„Við hættum ekki fyrr en við finnum eitthvað“ Árni Sæberg og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. febrúar 2022 20:11 Jakob Guðnason er björgunarsveitarmaður hjá hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi Stöð 2/Arnar Björgunarsveitarmaður sem hefur leitað flugvélar sem týnd hefur verið frá því fyrir hádegi í gær segir leitarskilyrði vera gífurlega erfið við Þingvallavatn. Þó muni leitarfólk ekki hætta leit fyrr en vélin finnst. Jakob Guðnason björgunarsveitarmaður hjá hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi segir 57 björgunarsveitar allstaðar að af landinu vera við leit að flugvél sem ekkert hefur spurst til síðan hún tók á loft frá Reykjavík klukkan 11 í gærmorgun. „Við höfum ekki upplifað svona mikinn fjölda á sama stað í einu, en svæðið er stórt sem við erum að leita á,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Jakob er heimamaður á svæðinu og hefur því reynslu af leit við Þingvallavatn. Hann segir landslagið þar og leitaraðstæður í gær og í dag hafa gert leitarfólki erfitt fyrir. „Í fyrsta lagi er svæðið gífurlega stórt. Þótt við höfum náð að fara yfir alveg ótrúlega mikið svæði, þá er svæðið erfitt yfirferðar í þessu færi sem er núna. Það er lítill snjór, ekki nóg fyrir sleða en það er nógu mikill snjór þannig að það er erfitt á fjórhjólum og þess háttar. Og svo er náttúrulega mikið af giljum og skorningum og mikið af fjöllum. Þetta er gífurlega erfitt en við ætlum að finna eitthvað.“ segir hann. Óþægileg tilfinning að finna ekkert Jakob segir meiri óvissu ríkja núna en í öðrum leitum sem hann hefur farið í þar sem ekkert hefur fundist hingað til. „Þetta er dálítið langur tími sem höfum ekki fundið neitt af því að við erum að leita að svolítið stórum hlut, þannig að þetta er svolítið skrýtið að því leytinu til,“ segir hann. Þó sé leitin sjálf eins og aðrar leitir. „Við vinnum eftir sama verklagi, það stækkar bara. Það vinna allir eins alveg sama hvaðan þeir koma á landinu, þannig að þetta er bara mjög svipað. „Við ætlum ekki að hætta fyrr en við finnum eitthvað og vonandi verður veðrið betra um helgina heldur en veðurfræðingar segja,“ segir Jakob að lokum. Aftakaveðri er spáð á morgun og fyrr í kvöld sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingarfulltrúi Landsbjargar, að útlit væri fyrir að skilyrði til leitar á morgun verði engin. Leit verði haldið áfram langt fram á kvöld og staðan síðan metin hvað varðar morgundaginn. Farið var yfir atburðarás síðustu tveggja daga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Yfirferð og viðtal við Jakob Guðnason má sjá í spilaranum hér að neðan: Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Flugslys við Þingvallavatn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Jakob Guðnason björgunarsveitarmaður hjá hjálparsveitinni Tintron í Grímsnesi segir 57 björgunarsveitar allstaðar að af landinu vera við leit að flugvél sem ekkert hefur spurst til síðan hún tók á loft frá Reykjavík klukkan 11 í gærmorgun. „Við höfum ekki upplifað svona mikinn fjölda á sama stað í einu, en svæðið er stórt sem við erum að leita á,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Jakob er heimamaður á svæðinu og hefur því reynslu af leit við Þingvallavatn. Hann segir landslagið þar og leitaraðstæður í gær og í dag hafa gert leitarfólki erfitt fyrir. „Í fyrsta lagi er svæðið gífurlega stórt. Þótt við höfum náð að fara yfir alveg ótrúlega mikið svæði, þá er svæðið erfitt yfirferðar í þessu færi sem er núna. Það er lítill snjór, ekki nóg fyrir sleða en það er nógu mikill snjór þannig að það er erfitt á fjórhjólum og þess háttar. Og svo er náttúrulega mikið af giljum og skorningum og mikið af fjöllum. Þetta er gífurlega erfitt en við ætlum að finna eitthvað.“ segir hann. Óþægileg tilfinning að finna ekkert Jakob segir meiri óvissu ríkja núna en í öðrum leitum sem hann hefur farið í þar sem ekkert hefur fundist hingað til. „Þetta er dálítið langur tími sem höfum ekki fundið neitt af því að við erum að leita að svolítið stórum hlut, þannig að þetta er svolítið skrýtið að því leytinu til,“ segir hann. Þó sé leitin sjálf eins og aðrar leitir. „Við vinnum eftir sama verklagi, það stækkar bara. Það vinna allir eins alveg sama hvaðan þeir koma á landinu, þannig að þetta er bara mjög svipað. „Við ætlum ekki að hætta fyrr en við finnum eitthvað og vonandi verður veðrið betra um helgina heldur en veðurfræðingar segja,“ segir Jakob að lokum. Aftakaveðri er spáð á morgun og fyrr í kvöld sagði Davíð Már Bjarnason, upplýsingarfulltrúi Landsbjargar, að útlit væri fyrir að skilyrði til leitar á morgun verði engin. Leit verði haldið áfram langt fram á kvöld og staðan síðan metin hvað varðar morgundaginn. Farið var yfir atburðarás síðustu tveggja daga í kvöldfréttum Stöðvar 2. Yfirferð og viðtal við Jakob Guðnason má sjá í spilaranum hér að neðan:
Fréttir af flugi Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Flugslys við Þingvallavatn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira