Margfalt fleiri nota Oxycontin nú en fyrir tíu árum Sunna Valgerðardóttir skrifar 24. janúar 2022 18:45 Vísir/Arnar Um 3.500 manns eru nú skráðir neytendur ópíóíðans Oxycontin. Þeir voru um 500 fyrir áratug. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en á fyrri helmingi síðasta árs. Embætti Landlæknis tekur saman fjölda lyfjatengdra andláta á hálfs árs fresti. Fyrstu sex mánuði síðasta árs voru skráð hér 24 andlát sem rekja má til ofskömmtunar lyfja. Þau hafa aldrei verið svo mörg á sex mánaða tímabili. Síðan 2018, eftir að reglur um lyfjaávísanir voru hertar til muna, hafa að minnsta kosti 130 manns dáið beinlínis úr of stórum lyfjaskammti á Íslandi. „Það eru miklu fleiri sem deyja þó að það sé ekki skráð svoleiðis. Og síðan þurfum við að hafa í huga allan þann fjölda sem lætur ekki lífið, hlýtur jafnvel varanlegan heilaskaða af,” segir Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins. „Ég held að Oxycontin sé algengast. Enda er mikið um það á götunni og það er flutt inn frá Spáni.” Sjöföldun á tíu árum Þeim hefur fjölgað mikið sem fá ávísað oxycontin, sem er líklega alræmdasti ópíóíðinn, þrátt fyrir aukna meðvitund meðal lækna. Samkvæmt upplýsingum Kompás fengu um 500 manns ávísað oxy árið 2011. Þeir voru 3500 í fyrra. Þetta er sjöföldun á tíu ára tímabili. „Við erum að sjá vöxt í nýjum ópíóíðafaraldri allra síðustu ár,” segir Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans. „Þetta getur hreinlega endað með öndunarstoppi og dauða. Og það er það sem við höfum verið að sjá á Íslandi í vaxandi mæli núna á undanförnum árum. Það hefur verið aukning í lyfjatengdum dauðsföllum og þar spila ópíóíðarnir eða morfínskyldu lyfin lang stærsta hlutverkið.” Lífið umturnaðist Jósep Freyr Pétursson Riba notaði ópíóíða í æð í fjögur ár. Líf hans umturnaðist nánast um leið og hann prófaði fyrstu sprautuna. „Morfínefni eru þannig að, sérstaklega náttúrulega í sprautuneyslu, þá ertu strax kominn í stöðuga lífshættu. Nokkrum sinnum á dag,” segir Jósep. Fjallað er ítarlega um hinn nýja ópíóíðafaraldur í Kompás á Stöð 2, strax að loknum fréttum, mánudagskvöldið 24. janúar 2022. Þátturinn verður birtur í heild sinni á Vísi á þriðjudagsmorgni. Kompás Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Embætti Landlæknis tekur saman fjölda lyfjatengdra andláta á hálfs árs fresti. Fyrstu sex mánuði síðasta árs voru skráð hér 24 andlát sem rekja má til ofskömmtunar lyfja. Þau hafa aldrei verið svo mörg á sex mánaða tímabili. Síðan 2018, eftir að reglur um lyfjaávísanir voru hertar til muna, hafa að minnsta kosti 130 manns dáið beinlínis úr of stórum lyfjaskammti á Íslandi. „Það eru miklu fleiri sem deyja þó að það sé ekki skráð svoleiðis. Og síðan þurfum við að hafa í huga allan þann fjölda sem lætur ekki lífið, hlýtur jafnvel varanlegan heilaskaða af,” segir Kristín Davíðsdóttir, verkefnisstýra Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins. „Ég held að Oxycontin sé algengast. Enda er mikið um það á götunni og það er flutt inn frá Spáni.” Sjöföldun á tíu árum Þeim hefur fjölgað mikið sem fá ávísað oxycontin, sem er líklega alræmdasti ópíóíðinn, þrátt fyrir aukna meðvitund meðal lækna. Samkvæmt upplýsingum Kompás fengu um 500 manns ávísað oxy árið 2011. Þeir voru 3500 í fyrra. Þetta er sjöföldun á tíu ára tímabili. „Við erum að sjá vöxt í nýjum ópíóíðafaraldri allra síðustu ár,” segir Sigurður Örn Hektorsson, geðlæknir og fyrrverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar Landspítalans. „Þetta getur hreinlega endað með öndunarstoppi og dauða. Og það er það sem við höfum verið að sjá á Íslandi í vaxandi mæli núna á undanförnum árum. Það hefur verið aukning í lyfjatengdum dauðsföllum og þar spila ópíóíðarnir eða morfínskyldu lyfin lang stærsta hlutverkið.” Lífið umturnaðist Jósep Freyr Pétursson Riba notaði ópíóíða í æð í fjögur ár. Líf hans umturnaðist nánast um leið og hann prófaði fyrstu sprautuna. „Morfínefni eru þannig að, sérstaklega náttúrulega í sprautuneyslu, þá ertu strax kominn í stöðuga lífshættu. Nokkrum sinnum á dag,” segir Jósep. Fjallað er ítarlega um hinn nýja ópíóíðafaraldur í Kompás á Stöð 2, strax að loknum fréttum, mánudagskvöldið 24. janúar 2022. Þátturinn verður birtur í heild sinni á Vísi á þriðjudagsmorgni.
Kompás Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira