Feðgarnir eiga ekki rétt á reynslulausn Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 7. janúar 2022 20:27 Travis McMichael eftir að hann var sakfelldur fyrir morð. EPA/Stephen B. Morton Feðgarnir Greg og Travis McMichael voru í dag dæmdir til að verja ævi þeirra í fangelsi. Dómari úrskurðaði að þeir ættu ekki rétt á reynslulausn eftir að þeir voru dæmdir fyrir að myrða hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery árið 2020. Nágranni þeirra og samverkamaður, William Bryan, mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir þrjátíu ár. Þegar mennirnir voru dæmdir í nóvember voru þeir dæmdir í lífstíðarfangelsi. Í dag úrskurðaði dómarinn um það hvort mennirnir ættu rétt á reynslulausn eða ekki. Niðurstaðan var sú að feðgarnir eiga engan rétt til að sækja um reynslulausn og munu því verja ævinni bak við lás og slá. Nágranninn William Bryan mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað minnst þrátíu ára fangelsisvist. Að sögn AP fréttaveitunnar er hann þó 52 ára gamall svo líkurnar á því að hann losni nokkurn tímann eru takmarkaðar. Lögmenn feðganna hafa sagt að niðurstöðunni verði áfrýjað. Þá stendur til að rétta yfir þeim fyrir hatursglæpi fyrir alríkisdómstól í næsta mánuði. Móðir Arbery hefur einnig kært mennina. Eftir að feðgarnir sáu Arbery hlaupa á hlaupum í hverfi þeirra í úthverfi Brunswick í Georgíu og eftir að Travis sá Arbery fara inn á svæði þar sem verið var að byggja hús í hverfinu. Þeir voru vopnaðir og sátu á endanum fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa framhjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust veittist Arbery að Travis og reyndi að taka af honum haglabyssuna. Við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sonur Greg, var sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði. Þeir Greg McMichael og Bryan voru sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði en sakfelldir fyrir morð. Í heildina voru þeir allir ákærðir í þremur liðum. Travis var sakfelldur í öllum en eins og áður segir voru Greg og Bryan sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði. Atvikið náðist á myndband sem Bryan tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Bryan hélt því í fyrstu fram að hann hefði ekki komið að morðinu heldur verið vitni. Hann sagði lögregluþjónum þó á vettvangi að hann hefði verið að hjálpa feðgunum og reynt að keyra fyrir og jafnvel á Arbery. Saksóknarar höfðu lýst því yfir að þeir væru mótfallnir því að mennirnir fengju reynslulausn. Birti sjálfur myndbandið Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan verið handteknir. Það var birt eftir að Barnhill, saksóknari, hafði lýst því yfir að feðgarnir yrðu ekki ákærðir. Í fyrra komst héraðsmiðillinn Channel 2 Action News í Atlanta í Georgíu að því að það hefði verið Greg McMichael sjálfur sem hefði útvegað útvarpsstöðinni myndbandið sem Bryan tók. Miðillinn segir að Greg hafi viljað birta myndbandið vegna orðróms um morð Arbery og grunaði hann ekki að það myndi vekja svo mikla athygli. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02 „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53 Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Þegar mennirnir voru dæmdir í nóvember voru þeir dæmdir í lífstíðarfangelsi. Í dag úrskurðaði dómarinn um það hvort mennirnir ættu rétt á reynslulausn eða ekki. Niðurstaðan var sú að feðgarnir eiga engan rétt til að sækja um reynslulausn og munu því verja ævinni bak við lás og slá. Nágranninn William Bryan mun hins vegar geta sótt um reynslulausn eftir að hafa afplánað minnst þrátíu ára fangelsisvist. Að sögn AP fréttaveitunnar er hann þó 52 ára gamall svo líkurnar á því að hann losni nokkurn tímann eru takmarkaðar. Lögmenn feðganna hafa sagt að niðurstöðunni verði áfrýjað. Þá stendur til að rétta yfir þeim fyrir hatursglæpi fyrir alríkisdómstól í næsta mánuði. Móðir Arbery hefur einnig kært mennina. Eftir að feðgarnir sáu Arbery hlaupa á hlaupum í hverfi þeirra í úthverfi Brunswick í Georgíu og eftir að Travis sá Arbery fara inn á svæði þar sem verið var að byggja hús í hverfinu. Þeir voru vopnaðir og sátu á endanum fyrir honum. Travis miðaði þá haglabyssu að Arbery sem reyndi að hlaupa framhjá honum en Travis elti hann. Þegar þeir mættust veittist Arbery að Travis og reyndi að taka af honum haglabyssuna. Við það skaut Travis Arbery þrisvar sinnum. Travis McMichael, sonur Greg, var sakfelldur fyrir morð að yfirlögðu ráði. Þeir Greg McMichael og Bryan voru sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði en sakfelldir fyrir morð. Í heildina voru þeir allir ákærðir í þremur liðum. Travis var sakfelldur í öllum en eins og áður segir voru Greg og Bryan sýknaðir af morði að yfirlögðu ráði. Atvikið náðist á myndband sem Bryan tók þegar hann keyrði á eftir Arbery. Bryan hélt því í fyrstu fram að hann hefði ekki komið að morðinu heldur verið vitni. Hann sagði lögregluþjónum þó á vettvangi að hann hefði verið að hjálpa feðgunum og reynt að keyra fyrir og jafnvel á Arbery. Saksóknarar höfðu lýst því yfir að þeir væru mótfallnir því að mennirnir fengju reynslulausn. Birti sjálfur myndbandið Myndbandið sem leiddi til handtöku og dóms þremenninganna var birt á miðli útvarpsstöðvar í Brunswick, 72 dögum eftir að Arbery var myrtur. Tveimur dögum síðar höfðu feðgarnir og Bryan verið handteknir. Það var birt eftir að Barnhill, saksóknari, hafði lýst því yfir að feðgarnir yrðu ekki ákærðir. Í fyrra komst héraðsmiðillinn Channel 2 Action News í Atlanta í Georgíu að því að það hefði verið Greg McMichael sjálfur sem hefði útvegað útvarpsstöðinni myndbandið sem Bryan tók. Miðillinn segir að Greg hafi viljað birta myndbandið vegna orðróms um morð Arbery og grunaði hann ekki að það myndi vekja svo mikla athygli.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02 „Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53 Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. 24. nóvember 2021 19:02
„Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“ Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“. 22. nóvember 2021 15:53
Líkti samstöðufundi við aftöku án dóms og laga Kevin Gough, verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery, sagði samstöðufund sem haldin var fyrir utan dómshúsið í Brunswick í Georgíu vera álíka aftöku mannanna þriggja. 19. nóvember 2021 23:00