Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2025 09:19 Samþykkt var að fresta fundi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um kolefnisgjald á stór flutningaskip fram á næsta ár. Bandaríkjastjórn beitti gegndarlausum þrýstingi til þess að fresta ákvörðuninni. AP/Hiro Jomae Samningamenn frá Evrópusambandinu eru sagðir slegnir eftir að bandarískir kollegar þeirra hótuðu að refsa þeim og fjölskyldum þeirra persónulega ef þeir greiddu ekki atkvæði gegn loftslagsaðgerðum í skipasiglingum. Þeir segjast aldrei hafa upplifað annað eins í alþjóðlegum samningaviðræðum. Hótanirnar áttu sér stað við samningaviðræður í kringum fund Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fór fram í London í síðustu viku. Þar átti að samþykkja aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá skipasiglingum. Fundinum lauk án samkomulags, meðal annars vegna harðrar andstöðu Bandaríkjastjórnar. Undir stjórn repúblikana, sem hafna vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga hefur Bandaríkjastjórn barist hart gegn hvers kyns aðgerðum sem er ætlað að taka á vandanum. Svo rammt kvað að þessari andstöðu Bandaríkjastjórnar að samningamenn hennar hótuðu evrópskum fulltrúum á fundinum hefndaraðgerðum kysu þeir ekki með Bandaríkjamönnunum, að sögn blaðsins Politico sem byggir á samtölum við átta sendifulltrúa, embættismenn og áheyrnarfulltrúa félagasamtaka frá Evrópu sem sátu fundinn. Hótað að svipta skyldmenni landvistarleyfi í Bandaríkjunum Einn fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að evrópskir samningamenn hafi verið kallaðir á fund í bandaríska sendiráðinu í London þar sem þeir hefðu mátt sitja undir hótunum, meðal annars um að hætt yrði við viðskipti og að skyldmenni þeirra yrðu sviptir vegabréfsáritun í Bandaríkjunum, ef þeir fylgdu ekki Bandaríkjunum að málum á fundi IMO. „Samningamenn okkar höfðu aldrei séð annað eins í nokkrum alþjóðlegum viðræðum,“ sagði embættismaðurinn. Politico veitti heimildarmönnum sínum nafnleynd vegna ótta þeirra við að Bandaríkjamennirnir gerðu alvöru úr hótunum sínum í hefndarskyni. Undir stjórn Donalds Trump og repúblikana hefur bandaríska alríkisstjórnin sýnt valdboðstilhneigingar í anda ríkja eins og Rússlands eða Ungverjalands. Hótanir hennar í garð erlendra erindreka í alþjóðlegum samningaviðræðum eru nýjasta dæmið um hvernig hún brýtur reglur í samskiptum við önnur ríki.EPA Tónninn hafði þegar verið sleginn fyrir fundinn af hálfu Bandaríkjamannanna. Í opinberri yfirlýsingu hótuðu ráðherrar utanríkis-, samgöngu- og orkumála að beita refsitollum, hafnargjöldum og takmörkunum á vegabréfsáritanir áhafna til þess að fæla ríki frá því að leggja gjöld á kolefnislosun flutningaskipa. Einnig sögðu þeir að til greina kæmi að beita embættismenn refsiaðgerðum ef þeir styddu loftslagsaðgerðir sem „aðgerðarsinnar“ ættu frumkvæðið að. „Kjaftæði í gangi“ Þrýstingur Bandaríkjastjórnar einskorðaðist heldur ekki við Evrópuríki. Orku- og landbúnaðarráðherrar Bandaríkjanna sögðust sjálfir hafa hringt persónulega í fulltrúa fleiri en tuttugu ríkja og hótað Karíbahafsríkjum refsitollum ef þau féllust ekki á að fresta ákvörðun um losun skipaumferðar. Ralph Regenvanu, loftslagsráðherra eyríkisins Vanúatú, segir að eyríki hafi sætt gegndarlausum þrýstingi frá Bandaríkjastjórn. „Það er kjaftæði í gangi,“ sagði hann við Politico. Vanúatú er eitt það ríkja heims sem á hvað mest undir að mannkynið dragi hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hækkandi sjávarstaða vegna hlýnunar jarðar er tilvistarleg ógn við samfélag manna þar. Á bilinu tvö til þrjú prósent af losun manna á gróðurhúsalofttegundum stafar frá alþjóðasiglingum. Tillagan sem IMO fjallaði um á fundinum í London felur meðal annars í sér að stór flutningaskip, sem standa fyrir um 85 prósent af losun frá alþjóðasiglingum, yrðu felld undir alþjóðlegt viðskiptakerfi með losunarheimildir og að auknar kröfur yrðu gerðar til þess eldsneyti sem skipin brenna. Bandaríkin Donald Trump Skipaflutningar Hafið Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Vanúatú Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Sjá meira
Hótanirnar áttu sér stað við samningaviðræður í kringum fund Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fór fram í London í síðustu viku. Þar átti að samþykkja aðgerðir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá skipasiglingum. Fundinum lauk án samkomulags, meðal annars vegna harðrar andstöðu Bandaríkjastjórnar. Undir stjórn repúblikana, sem hafna vísindalegri þekkingu á orsökum og afleiðingum loftslagsbreytinga hefur Bandaríkjastjórn barist hart gegn hvers kyns aðgerðum sem er ætlað að taka á vandanum. Svo rammt kvað að þessari andstöðu Bandaríkjastjórnar að samningamenn hennar hótuðu evrópskum fulltrúum á fundinum hefndaraðgerðum kysu þeir ekki með Bandaríkjamönnunum, að sögn blaðsins Politico sem byggir á samtölum við átta sendifulltrúa, embættismenn og áheyrnarfulltrúa félagasamtaka frá Evrópu sem sátu fundinn. Hótað að svipta skyldmenni landvistarleyfi í Bandaríkjunum Einn fulltrúi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að evrópskir samningamenn hafi verið kallaðir á fund í bandaríska sendiráðinu í London þar sem þeir hefðu mátt sitja undir hótunum, meðal annars um að hætt yrði við viðskipti og að skyldmenni þeirra yrðu sviptir vegabréfsáritun í Bandaríkjunum, ef þeir fylgdu ekki Bandaríkjunum að málum á fundi IMO. „Samningamenn okkar höfðu aldrei séð annað eins í nokkrum alþjóðlegum viðræðum,“ sagði embættismaðurinn. Politico veitti heimildarmönnum sínum nafnleynd vegna ótta þeirra við að Bandaríkjamennirnir gerðu alvöru úr hótunum sínum í hefndarskyni. Undir stjórn Donalds Trump og repúblikana hefur bandaríska alríkisstjórnin sýnt valdboðstilhneigingar í anda ríkja eins og Rússlands eða Ungverjalands. Hótanir hennar í garð erlendra erindreka í alþjóðlegum samningaviðræðum eru nýjasta dæmið um hvernig hún brýtur reglur í samskiptum við önnur ríki.EPA Tónninn hafði þegar verið sleginn fyrir fundinn af hálfu Bandaríkjamannanna. Í opinberri yfirlýsingu hótuðu ráðherrar utanríkis-, samgöngu- og orkumála að beita refsitollum, hafnargjöldum og takmörkunum á vegabréfsáritanir áhafna til þess að fæla ríki frá því að leggja gjöld á kolefnislosun flutningaskipa. Einnig sögðu þeir að til greina kæmi að beita embættismenn refsiaðgerðum ef þeir styddu loftslagsaðgerðir sem „aðgerðarsinnar“ ættu frumkvæðið að. „Kjaftæði í gangi“ Þrýstingur Bandaríkjastjórnar einskorðaðist heldur ekki við Evrópuríki. Orku- og landbúnaðarráðherrar Bandaríkjanna sögðust sjálfir hafa hringt persónulega í fulltrúa fleiri en tuttugu ríkja og hótað Karíbahafsríkjum refsitollum ef þau féllust ekki á að fresta ákvörðun um losun skipaumferðar. Ralph Regenvanu, loftslagsráðherra eyríkisins Vanúatú, segir að eyríki hafi sætt gegndarlausum þrýstingi frá Bandaríkjastjórn. „Það er kjaftæði í gangi,“ sagði hann við Politico. Vanúatú er eitt það ríkja heims sem á hvað mest undir að mannkynið dragi hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hækkandi sjávarstaða vegna hlýnunar jarðar er tilvistarleg ógn við samfélag manna þar. Á bilinu tvö til þrjú prósent af losun manna á gróðurhúsalofttegundum stafar frá alþjóðasiglingum. Tillagan sem IMO fjallaði um á fundinum í London felur meðal annars í sér að stór flutningaskip, sem standa fyrir um 85 prósent af losun frá alþjóðasiglingum, yrðu felld undir alþjóðlegt viðskiptakerfi með losunarheimildir og að auknar kröfur yrðu gerðar til þess eldsneyti sem skipin brenna.
Bandaríkin Donald Trump Skipaflutningar Hafið Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Vanúatú Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Fleiri fréttir Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Sjá meira