„Hann öskraði að hann vildi deyja út af verkjum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2021 14:16 Til vinstri má sjá Alexander á Fossvogsspítala, 12 klukkustundum eftir að Karenína móðir hans talaði við hjúkrunarfræðinginn á Læknavaktinni. Vísir Móðir átta ára gamals drengs segist hafa mætt hroka og skilningsleysi á Læknavaktinni þegar hún hringdi inn vegna átta ára sonar síns, sem var þjakaður úr verkjum. Í ljós kom þegar drengurinn var fluttur á spítala að hann væri með heilablæðingu. „Þann 22. apríl á þessu ári, á 8 ára afmælisdaginn sinn, vaknar Alexander með versta mögulega höfuðverk. Hann ældi og öskraði úr verkjum. Ég hringdi á læknavaktina, þar sem við vorum í sóttkví, til þess að vita hvert ég ætti að fara með hann. En þvílíkur hroki og „er þetta fyrsta barn“ stælar,“ skrifar Karenína Elsudóttir í Facebook-færslu. Karenína birti færslunna í gær eftir að hún las viðtal í Fréttablaðinu við móður með slæma reynslu af Læknavaktinni. Hún segist ekki hafa getað setið á sér eftir að hún las viðtalið og deilir því sögu sinni. Færslu Karenínu hefur verið deilt tæplega 180 sinnum á Facebook og meira en 1.100 manns hafa líkað við færsluna. Karenína segir hjúkrunarfræðing á Læknavaktinni hafa sagt sér að gefa Alexander verkjalyf, sem hafi ekki verið hægt. „Ég sagðist ekki koma því ofan í hann þar sem hann ældi bókstaflega úr verkjum. Hann öskraði að hann vildi deyja útaf þessum verkjum. Hún sagði mér að halda áfram að reyna og hringja aftur ef hann yrði eitthvað verri?!“ Hún segist ekki hafa verið sátt við þessi svör og því hringt í neyðarlínuna. Í miðju símtali hafi Alexander hins vegar misst meðvitund. „Um leið og sjúkraflutningamenn komu þá rifu þeir hann í fangið og hlupu með hann út í sjúkrabíl og beint á barnaspítala. Niðrá barnaspítala kom í ljós að barnið væri með massíva heilblæðingu. Hann var drifinn upp í Fossvog,“ segir Karenína og segir Alexander hafa fæðst með æðaflækju í heila sem hafði þarna blætt úr. „Uppá Fossvogi var okkur tjáð að þetta væri mjög alvarlegt ástand og hann gæti dáið, við áttum að undirbúa fjölskylduna okkur undir það. Hann fór í margra klukkutíma heilaaðgerð sem bjargaði lífi hans,“ skrifar Karenína. Hún segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð það að hefðu sjúkraflutningamennirnir ekki brugðist svo hratt við hefði drengurinn dáið. Við hafi tekið fjögurra mánaða sjúkrahúslega. Alexander hafi þurft að læra að labba, tala, borða og læra alla samhæfingu upp á nýtt. Hann sé enn í sjúkraþjálfun til að styrkjast. „Ég lagði inn kvörtun til Læknavaktarinnar út af þessu símtali, bæði út af hrokanum sem mætti mér og skilningsleysinu. Þeir sögðu að það hafði verið tekið fyrir sem hefur greinilega ekki gerst. Þetta er ekki fyrsta, ekki annað og örugglega ekki síðasta skiptið sem Læknavaktin drullar svona upp á bak, á það að kosta líf barnanna okkar eða þeirra sem okkur þykir vænt um?“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
„Þann 22. apríl á þessu ári, á 8 ára afmælisdaginn sinn, vaknar Alexander með versta mögulega höfuðverk. Hann ældi og öskraði úr verkjum. Ég hringdi á læknavaktina, þar sem við vorum í sóttkví, til þess að vita hvert ég ætti að fara með hann. En þvílíkur hroki og „er þetta fyrsta barn“ stælar,“ skrifar Karenína Elsudóttir í Facebook-færslu. Karenína birti færslunna í gær eftir að hún las viðtal í Fréttablaðinu við móður með slæma reynslu af Læknavaktinni. Hún segist ekki hafa getað setið á sér eftir að hún las viðtalið og deilir því sögu sinni. Færslu Karenínu hefur verið deilt tæplega 180 sinnum á Facebook og meira en 1.100 manns hafa líkað við færsluna. Karenína segir hjúkrunarfræðing á Læknavaktinni hafa sagt sér að gefa Alexander verkjalyf, sem hafi ekki verið hægt. „Ég sagðist ekki koma því ofan í hann þar sem hann ældi bókstaflega úr verkjum. Hann öskraði að hann vildi deyja útaf þessum verkjum. Hún sagði mér að halda áfram að reyna og hringja aftur ef hann yrði eitthvað verri?!“ Hún segist ekki hafa verið sátt við þessi svör og því hringt í neyðarlínuna. Í miðju símtali hafi Alexander hins vegar misst meðvitund. „Um leið og sjúkraflutningamenn komu þá rifu þeir hann í fangið og hlupu með hann út í sjúkrabíl og beint á barnaspítala. Niðrá barnaspítala kom í ljós að barnið væri með massíva heilblæðingu. Hann var drifinn upp í Fossvog,“ segir Karenína og segir Alexander hafa fæðst með æðaflækju í heila sem hafði þarna blætt úr. „Uppá Fossvogi var okkur tjáð að þetta væri mjög alvarlegt ástand og hann gæti dáið, við áttum að undirbúa fjölskylduna okkur undir það. Hann fór í margra klukkutíma heilaaðgerð sem bjargaði lífi hans,“ skrifar Karenína. Hún segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð það að hefðu sjúkraflutningamennirnir ekki brugðist svo hratt við hefði drengurinn dáið. Við hafi tekið fjögurra mánaða sjúkrahúslega. Alexander hafi þurft að læra að labba, tala, borða og læra alla samhæfingu upp á nýtt. Hann sé enn í sjúkraþjálfun til að styrkjast. „Ég lagði inn kvörtun til Læknavaktarinnar út af þessu símtali, bæði út af hrokanum sem mætti mér og skilningsleysinu. Þeir sögðu að það hafði verið tekið fyrir sem hefur greinilega ekki gerst. Þetta er ekki fyrsta, ekki annað og örugglega ekki síðasta skiptið sem Læknavaktin drullar svona upp á bak, á það að kosta líf barnanna okkar eða þeirra sem okkur þykir vænt um?“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira