Sonni afar ósáttur við Jerv: „Það fáránlegasta sem ég hef lent í“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2022 11:30 Sonni Ragnar Nattestad lék síðast með Dundalk á Írlandi. getty/Ben McShane Færeyski fótboltamaðurinn Sonni Ragnar Nattested er afar ósáttur með vinnubrögð norska úrvalsdeildarliðsins Jerv sem rifti samningi sínum við hann, aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hann samdi við það. Hann segir þetta það fáránlegasta sem hann hafi lent í. Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Babacar Sarr, fyrrverandi samherja sínum hjá Molde. Hann mætti hins vegar ekki fyrir rétt líkt og Sarr sem enginn virðist vita hver er niðurkominn. Hann er eftirlýstur af Interpol sem biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Stuðningsmenn Jerv voru afar ósáttir eftir að félagið tilkynnti að það hefði samið við Sonna. Og eftir mikinn þrýsting ákvað Jerv að rifta samningnum þótt blekið á pappírnum væri rétt svo þornað. Félagið baðst jafnframt afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur og unnið heimavinnuna sína. Sonna tjáir sig um málavexti í viðtali við VG. Þar segir hann að hætt hafi verið við félagaskiptin að hans ósk og gagnrýnir Jerv harðlega fyrir hvernig félagið tók á málinu sem hann segir að allir hafi vitað af. „Þetta er það fáránlegasta sem ég hef upplifað. Fyrst sögðust þeir hafa hætt við félagaskiptin og ekki hafa vitað af málinu. Allir í Noregi vita af því. Það er leiðinlegt að þetta hljómi eins og ég hafi gert eitthvað af mér sem ég hef ekki. Ég er bara vitni. Þeir segjast ekki hafa rannsakað málið sem er kjaftæði. Þeir tóku ekki vel á þessu,“ sagði Sonni. Hann segist ekki hafa getað mætt fyrir áfrýjunardómstól í fyrstu tilraun en hafi hins vegar mætt fyrir héraðsdóm. Pósturinn sendur á rangt tölvupóstfang „Ég fékk tölvupóst tveimur dögum áður en ég þurfti að fara til Noregs þar sem ég bjó ekki. Fyrst svaraði ég og sagðist ekki geta mætt en svo sagðist ég geta mætt. Svo var mér sagt að þessu hefði verið frestað. Svo kom þriðja dagsetningin, í júní eða einhvern tímann. Ég fór í dómshúsið en var tjáð að þessu hefði verið frestað án þess að ég hafi verið látinn vita,“ sagði Sonni. „Ég mætti þarna í júní. Þeir sögðu að þessu hefði verið frestað og þeir hefðu sent póst á rangt tölvupóstfang. Ég fékk ekki að vita af þessu.“ Sonni hafnar því að vitnisburður hans í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi hafi verið ólíkur. Hann segist hafa sagt það sama en hafi átt í vandræðum með norskuna. Þau vandamál hafi verið úr sögunni eftir að hann fékk túlk. Arne Sandstø, þjálfari Jerv, vildi ekki tjá sig mikið um ummæli Sonna. Hann sagði einfaldlega að Jerv hafi ekki aflað sér nægilega mikilla upplýsinga og ekki staðið sig í stykkinu. Sonni lék hér á landi sumarið 2016. Hann samdi upphaflega við FH en tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór svo til Noregs. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Norski boltinn Noregur Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Sjá meira
Sonni átti að vera aðalvitni í nauðgunarmáli gegn Babacar Sarr, fyrrverandi samherja sínum hjá Molde. Hann mætti hins vegar ekki fyrir rétt líkt og Sarr sem enginn virðist vita hver er niðurkominn. Hann er eftirlýstur af Interpol sem biðlar til hverrar þeirrar þjóðar sem verður hans vör að framselja Sarr til Noregs svo hægt sé að sækja hann til saka. Stuðningsmenn Jerv voru afar ósáttir eftir að félagið tilkynnti að það hefði samið við Sonna. Og eftir mikinn þrýsting ákvað Jerv að rifta samningnum þótt blekið á pappírnum væri rétt svo þornað. Félagið baðst jafnframt afsökunar á að hafa ekki kannað bakgrunn Sonna betur og unnið heimavinnuna sína. Sonna tjáir sig um málavexti í viðtali við VG. Þar segir hann að hætt hafi verið við félagaskiptin að hans ósk og gagnrýnir Jerv harðlega fyrir hvernig félagið tók á málinu sem hann segir að allir hafi vitað af. „Þetta er það fáránlegasta sem ég hef upplifað. Fyrst sögðust þeir hafa hætt við félagaskiptin og ekki hafa vitað af málinu. Allir í Noregi vita af því. Það er leiðinlegt að þetta hljómi eins og ég hafi gert eitthvað af mér sem ég hef ekki. Ég er bara vitni. Þeir segjast ekki hafa rannsakað málið sem er kjaftæði. Þeir tóku ekki vel á þessu,“ sagði Sonni. Hann segist ekki hafa getað mætt fyrir áfrýjunardómstól í fyrstu tilraun en hafi hins vegar mætt fyrir héraðsdóm. Pósturinn sendur á rangt tölvupóstfang „Ég fékk tölvupóst tveimur dögum áður en ég þurfti að fara til Noregs þar sem ég bjó ekki. Fyrst svaraði ég og sagðist ekki geta mætt en svo sagðist ég geta mætt. Svo var mér sagt að þessu hefði verið frestað. Svo kom þriðja dagsetningin, í júní eða einhvern tímann. Ég fór í dómshúsið en var tjáð að þessu hefði verið frestað án þess að ég hafi verið látinn vita,“ sagði Sonni. „Ég mætti þarna í júní. Þeir sögðu að þessu hefði verið frestað og þeir hefðu sent póst á rangt tölvupóstfang. Ég fékk ekki að vita af þessu.“ Sonni hafnar því að vitnisburður hans í skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir héraðsdómi hafi verið ólíkur. Hann segist hafa sagt það sama en hafi átt í vandræðum með norskuna. Þau vandamál hafi verið úr sögunni eftir að hann fékk túlk. Arne Sandstø, þjálfari Jerv, vildi ekki tjá sig mikið um ummæli Sonna. Hann sagði einfaldlega að Jerv hafi ekki aflað sér nægilega mikilla upplýsinga og ekki staðið sig í stykkinu. Sonni lék hér á landi sumarið 2016. Hann samdi upphaflega við FH en tókst ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og var lánaður til Fylkis. Alls spilaði Sonni ellefu leiki í deild og bikar hér á landi. Sarr lék með Selfossi á árunum 2011-12 en fór svo til Noregs. Kona á þrítugsaldri kærði Sarr fyrir nauðgun 2017. Ári seinna var hann sýknaður af rétti í Molde en lét sig hverfa frá Noregi eftir að málinu var áfrýjað. Síðan hefur ekkert til hans spurst.
Norski boltinn Noregur Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Sjá meira