Talsverð eftirspurn eftir vændi á Íslandi og kallar eftir þyngri refsingum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. janúar 2022 20:00 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir. sigurjón ólason Talsverð eftispurn er eftir vændi á Íslandi. Þetta segir talskona Stígamóta sem telur vændiskaup fráfarandi formanns SÁÁ grafalvarleg í ljósi valdaójafnvægis. Hún kallar eftir þyngri refsingum við vændiskaupum. Vændiskaup Einars Hermannssonar, fráfarandi formanns SÁÁ, hafa vakið hörð viðbrögð en Einar átti frumkvæði að því að kaupa sér aðgang að líkama skjólstæðings samtakanna. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar SÁÁ segir að stjórnin fordæmi vændiskaupin og að hún muni ráðast í gagngera skoðun og nauðsynlegar umbætur á starfinu til þess að tryggja öryggi skjólstæðinga. Grafalvarlegt mál Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir málið grafalvarlegt. „Fyrir fólk sem vinnur með jaðarsettum hópum og fólki í viðkvæmri stöðu, þau hafa enn ríkari skyldu til þess að uppfylla öll siðferðisviðmið og huga sérstaklega að því í hvaða valdastöðu þau eru gagnvart sínum skjólstæðingum.“ Þær konur sem leiti til Stígamóta með reynslu af vændi séu oft í vímuefnavanda. „Það eru akkúrat þessar konur sem leita þjónustu hjá SÁÁ og við viljum að þær viti að þær séu öruggar þegar þær stíga þar inn í meðferð og eru að reyna að fá lausn á sínum vanda.“ Hátt í fjörutíu manns leita árlega til Stígamóta vegna vændis Steinunn segir talsverða eftirspurn eftir vændi á Íslandi, en á hverju ári leita 30-40 manns til Stígamóta til þess að vinna úr afleiðingum vændis. Hún segir afleiðingarnar svipaðar og sjást hjá þolendum kynferðisofbeldis en þó almennt mun alvarlegri. „Á meðal kvennana okkar sem hafa verið í vændi þar sjáum við miklu hærri tíðni sjálfsvígstilrauna og sjálfsvígshugleiðinga og annarra mjög skaðlegra afleiðinga.“ Vill þyngri refsingar við kaup á vændi Þá séu þolendur vændis oftar en ekki í mjög jaðarsettri stöðu. „Þetta eru konur sem eiga langa og erfiða áfallasögu, glíma við fátækt og jafnvel oft við vímuefnavanda.“ Hún segir mikilvægt að kaup á vændi sé skilgreint sem ofbeldi. Refsiramminn sé lár og fyrningarfresturinn stuttur, eða tvö ár. „Mér finnst þetta ofbeldi mjög alvarlegt og myndi auðvitað vilja sjá bæði hærri refsingar og þar með hærri fyrningarfrest.“ Vændi Kynferðisofbeldi Ólga innan SÁÁ Mál Einars Hermannssonar Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna. 25. janúar 2022 20:16 Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Vændiskaup Einars Hermannssonar, fráfarandi formanns SÁÁ, hafa vakið hörð viðbrögð en Einar átti frumkvæði að því að kaupa sér aðgang að líkama skjólstæðings samtakanna. Í yfirlýsingu framkvæmdastjórnar SÁÁ segir að stjórnin fordæmi vændiskaupin og að hún muni ráðast í gagngera skoðun og nauðsynlegar umbætur á starfinu til þess að tryggja öryggi skjólstæðinga. Grafalvarlegt mál Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta segir málið grafalvarlegt. „Fyrir fólk sem vinnur með jaðarsettum hópum og fólki í viðkvæmri stöðu, þau hafa enn ríkari skyldu til þess að uppfylla öll siðferðisviðmið og huga sérstaklega að því í hvaða valdastöðu þau eru gagnvart sínum skjólstæðingum.“ Þær konur sem leiti til Stígamóta með reynslu af vændi séu oft í vímuefnavanda. „Það eru akkúrat þessar konur sem leita þjónustu hjá SÁÁ og við viljum að þær viti að þær séu öruggar þegar þær stíga þar inn í meðferð og eru að reyna að fá lausn á sínum vanda.“ Hátt í fjörutíu manns leita árlega til Stígamóta vegna vændis Steinunn segir talsverða eftirspurn eftir vændi á Íslandi, en á hverju ári leita 30-40 manns til Stígamóta til þess að vinna úr afleiðingum vændis. Hún segir afleiðingarnar svipaðar og sjást hjá þolendum kynferðisofbeldis en þó almennt mun alvarlegri. „Á meðal kvennana okkar sem hafa verið í vændi þar sjáum við miklu hærri tíðni sjálfsvígstilrauna og sjálfsvígshugleiðinga og annarra mjög skaðlegra afleiðinga.“ Vill þyngri refsingar við kaup á vændi Þá séu þolendur vændis oftar en ekki í mjög jaðarsettri stöðu. „Þetta eru konur sem eiga langa og erfiða áfallasögu, glíma við fátækt og jafnvel oft við vímuefnavanda.“ Hún segir mikilvægt að kaup á vændi sé skilgreint sem ofbeldi. Refsiramminn sé lár og fyrningarfresturinn stuttur, eða tvö ár. „Mér finnst þetta ofbeldi mjög alvarlegt og myndi auðvitað vilja sjá bæði hærri refsingar og þar með hærri fyrningarfrest.“
Vændi Kynferðisofbeldi Ólga innan SÁÁ Mál Einars Hermannssonar Tengdar fréttir Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38 Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna. 25. janúar 2022 20:16 Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Fordæma hegðun Einars og boða formannskjör Framkvæmdastjórn SÁÁ fordæmir Einar Hermannsonar vegna vændiskaupa hans sem greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Nýtt formannskjör fer fram á föstudaginn. 25. janúar 2022 21:38
Segir mann sem misnotaði hana enn starfa innan SÁÁ Fyrrum skjólstæðingur SÁÁ segir að starfsmaður samtakanna hafi misnotað hana þremur árum áður en hann tók á móti henni við komuna í meðferð. Meintur gerandi er enn starfandi á vegum samtakanna. 25. janúar 2022 20:16
Rótin sendir yfirlýsingu vegna SÁÁ: „Brot Einars gegn konunni er nöturleg valdamisnotkun“ Rótin - félag um málefni kvenna, segist harma þann skaða sem skjólstæðingur SÁÁ hefur lýst að Einar Hermannsson, fráfarandi formaður félagsins, hafi valdið henni. Brotin séu nöturleg valdamisnotkun stjórnarmannsins. 25. janúar 2022 14:32