Hólmbert lánaður til Lilleström: Finnst ég hafa verið svolítið óheppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2022 08:44 Hólmbert Aron Friðjónsson er kominn í gult því hann mun spila með norska liðinu Lilleström í sumar. lsk.no Hólmbert Aron Friðjónsson gekk í gær frá samningi við Lilleström en norska félagið fær hann á láni frá þýska liðinu Holstein Kiel. Hann bætist því í hóp fjölmarga íslenskra leikmanna Lilleström . Hólmbert Aron lenti í Noregi í gær og gekkst undir læknisskoðun. Lilleström segir frá lánssamningi hans á heimasíðu sinni og þar kemur fram að hann muni mæta á sína fyrstu æfingu í dag. Her kan du lese intervju med vår nye spiller og sportssjef Simon Mesfin. https://t.co/yPirmRqSuD— Lillestrøm SK (@LillestromSK) February 6, 2022 „Lilleström er mjög þekkt félag á Íslandi og ég þekki það því vel. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað þar og staðið sig vel. Þegar ég heyrði að LSK vildi frá mig, þá voru hlutirnir fljótir að gerast og ég er mjög ánægður með að vera hér,“ sagði Hólmbert Aron Friðjónsson í samtali við heimasíðu Lilleström. Lilleström fær Hólmbert að láni út tímabilið en hefur líka möguleika á að kaupa hann frá þýska félaginu í framhaldinu. Hólmbert Aron hefur sannað sig í norsku deildinni en hann skoraði ellefu mörk í aðeins fimmtán leikjum með Aalesund sumarið 2020. Aalesund seldi hann í framhaldinu til Brescia en svo fór hann þaðan til þýska b-deildarliðsins Holstein Kiel. „Ég var með miklar væntingar þegar ég fór frá Skandinavíu en hlutirnir gengu ekki eftir eins og ég vonaðist til. Ég var með sex mismunandi þjálfara á tímabilinu á Ítalíu. Ég var á sama tíma að glíma við meiðsli í byrjun tíma míns þar. Mér finnst ég hafa verið svolítið óheppinn og þetta hefur verið erfiður tími,“ sagði Hólmbert. „Núna vonast ég til þess að ég haldi mér heilum og náði að skila til Lilleström. Ég veit að Lilleström átti mjög gott tímabil í fyrrasumar og þá var liðið með framherja sem skoraði mikið af mörkum. Það lítur því út fyrir að vera góður staður fyrir framherja. Mitt verkefni er að koma mér í form og gera mitt besta,“ sagði Hólmbert. Hann var þarna að vísa til Thomas Lehne Olsen sem skoraði 26 mörk í 28 leikjum í norsku deildinni á síðasta tímabili og varð næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Olsen var seldur til Shabab Dubai í síðasta mánuði. Norski boltinn Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Hólmbert Aron lenti í Noregi í gær og gekkst undir læknisskoðun. Lilleström segir frá lánssamningi hans á heimasíðu sinni og þar kemur fram að hann muni mæta á sína fyrstu æfingu í dag. Her kan du lese intervju med vår nye spiller og sportssjef Simon Mesfin. https://t.co/yPirmRqSuD— Lillestrøm SK (@LillestromSK) February 6, 2022 „Lilleström er mjög þekkt félag á Íslandi og ég þekki það því vel. Margir íslenskir leikmenn hafa spilað þar og staðið sig vel. Þegar ég heyrði að LSK vildi frá mig, þá voru hlutirnir fljótir að gerast og ég er mjög ánægður með að vera hér,“ sagði Hólmbert Aron Friðjónsson í samtali við heimasíðu Lilleström. Lilleström fær Hólmbert að láni út tímabilið en hefur líka möguleika á að kaupa hann frá þýska félaginu í framhaldinu. Hólmbert Aron hefur sannað sig í norsku deildinni en hann skoraði ellefu mörk í aðeins fimmtán leikjum með Aalesund sumarið 2020. Aalesund seldi hann í framhaldinu til Brescia en svo fór hann þaðan til þýska b-deildarliðsins Holstein Kiel. „Ég var með miklar væntingar þegar ég fór frá Skandinavíu en hlutirnir gengu ekki eftir eins og ég vonaðist til. Ég var með sex mismunandi þjálfara á tímabilinu á Ítalíu. Ég var á sama tíma að glíma við meiðsli í byrjun tíma míns þar. Mér finnst ég hafa verið svolítið óheppinn og þetta hefur verið erfiður tími,“ sagði Hólmbert. „Núna vonast ég til þess að ég haldi mér heilum og náði að skila til Lilleström. Ég veit að Lilleström átti mjög gott tímabil í fyrrasumar og þá var liðið með framherja sem skoraði mikið af mörkum. Það lítur því út fyrir að vera góður staður fyrir framherja. Mitt verkefni er að koma mér í form og gera mitt besta,“ sagði Hólmbert. Hann var þarna að vísa til Thomas Lehne Olsen sem skoraði 26 mörk í 28 leikjum í norsku deildinni á síðasta tímabili og varð næstmarkahæsti leikmaður deildarinnar. Olsen var seldur til Shabab Dubai í síðasta mánuði.
Norski boltinn Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira