við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við umhverfis- og loftslagsráðuneytinu. Víst er að loftslags- og umhverfismál munu verða efst á baugi hjá okkur Íslendingum á næstu árum og áratugum. Stór sameiginleg innviðaverkefni höfuðborgarsvæðisins koma til kasta bæjarstjórnar Garðabæjar og annarra sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu á næsta kjörtímabili. Þessi innviðaverkefni, sem eru loftslags- og umhverfismál i víðum skilningi í samvinnu ríkis og sveitarfélaga, snúast um að ná markmiðum ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsmálin eru mál málanna fyrir komandi kynslóðir. Unga fólkið kallar á nýsköpun og nýjar lausnir. Það er okkar sem íbúarnir kjósa til ábyrgðarstarfa að ráðast að rót vandans og svara þessu ákalli. Hágæða almenningssamgöngur Eitt megin markmið Samgöngusáttmálans svonefnda, samkomulags ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2019 um uppbyggingu samgönguinnviða, er að minnka mengun vegna svifryks og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ráðist verður í mikla innviðafjárfestingu á næstu 15 árum. Hágæða rafknúnar almenningssamgöngur verða innleiddar, ný umferðarmannvirki byggð, umferðaröryggi aukið og lífsgæði höfuðborgarbúa bætt. Leiðarstef sáttmálans er að styðja við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og sveitarfélaga. Tæknivæddur sorpiðnaður - Sorporkustöð Á næsta kjörtímabili verða stigin mikilvæg framfaraskref hjá Sorpu í loftslagsmálum höfuðborgarsvæðisins. Flokkunarkerfi sorps verður samræmt. Urðunarstað Sorpu í Álfsnesi verður lokað og kjarnastarfsemi Sorpu við meðhöndlun úrgangs færist yfir í tæknivædda iðnaðarferla. Árlegt magn brennanlegs úrgangs á höfuðborgarsvæðinu er um 140.000 tonn. Þar af mun gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) endurnýta allan lífrænan úrgang og ýmis úrgangur verður endurunninn með annarri tæknivæddri meðhöndlun. Brennanlegan úrgang er hægt að endurnýta í hátækni brennslustöð til að framleiða orku. Þangað til innlend sorporkustöð er risin þarf Sorpa að flytja mikið sorpmagn úr landi til brennslu með tilheyrandi kostnaði, kolefnisspori og orðsporsáhættu Íslands. Því er spáð að sá farvegur lokist innan tíðar enda er skortur á brennslugetu í Evrópu talinn vera 100 milljón tonn á ári. Undirbúningur og verklegar framkvæmdir við nýja hátækni sorporkustöð sem brennt gæti 100-130.000 tonnum árlega frá suðvesturhorni landsins tekur 6-8 ár. Áætlaður kostnaður er 20-35 milljarðar króna. Þetta er mikil áskorun. Minni losun – Betra loftslag Brýnt er að hágæða almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, tæknivæddur sorpiðnaður og hátækni sorporkustöð leiði til minni útblásturs frá ökutækjum, aukinnar endurvinnslu og betra loftslags. Ég vil vinna að því á næsta kjörtímabili að tryggja meðal annars þessum mikilvægu umhverfis- og loftslagsverkefnum framgang. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og stjórnarmaður í Strætó bs. Hann gefur kost á sér í 3-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Garðabær Loftslagsmál Sorpa Strætó Samgöngur Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég bind miklar vonir við að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið við umhverfis- og loftslagsráðuneytinu. Víst er að loftslags- og umhverfismál munu verða efst á baugi hjá okkur Íslendingum á næstu árum og áratugum. Stór sameiginleg innviðaverkefni höfuðborgarsvæðisins koma til kasta bæjarstjórnar Garðabæjar og annarra sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu á næsta kjörtímabili. Þessi innviðaverkefni, sem eru loftslags- og umhverfismál i víðum skilningi í samvinnu ríkis og sveitarfélaga, snúast um að ná markmiðum ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum. Loftslagsmálin eru mál málanna fyrir komandi kynslóðir. Unga fólkið kallar á nýsköpun og nýjar lausnir. Það er okkar sem íbúarnir kjósa til ábyrgðarstarfa að ráðast að rót vandans og svara þessu ákalli. Hágæða almenningssamgöngur Eitt megin markmið Samgöngusáttmálans svonefnda, samkomulags ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu frá 2019 um uppbyggingu samgönguinnviða, er að minnka mengun vegna svifryks og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ráðist verður í mikla innviðafjárfestingu á næstu 15 árum. Hágæða rafknúnar almenningssamgöngur verða innleiddar, ný umferðarmannvirki byggð, umferðaröryggi aukið og lífsgæði höfuðborgarbúa bætt. Leiðarstef sáttmálans er að styðja við loftslagsmarkmið íslenskra stjórnvalda og sveitarfélaga. Tæknivæddur sorpiðnaður - Sorporkustöð Á næsta kjörtímabili verða stigin mikilvæg framfaraskref hjá Sorpu í loftslagsmálum höfuðborgarsvæðisins. Flokkunarkerfi sorps verður samræmt. Urðunarstað Sorpu í Álfsnesi verður lokað og kjarnastarfsemi Sorpu við meðhöndlun úrgangs færist yfir í tæknivædda iðnaðarferla. Árlegt magn brennanlegs úrgangs á höfuðborgarsvæðinu er um 140.000 tonn. Þar af mun gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) endurnýta allan lífrænan úrgang og ýmis úrgangur verður endurunninn með annarri tæknivæddri meðhöndlun. Brennanlegan úrgang er hægt að endurnýta í hátækni brennslustöð til að framleiða orku. Þangað til innlend sorporkustöð er risin þarf Sorpa að flytja mikið sorpmagn úr landi til brennslu með tilheyrandi kostnaði, kolefnisspori og orðsporsáhættu Íslands. Því er spáð að sá farvegur lokist innan tíðar enda er skortur á brennslugetu í Evrópu talinn vera 100 milljón tonn á ári. Undirbúningur og verklegar framkvæmdir við nýja hátækni sorporkustöð sem brennt gæti 100-130.000 tonnum árlega frá suðvesturhorni landsins tekur 6-8 ár. Áætlaður kostnaður er 20-35 milljarðar króna. Þetta er mikil áskorun. Minni losun – Betra loftslag Brýnt er að hágæða almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu, tæknivæddur sorpiðnaður og hátækni sorporkustöð leiði til minni útblásturs frá ökutækjum, aukinnar endurvinnslu og betra loftslags. Ég vil vinna að því á næsta kjörtímabili að tryggja meðal annars þessum mikilvægu umhverfis- og loftslagsverkefnum framgang. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ og stjórnarmaður í Strætó bs. Hann gefur kost á sér í 3-4. sæti í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar