Bætum lagaumhverfi tæknifrjóvgana og treystum tilvonandi foreldrum Hildur Sverrisdóttir skrifar 3. febrúar 2022 09:00 Það er ekki sjálfsagður hlutur að eignast barn. Það reynist mörgum erfitt og stundum þarf aðstoð tækninnar við. Tæknifrjóvgun er langt, kostnaðarsamt ferli og reynir oft mjög á fólk. Barneignir er flestum sjálfsögð og jákvæð upplifun en getur fyrir aðra einkennst af erfiðu sálrænu og líkamlegu kapphlaupi og átökum við blákalda tölfræði og endurtekin vonbrigði. Í þessari strembnu vegferð er mikilvægt að fólk upplifi að umgjörð laganna og reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þess fyrir brjósti og miði að því að þeim sé treyst fyrir verkefninu. Góður ásetningur en breytinga þörf Kerfið í kringum tæknifrjóvganir er að mörgu leyti ágætt en lögin eru upphaflega frá árinu 1996 og ollu þá straumhvörfum. Ég hugsa með mikilli hlýju og samúðar til allra þeirra sem áður stóðu í eflaust mjög sársaukafullri baráttu til að eignast barn, án þeirrar þekkingar, tækni og umræðu sem við búum við nú. En þótt lagaumhverfi tæknifrjóvgana hafi tekið breytingum síðan þá má endurskoða það svo ríkisvaldið sé frekar til aðstoðar en trafala gagnvart fólki sem langar einfaldlega til að skapa líf og hlúa að því. Af illskiljanlegum ástæðum er sem dæmi lagt bann við því í lögum að gefa tilbúinn fósturvísi þótt bæði sé heimilt að gefa sæði og egg. Fólk sem vill fara í tæknifrjóvgun skal sömuleiðis vera skráð í staðfesta sambúð eða hjúskap. Við skilnað er sama fólki bannað að nýta fósturvísi sinn jafnvel þótt einstaklingarnir vilji samt eignast barnið saman eða fyrir liggi samþykki beggja aðila fyrir því að annað þeirra nýti fósturvísinn. Treystum fólki Þetta stríðir gegn þeirri einföldu reglu að fullorðnu fólki skuli vera frjálst að haga lífi sínu eins og það vill svo fremi sem það er öðrum að skaðlausu. Ríkisvaldið á ekki að óþörfu að miðstýra því hvernig fólk kýs að búa til fjölskyldu. Við eigum þvert á móti að treysta fólki til að finna lífi sínu þann farveg sem það telur best. Reglur eiga að vera fáar og skýrar eins og kostur er. Annars skapast í þessu eins og öðru flókið regluverk sem sífellt þarf að plástra og bæta við nýjum reglum til að koma til móts við ólík sjónarmið. Það sem meira er; ríkið á þá enn erfiðara með að bregðast við því að samfélagið er í sífelldri mótun. Breytt viðmið, sem betur fer Hið opinbera hefur til dæmis áður sett íþyngjandi reglur sem var svo horfið frá með breyttum tímum. Það er t.d. ekki ýkja langt síðan afnumið var bann við því að systir konu gæti gefið egg þar sem þá var talið of erfitt að alast upp í svo flóknu fjölskyldumynstri. Sömuleiðis takmarkaði ríkið áður rétt samkynhneigðra til að eignast börn með þeim rökum að það væri of erfitt að alast upp hjá samkynja foreldrum. Allt eru þetta atriði sem okkur finnst blessunarlega sjálfsagt að séu heimil í dag. Reglur eiga að vera fyrir fólk og við eigum aldrei að vera hrædd við að endurskoða þær. Ég hef því sett af stað vinnu á Alþingi við að taka til endurskoðunar þau atriði hér hefur verið tæpt á varðandi tæknifrjóvganir og fleiri þætti sem snúa að auknu frelsi og tækifærum fólks til að búa til fjölskyldu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Alþingi Stjórnsýsla Hildur Sverrisdóttir Frjósemi Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það er ekki sjálfsagður hlutur að eignast barn. Það reynist mörgum erfitt og stundum þarf aðstoð tækninnar við. Tæknifrjóvgun er langt, kostnaðarsamt ferli og reynir oft mjög á fólk. Barneignir er flestum sjálfsögð og jákvæð upplifun en getur fyrir aðra einkennst af erfiðu sálrænu og líkamlegu kapphlaupi og átökum við blákalda tölfræði og endurtekin vonbrigði. Í þessari strembnu vegferð er mikilvægt að fólk upplifi að umgjörð laganna og reglur um tæknifrjóvgun séu gerðar með hag þess fyrir brjósti og miði að því að þeim sé treyst fyrir verkefninu. Góður ásetningur en breytinga þörf Kerfið í kringum tæknifrjóvganir er að mörgu leyti ágætt en lögin eru upphaflega frá árinu 1996 og ollu þá straumhvörfum. Ég hugsa með mikilli hlýju og samúðar til allra þeirra sem áður stóðu í eflaust mjög sársaukafullri baráttu til að eignast barn, án þeirrar þekkingar, tækni og umræðu sem við búum við nú. En þótt lagaumhverfi tæknifrjóvgana hafi tekið breytingum síðan þá má endurskoða það svo ríkisvaldið sé frekar til aðstoðar en trafala gagnvart fólki sem langar einfaldlega til að skapa líf og hlúa að því. Af illskiljanlegum ástæðum er sem dæmi lagt bann við því í lögum að gefa tilbúinn fósturvísi þótt bæði sé heimilt að gefa sæði og egg. Fólk sem vill fara í tæknifrjóvgun skal sömuleiðis vera skráð í staðfesta sambúð eða hjúskap. Við skilnað er sama fólki bannað að nýta fósturvísi sinn jafnvel þótt einstaklingarnir vilji samt eignast barnið saman eða fyrir liggi samþykki beggja aðila fyrir því að annað þeirra nýti fósturvísinn. Treystum fólki Þetta stríðir gegn þeirri einföldu reglu að fullorðnu fólki skuli vera frjálst að haga lífi sínu eins og það vill svo fremi sem það er öðrum að skaðlausu. Ríkisvaldið á ekki að óþörfu að miðstýra því hvernig fólk kýs að búa til fjölskyldu. Við eigum þvert á móti að treysta fólki til að finna lífi sínu þann farveg sem það telur best. Reglur eiga að vera fáar og skýrar eins og kostur er. Annars skapast í þessu eins og öðru flókið regluverk sem sífellt þarf að plástra og bæta við nýjum reglum til að koma til móts við ólík sjónarmið. Það sem meira er; ríkið á þá enn erfiðara með að bregðast við því að samfélagið er í sífelldri mótun. Breytt viðmið, sem betur fer Hið opinbera hefur til dæmis áður sett íþyngjandi reglur sem var svo horfið frá með breyttum tímum. Það er t.d. ekki ýkja langt síðan afnumið var bann við því að systir konu gæti gefið egg þar sem þá var talið of erfitt að alast upp í svo flóknu fjölskyldumynstri. Sömuleiðis takmarkaði ríkið áður rétt samkynhneigðra til að eignast börn með þeim rökum að það væri of erfitt að alast upp hjá samkynja foreldrum. Allt eru þetta atriði sem okkur finnst blessunarlega sjálfsagt að séu heimil í dag. Reglur eiga að vera fyrir fólk og við eigum aldrei að vera hrædd við að endurskoða þær. Ég hef því sett af stað vinnu á Alþingi við að taka til endurskoðunar þau atriði hér hefur verið tæpt á varðandi tæknifrjóvganir og fleiri þætti sem snúa að auknu frelsi og tækifærum fólks til að búa til fjölskyldu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun