Ronnie Spector söngkona Ronettes er dáin Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2022 23:50 Ronnie Spector árið 2010. AP/Peter Kramer Söngkonan Ronnie Spector, sem leiddi hljómsveitina The Ronettes og er hvað þekktust fyrir lög eins og Be My Baby og Baby I Love You, er dáin. Hún var 78 ára gömul. Í tilkynningu frá fjölskyldu hennar segir að Spector hafi glímt við krabbamein og hún hafi látist í faðmi fjölskyldu hennar. Þar segir einnig að Spector hafi ávallt verið með bros á vör og full ástar og þakklætis. Hún er einnig þekkt fyrir ofbeldisfullt hjónaband hennar við morðingjann Phil Spector sem beitti hana ofbeldi. Hann var framleiðandi Ronettes en dó í janúar i fyrra. Spector fæddist í New York árið 1943. Hún stofnaði Ronettes árið 1957 og söng með Estelle Bennett, eldri systur sinni, og Nedra Talley, frænku sinni. Samkvæmt frétt Guardian gekk þeim þó ekki vel í fyrstu. Það var svo eftir þær byrjuðu að vinna með Phil Spector sem þær gáfu út lagið Be My Baby. Það varð fyrsti slagarinn þeirra og náði í annað sæti á listum Bandaríkjanna árið 1963. „Við vorum ekki hræddar við að sýna kynþokka,“ hefur AP fréttaveitan eftir Spector. Árið 1966 fylgdu þær Bítlunum á ferð um Bandaríkin og sömuleiðis Rolling Stones. Samstarfi hljómsveitarinnar var svo slitið árið 1967 og reyndi Spector að feta eigin slóðir. Hún gaf áfram út mikið af lögum en þau náðu aldrei sömu hæðum og lög Ronettes. Þá reyndi hún einnig að endurvekja Ronettes á áttunda áratugnum með nýjum söngkonum en það gekk ekki heldur. Það var árið 1963 sem hún hóf samband við Phil Spector, sem þá var giftur. Hann skildi við eiginkonu sína árið 1965 og giftist henni árið 1968. Á næstu árum beitti hann hana ofbeldi og hélt hennar meðal annars fanginni á heimili þeirra og hótaði að myrða hana. Árið 1972 tókst henni að flýja af heimilinu, berfætt, en Phil Spector leyfði henni ekki að eiga skó, samkvæmt frétt Guardian. Eftir það stóð hún og hinar söngkonur Ronettes í fimmtán ára baráttu gegn Phil Spector fyrir dómstólum um stefgjöld vegna laga hljómsveitarinnar. Árið 2000 komst dómari að þeirri niðurstöðu að Phil Spector skuldaði þeim 2,6 milljónir dala. Þeim úrskurði var þó snúið árið 2002 þegar ljóst varð að þær höfðu skrifað undir skjal og veitt Phil Spector réttinn að lögum þeirra. Hæstiréttur New York úrskurðaði svo árið 2006 að þær ættu að fá peninga frá Phil Spector og hann ætti að greiða þeim stefgjöld árlega. Spector giftist Jonathan Greenfield árið 1982 og eignaðist með honum tvo syni. Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Þar segir einnig að Spector hafi ávallt verið með bros á vör og full ástar og þakklætis. Hún er einnig þekkt fyrir ofbeldisfullt hjónaband hennar við morðingjann Phil Spector sem beitti hana ofbeldi. Hann var framleiðandi Ronettes en dó í janúar i fyrra. Spector fæddist í New York árið 1943. Hún stofnaði Ronettes árið 1957 og söng með Estelle Bennett, eldri systur sinni, og Nedra Talley, frænku sinni. Samkvæmt frétt Guardian gekk þeim þó ekki vel í fyrstu. Það var svo eftir þær byrjuðu að vinna með Phil Spector sem þær gáfu út lagið Be My Baby. Það varð fyrsti slagarinn þeirra og náði í annað sæti á listum Bandaríkjanna árið 1963. „Við vorum ekki hræddar við að sýna kynþokka,“ hefur AP fréttaveitan eftir Spector. Árið 1966 fylgdu þær Bítlunum á ferð um Bandaríkin og sömuleiðis Rolling Stones. Samstarfi hljómsveitarinnar var svo slitið árið 1967 og reyndi Spector að feta eigin slóðir. Hún gaf áfram út mikið af lögum en þau náðu aldrei sömu hæðum og lög Ronettes. Þá reyndi hún einnig að endurvekja Ronettes á áttunda áratugnum með nýjum söngkonum en það gekk ekki heldur. Það var árið 1963 sem hún hóf samband við Phil Spector, sem þá var giftur. Hann skildi við eiginkonu sína árið 1965 og giftist henni árið 1968. Á næstu árum beitti hann hana ofbeldi og hélt hennar meðal annars fanginni á heimili þeirra og hótaði að myrða hana. Árið 1972 tókst henni að flýja af heimilinu, berfætt, en Phil Spector leyfði henni ekki að eiga skó, samkvæmt frétt Guardian. Eftir það stóð hún og hinar söngkonur Ronettes í fimmtán ára baráttu gegn Phil Spector fyrir dómstólum um stefgjöld vegna laga hljómsveitarinnar. Árið 2000 komst dómari að þeirri niðurstöðu að Phil Spector skuldaði þeim 2,6 milljónir dala. Þeim úrskurði var þó snúið árið 2002 þegar ljóst varð að þær höfðu skrifað undir skjal og veitt Phil Spector réttinn að lögum þeirra. Hæstiréttur New York úrskurðaði svo árið 2006 að þær ættu að fá peninga frá Phil Spector og hann ætti að greiða þeim stefgjöld árlega. Spector giftist Jonathan Greenfield árið 1982 og eignaðist með honum tvo syni.
Bandaríkin Tónlist Andlát Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira