Færeyska stjórnin hangir á bláþræði eftir lygilega atburðarás Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2021 14:15 Bardur á Steig Nielsen lögmaður Færeyja. Epa. Ríkisstjórnarsamstarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum hangir á bláþræði eftir að færeyska Lögþingið samþykkti óvænt lög sem auka réttindi samkynhneigðra í Færeyjum. Atburðarásin í aðdraganda atkvæðagreiðslunnar var lygileg. Árið 2017 voru hjónabönd samkynhneigðra gerð lögleg í Færeyjum. Á sínum tíma var hins vegar ekki gert ráð fyrir að öll réttindi sem gagnkynhneigð pör njóta myndu einnig fylgja samkynja hjónabandi. Fyrir þinginu í Færeyjum lá fyrir að taka afstöðu til þess hvort jafna ætti þessi réttindi. Ekki var búist við því að tillögurnar myndu ná fram að ganga vegna harðrar andstöðu Miðflokksins. Ýmislegt reynt til að koma í veg fyrir meirihluta með frumvörpunum Segja má að allt hafi farið í háaloft á þinginu og ýmislegt hefur verið reynt undanfarna daga til að koma í veg fyrir að málið næði fram að ganga. Frá Þórshöfn í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Sjálfur hótaði Jenis av Rana, formaður Miðflokksins, að sprengja ríkisstjórnina. Íslendingar kannast ef til við þetta nafn en hann lýsti því yfir að hann myndi ekki sitja kvöldverðarboð með Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra Íslands og eiginkonu hennar. Vildu koma lykilvaraþingmanni af þingi Aðgerðir andstæðinga frumvarpanna snerist að miklu leyti um að koma Anniku Olsen, varaþingmanni Fólkaflokksins út af þingi, þar sem hún hafði lýst því yfir að hún myndi styðja málin. Tveir ráðherrar Fólkaflokksins sögðu af sér embætti til þess að taka sæti sín á þingi á ný, allt til þess að koma Anniku Olsen út. Þetta virðist hafa farið mjög í taugarnar á Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja og leiðtoga Sambandsflokksins, sem gagnrýndi Fólkaflokkinn mjög fyrir að láta ráðherra taka sæti á þingi á ný til þess að koma í veg fyrir að mál næðu fram að ganga. Erfiðlega hefur gengið fyrir LGBT-fólk að öðlast sömu réttindi og aðrir í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Svaraði Bárður með því að leyfa þingmönnum Sambandsflokksins að greiða atkvæði eins og þeim sýndist, og að ráðherrar Fólkaflokksins sem létu af embætti myndu ekki fá ráðherrastöður á ný. Ríkisstjórnin hangir á bláþræði Héðinn Zachariasson óskaði einnig eftir leyfi frá þingstörfum, sem varð til þess að Annika Olsen tók aftur sæti á þingi. Varð þetta til þess að meirihluti náðist til þess að koma frumvörpunum í gegn. Greidd voru atkvæði um frumvörpin tvö og sigldu þau í gegnum þingið með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13. Eftir þetta er mikil óvissa um framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins. Miðflokkurinn hefur sagt að Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafi brotið ríkisstjórnarsáttmála flokkanna og að frekara samstarf sé nær ómögulegt. Þá hefur einn þingmaður Sambandsflokksins, Johan Dahl, lýst því yfir að hann geti ekki starfað með Miðflokkunum, sem þýðir að ríkisstjórnin hafi ekki lengur meirihluta. Staða Fólkaflokksins er einnig í óvissu þar sem tveir ráðherrar flokksins sögðu af sér í þeirri trú um að þingið myndi greiða atkvæði gegn frumvörpunum. Þá er formaður flokksins, Jörgen Niclasen, sagður vera verulega ósáttur með Anikku Olsen vegna málsins. Sjálfur segir Bárður lögmaður að framtíð samstarfsins muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir jól. Færeyjar Hinsegin Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira
Árið 2017 voru hjónabönd samkynhneigðra gerð lögleg í Færeyjum. Á sínum tíma var hins vegar ekki gert ráð fyrir að öll réttindi sem gagnkynhneigð pör njóta myndu einnig fylgja samkynja hjónabandi. Fyrir þinginu í Færeyjum lá fyrir að taka afstöðu til þess hvort jafna ætti þessi réttindi. Ekki var búist við því að tillögurnar myndu ná fram að ganga vegna harðrar andstöðu Miðflokksins. Ýmislegt reynt til að koma í veg fyrir meirihluta með frumvörpunum Segja má að allt hafi farið í háaloft á þinginu og ýmislegt hefur verið reynt undanfarna daga til að koma í veg fyrir að málið næði fram að ganga. Frá Þórshöfn í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Sjálfur hótaði Jenis av Rana, formaður Miðflokksins, að sprengja ríkisstjórnina. Íslendingar kannast ef til við þetta nafn en hann lýsti því yfir að hann myndi ekki sitja kvöldverðarboð með Jóhönnu Sigurðardóttur þáverandi forsætisráðherra Íslands og eiginkonu hennar. Vildu koma lykilvaraþingmanni af þingi Aðgerðir andstæðinga frumvarpanna snerist að miklu leyti um að koma Anniku Olsen, varaþingmanni Fólkaflokksins út af þingi, þar sem hún hafði lýst því yfir að hún myndi styðja málin. Tveir ráðherrar Fólkaflokksins sögðu af sér embætti til þess að taka sæti sín á þingi á ný, allt til þess að koma Anniku Olsen út. Þetta virðist hafa farið mjög í taugarnar á Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja og leiðtoga Sambandsflokksins, sem gagnrýndi Fólkaflokkinn mjög fyrir að láta ráðherra taka sæti á þingi á ný til þess að koma í veg fyrir að mál næðu fram að ganga. Erfiðlega hefur gengið fyrir LGBT-fólk að öðlast sömu réttindi og aðrir í Færeyjum.Vísir/Vilhelm Svaraði Bárður með því að leyfa þingmönnum Sambandsflokksins að greiða atkvæði eins og þeim sýndist, og að ráðherrar Fólkaflokksins sem létu af embætti myndu ekki fá ráðherrastöður á ný. Ríkisstjórnin hangir á bláþræði Héðinn Zachariasson óskaði einnig eftir leyfi frá þingstörfum, sem varð til þess að Annika Olsen tók aftur sæti á þingi. Varð þetta til þess að meirihluti náðist til þess að koma frumvörpunum í gegn. Greidd voru atkvæði um frumvörpin tvö og sigldu þau í gegnum þingið með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13. Eftir þetta er mikil óvissa um framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins. Miðflokkurinn hefur sagt að Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn hafi brotið ríkisstjórnarsáttmála flokkanna og að frekara samstarf sé nær ómögulegt. Þá hefur einn þingmaður Sambandsflokksins, Johan Dahl, lýst því yfir að hann geti ekki starfað með Miðflokkunum, sem þýðir að ríkisstjórnin hafi ekki lengur meirihluta. Staða Fólkaflokksins er einnig í óvissu þar sem tveir ráðherrar flokksins sögðu af sér í þeirri trú um að þingið myndi greiða atkvæði gegn frumvörpunum. Þá er formaður flokksins, Jörgen Niclasen, sagður vera verulega ósáttur með Anikku Olsen vegna málsins. Sjálfur segir Bárður lögmaður að framtíð samstarfsins muni ekki liggja fyrir fyrr en eftir jól.
Færeyjar Hinsegin Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Sjá meira