Samfélagssáttmáli, er það raunhæft? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 19. janúar 2022 12:31 Í 23 mánuði höfum við verið í ástandi þar sem allt hefur gengið út á það að lifa af, sjá fyrir næsta horn, bíða eftir næsta fréttatíma, heyra tölur, fjölda, stöðuna, hvað næst? Bíða aðeins, vona það besta, reyna að plana, endurplana, endurplana endurplanið. Gefast upp, byrja aftur, reyna betur. Við vitum að við getum miklu meira en okkur hefði grunað, við vitum að við komumst miklu lengra en við töldum mögulegt, við vitum að við getum staðið saman í gegnum ótrúlegustu aðstæður, við vitum að með því að trúa á betri tíð þá höldum við áfram, skref fyrir skref. Svo kemur þessi nýjasti skellur, sem fólk hreinlega upplifir sem rothögg. Þá koma spurningar eins og, hversu mikið lengur? Hvað á ég að segja starfsfólkinu? Viðskiptavinum? Bankanum? Hvernig get ég endurskipulagt endurskipulagða planið mitt í óteljandi skiptið? Það er búið að biðja fólk í ákveðnum atvinnugreinum, langflestum sem tilheyra greinum innan ferðaþjónustu að þetta sé alveg að verða búið, bara ein lokun og svo sjáist fyrir endann á þessu. Núna, ca óteljandi aðgerðum síðar þá sér ekki fyrir endann á neinu og algjör óvissa framundan. Það þarf því að koma sér saman um sanngjarnar aðgerðir til handa þessum fyrirtækjum og fólki sem hefur aleiguna sína undir í rekstri til þess að geta byggt upp að nýju. Það þarf samfélagssáttmála um að uppbygging og endurræsing geti átt sér stað séu forsendur fyrir slíku fyrir hendi. Sáttmálinn þarf að taka til þess að mismunandi sviðsmyndir geti komið til. Fyrirsjáanleiki í eins miklu óvissu ástandi og uppi er núna er allra besta forvörn og fjárfesting sem hið opinbera og bankastofnanir geta gripið til núna. Í þessum sáttmála gæti m.a. komið fram: Stuðningslánum til fyrirtækja sem voru í heilbrigðum rekstri fyrir Covid 19 fá lánum breytt í styrk (heilbrigðan rekstur þarf að skilgreina nánar og líta til áranna 2017-2019) Stjórnvöld haldi áfram með aðgerðir sem hafa gagnast vel fram að þessu, s.s. hlutabótaleið, ráðningastyrki og hefjum störf. Viðspyrnustyrki þarf að framlengja í réttu samhengi við framtíðarhorfur, langtímastefnumótun fyrirtækjanna og heilbrigði rekstrar fyrir heimsfaraldur. Sveigjanleiki í lengingum og endurfjármögnun lána frá lánastofnunum og slíkt sé gert með langtíma fjárfestingu og framtíðaruppbyggingu að leiðarljósi. Skoða lán frá ferðaábyrgðasjóði m.t.t raunhæfi á endurgreiðslutímabili, stöðu hvers fyrirtækis fyrir sig og rekstrarhæfi til lengri tíma. Til að njóta góðs að stuðningsaðgerðum hins opinbera og bankastofnanna mættu viðkomandi aðilar í staðinn gera ríkari kröfur til fyrirtækja um að hafa ekki einungis rekstaráætlanir í Iagi heldur hefja undirbúning eða sýna fram á að þau stundi ábyrgan rekstur, hafi umhverfis og sjálfbærnistefnur, séu með vottuð gæðakerfi og eða vinni að inneiðingu slíkra verkefna með markvissum og óyggjandi hætti. Nýta ætti tímann núna til að aðstoða fyrirtæki sem þess þurfa, með öllum hætti til þess að innleiða nýsköpun, vörþróun, gæðamál og breytta viðskiptahætti í takti við nýja tíma. Ef við ætlum að standa uppi sem samkeppnishæf atvinnugrein í lok þessa heimsfaraldurs þá verðum við að fá súrefni til að standa aðeins lengur í fæturna. Þannig munum við ekki bara lifa af heldur geta átt möguleika á að lifa raunverulega. Ferðaþjónusta er í miklum meirihluta lítil fjölskyldufyrirtæki þar sem aðilum hefur tekist að skapa sjálfum sér og öðrum atvinnu í fjölbreyttum störfum sem allsstaðar, um allt land, hefur glætt samfélögin lífi og gert daglegt líf okkar svo miklu ríkara af menningu og gæða þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Í 23 mánuði höfum við verið í ástandi þar sem allt hefur gengið út á það að lifa af, sjá fyrir næsta horn, bíða eftir næsta fréttatíma, heyra tölur, fjölda, stöðuna, hvað næst? Bíða aðeins, vona það besta, reyna að plana, endurplana, endurplana endurplanið. Gefast upp, byrja aftur, reyna betur. Við vitum að við getum miklu meira en okkur hefði grunað, við vitum að við komumst miklu lengra en við töldum mögulegt, við vitum að við getum staðið saman í gegnum ótrúlegustu aðstæður, við vitum að með því að trúa á betri tíð þá höldum við áfram, skref fyrir skref. Svo kemur þessi nýjasti skellur, sem fólk hreinlega upplifir sem rothögg. Þá koma spurningar eins og, hversu mikið lengur? Hvað á ég að segja starfsfólkinu? Viðskiptavinum? Bankanum? Hvernig get ég endurskipulagt endurskipulagða planið mitt í óteljandi skiptið? Það er búið að biðja fólk í ákveðnum atvinnugreinum, langflestum sem tilheyra greinum innan ferðaþjónustu að þetta sé alveg að verða búið, bara ein lokun og svo sjáist fyrir endann á þessu. Núna, ca óteljandi aðgerðum síðar þá sér ekki fyrir endann á neinu og algjör óvissa framundan. Það þarf því að koma sér saman um sanngjarnar aðgerðir til handa þessum fyrirtækjum og fólki sem hefur aleiguna sína undir í rekstri til þess að geta byggt upp að nýju. Það þarf samfélagssáttmála um að uppbygging og endurræsing geti átt sér stað séu forsendur fyrir slíku fyrir hendi. Sáttmálinn þarf að taka til þess að mismunandi sviðsmyndir geti komið til. Fyrirsjáanleiki í eins miklu óvissu ástandi og uppi er núna er allra besta forvörn og fjárfesting sem hið opinbera og bankastofnanir geta gripið til núna. Í þessum sáttmála gæti m.a. komið fram: Stuðningslánum til fyrirtækja sem voru í heilbrigðum rekstri fyrir Covid 19 fá lánum breytt í styrk (heilbrigðan rekstur þarf að skilgreina nánar og líta til áranna 2017-2019) Stjórnvöld haldi áfram með aðgerðir sem hafa gagnast vel fram að þessu, s.s. hlutabótaleið, ráðningastyrki og hefjum störf. Viðspyrnustyrki þarf að framlengja í réttu samhengi við framtíðarhorfur, langtímastefnumótun fyrirtækjanna og heilbrigði rekstrar fyrir heimsfaraldur. Sveigjanleiki í lengingum og endurfjármögnun lána frá lánastofnunum og slíkt sé gert með langtíma fjárfestingu og framtíðaruppbyggingu að leiðarljósi. Skoða lán frá ferðaábyrgðasjóði m.t.t raunhæfi á endurgreiðslutímabili, stöðu hvers fyrirtækis fyrir sig og rekstrarhæfi til lengri tíma. Til að njóta góðs að stuðningsaðgerðum hins opinbera og bankastofnanna mættu viðkomandi aðilar í staðinn gera ríkari kröfur til fyrirtækja um að hafa ekki einungis rekstaráætlanir í Iagi heldur hefja undirbúning eða sýna fram á að þau stundi ábyrgan rekstur, hafi umhverfis og sjálfbærnistefnur, séu með vottuð gæðakerfi og eða vinni að inneiðingu slíkra verkefna með markvissum og óyggjandi hætti. Nýta ætti tímann núna til að aðstoða fyrirtæki sem þess þurfa, með öllum hætti til þess að innleiða nýsköpun, vörþróun, gæðamál og breytta viðskiptahætti í takti við nýja tíma. Ef við ætlum að standa uppi sem samkeppnishæf atvinnugrein í lok þessa heimsfaraldurs þá verðum við að fá súrefni til að standa aðeins lengur í fæturna. Þannig munum við ekki bara lifa af heldur geta átt möguleika á að lifa raunverulega. Ferðaþjónusta er í miklum meirihluta lítil fjölskyldufyrirtæki þar sem aðilum hefur tekist að skapa sjálfum sér og öðrum atvinnu í fjölbreyttum störfum sem allsstaðar, um allt land, hefur glætt samfélögin lífi og gert daglegt líf okkar svo miklu ríkara af menningu og gæða þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun