Margfalt fleiri nota Oxycontin nú en fyrir tíu árum Sunna Valgerðardóttir skrifar 24. janúar 2022 18:45 Vísir/Arnar Um 3.500 manns eru nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi síðasta árs. Embætti Landlæknis tekur saman fjölda lyfjatengdra andláta á hálfs árs fresti. Fyrstu sex mánuði síðasta árs voru skráð hér 24 andlát sem rekja má til ofskömmtunar lyfja. Þau hafa aldrei verið svo mörg á sex mánaða tímabili. Síðan 2018, eftir að reglur um lyfjaávísanir voru hertar til muna, hafa að minnsta kosti 130 manns dáið beinlínis úr of stórum lyfjaskammti á Íslandi. „Það eru miklu fleiri sem deyja þó að það sé ekki skráð svoleiðis. Og síðan þurfum við að hafa í huga allan þann fjölda sem lætur ekki lífið, hlýtur jafnvel varanlegan heilaskaða af,” segir Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins. „Ég held að Oxycontin sé algengast. Enda er mikið um það á götunni og það er flutt inn frá Spáni.” Sjöföldun á tíu árum Þeim hefur fjölgað mikið sem fá ávísað oxycontin, sem er líklega alræmdasti ópíóíðinn, þrátt fyrir aukna meðvitund meðal lækna. Samkvæmt upplýsingum Kompás fengu um 500 manns ávísað oxy árið 2011. Þeir voru 3500 í fyrra. Þetta er sjöföldun á tíu ára tímabili. „Við erum að sjá vöxt í nýjum ópíóíðafaraldri allra síðustu ár,” segir Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans. „Þetta getur hreinlega endað með öndunarstoppi og dauða. Og það er það sem við höfum verið að sjá á Íslandi í vaxandi mæli núna á undanförnum árum. Það hefur verið aukning í lyfjatengdum dauðsföllum og þar spila ópíóíðarnir eða morfínskyldu lyfin lang stærsta hlutverkið.” Lífið umturnaðist Jósep Freyr Pétursson Riba notaði ópíóíða í æð í fjögur ár. Líf hans umturnaðist nánast um leið og hann prófaði fyrstu sprautuna. „Morfínefni eru þannig að, sérstaklega náttúrulega í sprautuneyslu, þá ertu strax kominn í stöðuga lífshættu. Nokkrum sinnum á dag,” segir Jósep. Fjallað er ítarlega um hinn nýja ópíóíðafaraldur í Kompás á Stöð 2, strax að loknum fréttum, mánudagskvöldið 24. janúar 2022. Þátturinn verður birtur í heild sinni á Vísi á þriðjudagsmorgni. Kompás Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Embætti Landlæknis tekur saman fjölda lyfjatengdra andláta á hálfs árs fresti. Fyrstu sex mánuði síðasta árs voru skráð hér 24 andlát sem rekja má til ofskömmtunar lyfja. Þau hafa aldrei verið svo mörg á sex mánaða tímabili. Síðan 2018, eftir að reglur um lyfjaávísanir voru hertar til muna, hafa að minnsta kosti 130 manns dáið beinlínis úr of stórum lyfjaskammti á Íslandi. „Það eru miklu fleiri sem deyja þó að það sé ekki skráð svoleiðis. Og síðan þurfum við að hafa í huga allan þann fjölda sem lætur ekki lífið, hlýtur jafnvel varanlegan heilaskaða af,” segir Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins. „Ég held að Oxycontin sé algengast. Enda er mikið um það á götunni og það er flutt inn frá Spáni.” Sjöföldun á tíu árum Þeim hefur fjölgað mikið sem fá ávísað oxycontin, sem er líklega alræmdasti ópíóíðinn, þrátt fyrir aukna meðvitund meðal lækna. Samkvæmt upplýsingum Kompás fengu um 500 manns ávísað oxy árið 2011. Þeir voru 3500 í fyrra. Þetta er sjöföldun á tíu ára tímabili. „Við erum að sjá vöxt í nýjum ópíóíðafaraldri allra síðustu ár,” segir Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans. „Þetta getur hreinlega endað með öndunarstoppi og dauða. Og það er það sem við höfum verið að sjá á Íslandi í vaxandi mæli núna á undanförnum árum. Það hefur verið aukning í lyfjatengdum dauðsföllum og þar spila ópíóíðarnir eða morfínskyldu lyfin lang stærsta hlutverkið.” Lífið umturnaðist Jósep Freyr Pétursson Riba notaði ópíóíða í æð í fjögur ár. Líf hans umturnaðist nánast um leið og hann prófaði fyrstu sprautuna. „Morfínefni eru þannig að, sérstaklega náttúrulega í sprautuneyslu, þá ertu strax kominn í stöðuga lífshættu. Nokkrum sinnum á dag,” segir Jósep. Fjallað er ítarlega um hinn nýja ópíóíðafaraldur í Kompás á Stöð 2, strax að loknum fréttum, mánudagskvöldið 24. janúar 2022. Þátturinn verður birtur í heild sinni á Vísi á þriðjudagsmorgni.
Kompás Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira