Heggur sá er hlífa skyldi Bjarni Sævarsson skrifar 22. janúar 2022 08:00 - Opið bréf til hinnar skinhelgu Ingu Sæland Sæl Inga Ég er ungur hrossabóndi, hef ekki verið talinn til efnamanna og verð það trúlega aldrei. Síðastliðin ár hafa ekki verið landbúnaðinum hagfelld, afurðaverð lágt og hefur engan veginn haldið í við verðlagsþróun. Ég keyri ekki um á nýjum Land cruiser heldur klæðist ég gömlum stígvélum og rifinni úlpu við mitt brauðstrit, hef ekki ráð á öðru. Afar lítið rými hefur verið í hinum hefðbundnu búgreinum fyrir ungt fólk, því fór ég þá leið að halda merar til blóðgjafar því það er eina búgreinin þar sem eitthvað pláss hefur verið fyrir nýja aðila. Ég fullyrði að ég og mitt samstarfsfólk göngum ekki á heilsu meranna minna, annars væri þetta ekki og hefði ekki verið stundað í áratugi með góðum árangri. Reynslan lýgur ekki. Þær eru hraustar og því fer fjarri að þær séu einhver villidýr sem mega ekki sjá mann án þess að sturlast eins haldið hefur verið fram af mikilli vanþekkingu. Mínar merar eru elskar að mér og ég að þeim. Ég lít til þeirra nærri daglega árið um kring og þá koma þær og heilsa upp á mig, ljúfar og rólegar, hvort sem ég er að færa þeim hey á dráttarvél eða kem til þeirra gangandi. Í mínum búskap hef ég keypt að allskonar hryssur, sumar styggar og ótamdar. Þær undantekningalaust spekjast fljótt í mínu stóði og verða ekki minni djásn í mínum augun en þær sem ég hef fengið gæfar. Nú hefur þú á undanförnum misserum farið mikinn og haldið því fram að þú ætlir þér að útrýma fátækt ásamt því að vera mikill dýravinur. Því finnst mér skjóta skökku við að þú ætlir þér að svipta mig lifibrauðinu, sem var fyrir af skornum skammti og auk þess framundan gífurlegar hækkanir aðfanga í landbúnaði. Aukin heldur vilt þú neyða mig til að slátra mínum bústofni, merunum sem ég elska, með því að banna þeim að sjá sér farborða. Undarleg dýravernd það. Þar heggur sá er hlífa skyldi kæra Inga. Þú ætlar að setja mig á götuna, rúinn æru og heiðri og skipa merunum mínum í ómerkta gröf. Þú ættir að skammast þín fyrir skinhelgina. Höfundur er hrossabóndi í Arnarholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Alþingi Dýraheilbrigði Landbúnaður Flokkur fólksins Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
- Opið bréf til hinnar skinhelgu Ingu Sæland Sæl Inga Ég er ungur hrossabóndi, hef ekki verið talinn til efnamanna og verð það trúlega aldrei. Síðastliðin ár hafa ekki verið landbúnaðinum hagfelld, afurðaverð lágt og hefur engan veginn haldið í við verðlagsþróun. Ég keyri ekki um á nýjum Land cruiser heldur klæðist ég gömlum stígvélum og rifinni úlpu við mitt brauðstrit, hef ekki ráð á öðru. Afar lítið rými hefur verið í hinum hefðbundnu búgreinum fyrir ungt fólk, því fór ég þá leið að halda merar til blóðgjafar því það er eina búgreinin þar sem eitthvað pláss hefur verið fyrir nýja aðila. Ég fullyrði að ég og mitt samstarfsfólk göngum ekki á heilsu meranna minna, annars væri þetta ekki og hefði ekki verið stundað í áratugi með góðum árangri. Reynslan lýgur ekki. Þær eru hraustar og því fer fjarri að þær séu einhver villidýr sem mega ekki sjá mann án þess að sturlast eins haldið hefur verið fram af mikilli vanþekkingu. Mínar merar eru elskar að mér og ég að þeim. Ég lít til þeirra nærri daglega árið um kring og þá koma þær og heilsa upp á mig, ljúfar og rólegar, hvort sem ég er að færa þeim hey á dráttarvél eða kem til þeirra gangandi. Í mínum búskap hef ég keypt að allskonar hryssur, sumar styggar og ótamdar. Þær undantekningalaust spekjast fljótt í mínu stóði og verða ekki minni djásn í mínum augun en þær sem ég hef fengið gæfar. Nú hefur þú á undanförnum misserum farið mikinn og haldið því fram að þú ætlir þér að útrýma fátækt ásamt því að vera mikill dýravinur. Því finnst mér skjóta skökku við að þú ætlir þér að svipta mig lifibrauðinu, sem var fyrir af skornum skammti og auk þess framundan gífurlegar hækkanir aðfanga í landbúnaði. Aukin heldur vilt þú neyða mig til að slátra mínum bústofni, merunum sem ég elska, með því að banna þeim að sjá sér farborða. Undarleg dýravernd það. Þar heggur sá er hlífa skyldi kæra Inga. Þú ætlar að setja mig á götuna, rúinn æru og heiðri og skipa merunum mínum í ómerkta gröf. Þú ættir að skammast þín fyrir skinhelgina. Höfundur er hrossabóndi í Arnarholti.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun