Félag Aron Einars kærði mótherjana eftir að leikmaður mætti til leiks „með Covid“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2022 09:00 Aron Einar Gunnarsson í leik með Al Arabi í katörsku deildinni. Getty/Simon Holmes Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al Arabi töpuðu á heimavelli í katörsku Stjörnudeildinni í gær en það eru ekki það síðasta sem við heyrum af þeim leik. Al Wakrah vann leikinn 2-1 en virðist hafa notað ólöglegan leikmann. Leikmaðurinn var vissulega með leikheimild og ekki í leikbanni en hann var nýlega búinn að greinast með kórónuveiruna. Al Arabi greindi frá því á síðum sínum í gærkvöldi að félagið hafi nú sent formlega kvörtun til katarska knattspyrnusambandsins vegna viðkomandi leikmanns. View this post on Instagram A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club) Leikmaðurinn fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi á öðrum degi jóla, 26. desember síðastliðinn. Lögin segja að hann eigi að vera í tíu daga einangrun eftir greiningu en það kemur fram í reglum heilbrigðisyfirvalda í Katar. Það voru ekki liðnir tíu dagar frá smiti þegar leikurinn fór fram í gærdag að íslenskum tíma og leikmaðurinn því enn með veiruna samkvæmt öllum viðmiðum. Ekki kemur fram í færslunni hjá Al Arabi hvort leikmaðurinn hafi farið í kórónuveirupróf á leikdegi aðeins að hann hafi tekið þátt í leiknum. Aron Einar var í byrjunarliði Al Arabi og spilaði fyrstu 84 mínútur leiksins. Al Wakrah komst í 2-0 á fyrstu tíu mínútunum og staðan var enn 2-0 þegar Aron yfirgaf völlinn. Eftir sigurinn er Al Wakrah aðeins einu stigi á eftir Al Arabi í fjórða og fimmta sæti Stjörnudeildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club) Fótbolti Katar Katarski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Al Wakrah vann leikinn 2-1 en virðist hafa notað ólöglegan leikmann. Leikmaðurinn var vissulega með leikheimild og ekki í leikbanni en hann var nýlega búinn að greinast með kórónuveiruna. Al Arabi greindi frá því á síðum sínum í gærkvöldi að félagið hafi nú sent formlega kvörtun til katarska knattspyrnusambandsins vegna viðkomandi leikmanns. View this post on Instagram A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club) Leikmaðurinn fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi á öðrum degi jóla, 26. desember síðastliðinn. Lögin segja að hann eigi að vera í tíu daga einangrun eftir greiningu en það kemur fram í reglum heilbrigðisyfirvalda í Katar. Það voru ekki liðnir tíu dagar frá smiti þegar leikurinn fór fram í gærdag að íslenskum tíma og leikmaðurinn því enn með veiruna samkvæmt öllum viðmiðum. Ekki kemur fram í færslunni hjá Al Arabi hvort leikmaðurinn hafi farið í kórónuveirupróf á leikdegi aðeins að hann hafi tekið þátt í leiknum. Aron Einar var í byrjunarliði Al Arabi og spilaði fyrstu 84 mínútur leiksins. Al Wakrah komst í 2-0 á fyrstu tíu mínútunum og staðan var enn 2-0 þegar Aron yfirgaf völlinn. Eftir sigurinn er Al Wakrah aðeins einu stigi á eftir Al Arabi í fjórða og fimmta sæti Stjörnudeildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club)
Fótbolti Katar Katarski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira