Félag Aron Einars kærði mótherjana eftir að leikmaður mætti til leiks „með Covid“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2022 09:00 Aron Einar Gunnarsson í leik með Al Arabi í katörsku deildinni. Getty/Simon Holmes Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al Arabi töpuðu á heimavelli í katörsku Stjörnudeildinni í gær en það eru ekki það síðasta sem við heyrum af þeim leik. Al Wakrah vann leikinn 2-1 en virðist hafa notað ólöglegan leikmann. Leikmaðurinn var vissulega með leikheimild og ekki í leikbanni en hann var nýlega búinn að greinast með kórónuveiruna. Al Arabi greindi frá því á síðum sínum í gærkvöldi að félagið hafi nú sent formlega kvörtun til katarska knattspyrnusambandsins vegna viðkomandi leikmanns. View this post on Instagram A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club) Leikmaðurinn fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi á öðrum degi jóla, 26. desember síðastliðinn. Lögin segja að hann eigi að vera í tíu daga einangrun eftir greiningu en það kemur fram í reglum heilbrigðisyfirvalda í Katar. Það voru ekki liðnir tíu dagar frá smiti þegar leikurinn fór fram í gærdag að íslenskum tíma og leikmaðurinn því enn með veiruna samkvæmt öllum viðmiðum. Ekki kemur fram í færslunni hjá Al Arabi hvort leikmaðurinn hafi farið í kórónuveirupróf á leikdegi aðeins að hann hafi tekið þátt í leiknum. Aron Einar var í byrjunarliði Al Arabi og spilaði fyrstu 84 mínútur leiksins. Al Wakrah komst í 2-0 á fyrstu tíu mínútunum og staðan var enn 2-0 þegar Aron yfirgaf völlinn. Eftir sigurinn er Al Wakrah aðeins einu stigi á eftir Al Arabi í fjórða og fimmta sæti Stjörnudeildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club) Fótbolti Katar Katarski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Al Wakrah vann leikinn 2-1 en virðist hafa notað ólöglegan leikmann. Leikmaðurinn var vissulega með leikheimild og ekki í leikbanni en hann var nýlega búinn að greinast með kórónuveiruna. Al Arabi greindi frá því á síðum sínum í gærkvöldi að félagið hafi nú sent formlega kvörtun til katarska knattspyrnusambandsins vegna viðkomandi leikmanns. View this post on Instagram A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club) Leikmaðurinn fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi á öðrum degi jóla, 26. desember síðastliðinn. Lögin segja að hann eigi að vera í tíu daga einangrun eftir greiningu en það kemur fram í reglum heilbrigðisyfirvalda í Katar. Það voru ekki liðnir tíu dagar frá smiti þegar leikurinn fór fram í gærdag að íslenskum tíma og leikmaðurinn því enn með veiruna samkvæmt öllum viðmiðum. Ekki kemur fram í færslunni hjá Al Arabi hvort leikmaðurinn hafi farið í kórónuveirupróf á leikdegi aðeins að hann hafi tekið þátt í leiknum. Aron Einar var í byrjunarliði Al Arabi og spilaði fyrstu 84 mínútur leiksins. Al Wakrah komst í 2-0 á fyrstu tíu mínútunum og staðan var enn 2-0 þegar Aron yfirgaf völlinn. Eftir sigurinn er Al Wakrah aðeins einu stigi á eftir Al Arabi í fjórða og fimmta sæti Stjörnudeildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club)
Fótbolti Katar Katarski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn