Jöfn tækifæri til velsældar og þroska Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 6. janúar 2022 11:30 Eftir stutt en snarpt desemberþing liggja nú fyrir helstu áherslur fyrir árið 2022. Það er mér sérstakt ánægjuefni að samþykktur hefur verið áframhaldandi íþrótta- og tómstundastyrkur barna á tekjulágum heimilum. Það er mér sem og félögum mínum í Framsókn mikið hjartans mál að öll börn eigi rétt á að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag foreldra. Endurspeglaðist það meðal annars í áherslum flokksins fyrir síðustu kosningar þar sem lagt var upp með viðbótar tómstundarstyrk fyrir öll börn. Áframhaldandi stuðningur Í fjáraukalögum fyrir 2020 samþykktu stjórnvöld að veita sérstakan 50.000 kr. íþrótta- og tómstundastyrki til barna á tekjulágum heimilum. Tryggja átti að úrræðið beindist að börnum foreldra sem höfðu lágar tekjur eða höfðu misst atvinnu að hluta eða öllu leyti. Úrræðið nýttist jafnframt börnum á heimilum einstæðra foreldra og öryrkja. Við gerð fjárlaga fyrir árið 2021 samþykktu stjórnvöld að veita fjármuni í íþrótta- og tómstundastyrki að fjárhæð 25.000 kr. fyrir hvert barn. Styrkurinn miðaðist við að heildartekjur heimilisins væru lægri en 787.200 kr. á mánuði, á tímabilinu mars til júní 2021. Við gerð núverandi fjárlaga er þessum styrk áframhaldið og samþykkt hefur verið að veita 50.000 kr. styrk fyrir hvert barn á tekjulágum heimilum árið 2022. Gert er ráð fyrir að um 10.400 börn nýti styrkinn í ár. Tækifæri skipta máli Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi hafi forvarnargildi. Sýnt hefur verið fram á að unglingar og börn sem leggja reglulega stund á íþróttir eða aðra hreyfingu eru síður líkleg til þess að þróa með sér neikvætt atferli. Auk forvarnargildis þá hafa rannsóknir einnig sýnt fram á að þátttaka í skipulögðu íþrótta og/eða tómstundastarfi skilar sér með betri námsárangri, betri líðan, betri félags þroska, meiri sjálfsvirðingu og jákvæðri líkamsmynd. Með því að gefa börnum jöfn tækifæri til þess að stunda tómstundir eru stjórnvöld á sama tíma að veita börnum jöfn tækifæri til þess að ná árangri, bæta félagslegan þroska sinn og samskiptahæfileika. Börn sem stunda tómstundir verða alla jafnan sterkari einstaklingar á uppvaxtarárum sínum. Það hlýtur því að vera markmið samfélagsins í heild að búið sé í haginn fyrir börnin okkar og að við skilum af okkur sterkum og sjálfstæðum einstaklingum sem hafa tækifæri til að blómstra í samfélaginu. Við erum rétt að byrja Samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar á að vinna áfram í samstarfi við sveitarfélög að jafna tækifæri barna til að stunda tómstundastarf óháð efnahag, aðstæðum og búsetu. Þar segir að lögð verði áhersla á að öll börn geti tekið þátt í íþrótta og tómstundastarfi enda sé slíkt starf mikilvægur þáttur í þroska og uppvexti barna. Áframhaldandi stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf er upptakturinn að því sem koma skal á þessu kjörtímabili. Höfundur er þingmaður Suðurkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Alþingi Réttindi barna Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Eftir stutt en snarpt desemberþing liggja nú fyrir helstu áherslur fyrir árið 2022. Það er mér sérstakt ánægjuefni að samþykktur hefur verið áframhaldandi íþrótta- og tómstundastyrkur barna á tekjulágum heimilum. Það er mér sem og félögum mínum í Framsókn mikið hjartans mál að öll börn eigi rétt á að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag foreldra. Endurspeglaðist það meðal annars í áherslum flokksins fyrir síðustu kosningar þar sem lagt var upp með viðbótar tómstundarstyrk fyrir öll börn. Áframhaldandi stuðningur Í fjáraukalögum fyrir 2020 samþykktu stjórnvöld að veita sérstakan 50.000 kr. íþrótta- og tómstundastyrki til barna á tekjulágum heimilum. Tryggja átti að úrræðið beindist að börnum foreldra sem höfðu lágar tekjur eða höfðu misst atvinnu að hluta eða öllu leyti. Úrræðið nýttist jafnframt börnum á heimilum einstæðra foreldra og öryrkja. Við gerð fjárlaga fyrir árið 2021 samþykktu stjórnvöld að veita fjármuni í íþrótta- og tómstundastyrki að fjárhæð 25.000 kr. fyrir hvert barn. Styrkurinn miðaðist við að heildartekjur heimilisins væru lægri en 787.200 kr. á mánuði, á tímabilinu mars til júní 2021. Við gerð núverandi fjárlaga er þessum styrk áframhaldið og samþykkt hefur verið að veita 50.000 kr. styrk fyrir hvert barn á tekjulágum heimilum árið 2022. Gert er ráð fyrir að um 10.400 börn nýti styrkinn í ár. Tækifæri skipta máli Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að þátttaka barna og unglinga í íþrótta- og tómstundastarfi hafi forvarnargildi. Sýnt hefur verið fram á að unglingar og börn sem leggja reglulega stund á íþróttir eða aðra hreyfingu eru síður líkleg til þess að þróa með sér neikvætt atferli. Auk forvarnargildis þá hafa rannsóknir einnig sýnt fram á að þátttaka í skipulögðu íþrótta og/eða tómstundastarfi skilar sér með betri námsárangri, betri líðan, betri félags þroska, meiri sjálfsvirðingu og jákvæðri líkamsmynd. Með því að gefa börnum jöfn tækifæri til þess að stunda tómstundir eru stjórnvöld á sama tíma að veita börnum jöfn tækifæri til þess að ná árangri, bæta félagslegan þroska sinn og samskiptahæfileika. Börn sem stunda tómstundir verða alla jafnan sterkari einstaklingar á uppvaxtarárum sínum. Það hlýtur því að vera markmið samfélagsins í heild að búið sé í haginn fyrir börnin okkar og að við skilum af okkur sterkum og sjálfstæðum einstaklingum sem hafa tækifæri til að blómstra í samfélaginu. Við erum rétt að byrja Samkvæmt stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar á að vinna áfram í samstarfi við sveitarfélög að jafna tækifæri barna til að stunda tómstundastarf óháð efnahag, aðstæðum og búsetu. Þar segir að lögð verði áhersla á að öll börn geti tekið þátt í íþrótta og tómstundastarfi enda sé slíkt starf mikilvægur þáttur í þroska og uppvexti barna. Áframhaldandi stuðningur við íþrótta- og tómstundastarf er upptakturinn að því sem koma skal á þessu kjörtímabili. Höfundur er þingmaður Suðurkjördæmis.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun