Átak til að koma í veg fyrir annan faraldur eftir Covid-19 Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2022 23:30 Það þarf átaks við til að fá íslenska karlmenn til að nota smokk. Vísir/Egill Smokkurinn datt á einhverjum tímapunkti úr tísku hjá íslenskum karlmönnum að sögn læknanema, sem blása nú til átaks til að vekja athygli á getnaðarvörninni. Hugsunin er að koma í veg fyrir að sóttvarnalæknis bíði að kljást við annan faraldur að loknum kórónuveirufaraldrinum. „Það væri svolítið mikið á Þórólf lagt að vera með tvo faraldra í gangi,“ segir Sigríður Óladóttir læknanemi. Íslendingar hafa undanfarin ár verið Evrópumeistarar í klamydíu. Tölfræðin á þessu ári sýnir ekkert lát á útbreiðslu sjúkdómsins miðað við síðustu ár; það greinast um 2.000 á ári með sjúkdóminn. „Eiginlega sama hvað erum við alltaf með metið. Umræðan um smokkinn er einhvern veginn þannig að það vanti upp á að litið sé þetta sem eðlilegan hlut. Umræðan verður svolítið neikvæð oft,“ segir Snædís Inga Rúnarsdóttir læknanemi. „Fólk er kannski svolítið feimið við smokkinn. Síðan hefur nú verið heimsfaraldur í tvö ár og nú á allt að opna aftur, þá þurfum við kannski að passa okkur á klamydíunni aftur. Þetta verður minni grímur og meiri smokkar,“ segir Sigríður. Næst á dagskrá hjá Ástráði, kynfræðslufélags læknanema, er að fara bæði í skóla og á meðal almennings með klassíska fræðslu um smokkinn. Nota íslenskir karlmenn ekki smokka? „Ekki nógu mikið alla vega. Klamydíusmitin og kynsjúkdómasmitin almennt eru bara að sýna okkur það. Það mætti bæta töluvert úr því,“ segir Snædís Inga. „Það virðist sem traustið sé oft sett á aðrar getnaðarvarnir. Smokkurinn er náttúrulega óvinsæll fyrir þær sakir að það þarf fyrirhöfn,“ segur Sigríður. Snædís Inga Rúnarsdóttir og Sigríður Óladóttir læknanemar fræða um kynheilbrigði á vegum Ástráðs, félags læknanema.Vísir/Egill Þetta gildir ekki aðeins um ungt fólk, heldur alla aldurshópa. Sárasótt og lekandi eru einnig að valda vandræðum; og þótt klamydía sé ekki stórhættuleg, er hún sannarlega ekkert grín. „Hún getur valdið ófrjósemi og fyrir einstaklinga sem eru með píku eru einkennin svo lítil. Þannig að þú veist kannski ekki af því ef þú ert smitaður og þess vegna skiptir tjekkið máli, til að koma í veg fyrir það,“ segir Snædís. Kynlíf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Setja Smokkaleikinn í loftið til að berjast gegn kynsjúkdómum Íslendingar eiga Evrópumet í kynsjúkdómum og hefur landlæknir sett á laggirnar Smokkaleik til að efla vitund þjóðarinnar um varnir gegn þessari vá. 8. september 2021 21:01 Fæstir taka með sér verjur út á lífið Enginn veit hvar eða hvenær þú hittir einhvern sem heillar og blossarnir kvikna. Þráin tekur yfir og ástarævintýrið, já eða næturævintýrið, byrjar. 25. október 2021 20:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
„Það væri svolítið mikið á Þórólf lagt að vera með tvo faraldra í gangi,“ segir Sigríður Óladóttir læknanemi. Íslendingar hafa undanfarin ár verið Evrópumeistarar í klamydíu. Tölfræðin á þessu ári sýnir ekkert lát á útbreiðslu sjúkdómsins miðað við síðustu ár; það greinast um 2.000 á ári með sjúkdóminn. „Eiginlega sama hvað erum við alltaf með metið. Umræðan um smokkinn er einhvern veginn þannig að það vanti upp á að litið sé þetta sem eðlilegan hlut. Umræðan verður svolítið neikvæð oft,“ segir Snædís Inga Rúnarsdóttir læknanemi. „Fólk er kannski svolítið feimið við smokkinn. Síðan hefur nú verið heimsfaraldur í tvö ár og nú á allt að opna aftur, þá þurfum við kannski að passa okkur á klamydíunni aftur. Þetta verður minni grímur og meiri smokkar,“ segir Sigríður. Næst á dagskrá hjá Ástráði, kynfræðslufélags læknanema, er að fara bæði í skóla og á meðal almennings með klassíska fræðslu um smokkinn. Nota íslenskir karlmenn ekki smokka? „Ekki nógu mikið alla vega. Klamydíusmitin og kynsjúkdómasmitin almennt eru bara að sýna okkur það. Það mætti bæta töluvert úr því,“ segir Snædís Inga. „Það virðist sem traustið sé oft sett á aðrar getnaðarvarnir. Smokkurinn er náttúrulega óvinsæll fyrir þær sakir að það þarf fyrirhöfn,“ segur Sigríður. Snædís Inga Rúnarsdóttir og Sigríður Óladóttir læknanemar fræða um kynheilbrigði á vegum Ástráðs, félags læknanema.Vísir/Egill Þetta gildir ekki aðeins um ungt fólk, heldur alla aldurshópa. Sárasótt og lekandi eru einnig að valda vandræðum; og þótt klamydía sé ekki stórhættuleg, er hún sannarlega ekkert grín. „Hún getur valdið ófrjósemi og fyrir einstaklinga sem eru með píku eru einkennin svo lítil. Þannig að þú veist kannski ekki af því ef þú ert smitaður og þess vegna skiptir tjekkið máli, til að koma í veg fyrir það,“ segir Snædís.
Kynlíf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Setja Smokkaleikinn í loftið til að berjast gegn kynsjúkdómum Íslendingar eiga Evrópumet í kynsjúkdómum og hefur landlæknir sett á laggirnar Smokkaleik til að efla vitund þjóðarinnar um varnir gegn þessari vá. 8. september 2021 21:01 Fæstir taka með sér verjur út á lífið Enginn veit hvar eða hvenær þú hittir einhvern sem heillar og blossarnir kvikna. Þráin tekur yfir og ástarævintýrið, já eða næturævintýrið, byrjar. 25. október 2021 20:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Sjá meira
Setja Smokkaleikinn í loftið til að berjast gegn kynsjúkdómum Íslendingar eiga Evrópumet í kynsjúkdómum og hefur landlæknir sett á laggirnar Smokkaleik til að efla vitund þjóðarinnar um varnir gegn þessari vá. 8. september 2021 21:01
Fæstir taka með sér verjur út á lífið Enginn veit hvar eða hvenær þú hittir einhvern sem heillar og blossarnir kvikna. Þráin tekur yfir og ástarævintýrið, já eða næturævintýrið, byrjar. 25. október 2021 20:00
„Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30