„Það hringir enginn með feita bitann“ Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2021 12:54 Guðmundur Andri Thorsson tók sæti á þingi árið 2017. Hann snýr nú aftur í bókaútgáfuna. Guðmundur Andri segir margs að sakna af vettvangi þingsins, og reyndar margs ekki, andrúmsloftið getur reynst býsna eitrað þar. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson fráfarandi þingmaður er byrjaður aftur á Forlaginu, sínum gamla vinnustað. „Nýja og gamla. Mjög vel enda besti vinnustaður sem ég hef verið á. Ég er reyndar bara í aðlögun ennþá,“ segir Guðmundur Andri þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvernig nýja starfið leggðist í sig. Guðmundur Andri hefur sat ekki lengi við símann eftir að fyrir lá að hann næði ekki inn á þing sem annar maður á lista Samfylkingarinnar í Kraganum. Því síður hinkrar hann eftir því hvað muni ef sé og ef mundi út úr störfum undirbúningskjörbréfanefndar Birgis Ármanssonar. Hann hefur gengið frá því að hefja nú störf sem ritstjóri hjá Forlaginu, en þar var hann einmitt áður en þingmennska hans hófst 2017. Starf ritstjóra á forlagi er í hugum margra dularfullt starf. Hvað felst eiginlega í því? „Að vera meðhjálpari höfunda, stuðpúði hugmynda, verkstjóri viðkomandi bókar, já og vita hvenær maður skrifar “geisa” og hvenær “geysa”.“ Bók sem bíður eftir því að komast úr kolli Andra Guðmundur Andri segist reyndar varla gegna titlinum ritstjóri. „Einu sinni - og á öðrum vinnustað þegar allir voru með fína titla - fór ég að kalla mig forstöðumann Andrasviðs. Ansa ekki öðrum titli.“ Nú fer tvennum sögum af því hvernig þingmönnum gengur að finna sér starf eftir að þingmennskunni lýkur. Þú hefur ekkert verið að vonast eftir því að hreppa sendiherrastöðu einhvers staðar, eða feitan bita innan kerfisins? „Jú jú, sit við símann, en það hringir enginn með feita bitann.“ Víst er að þeir sem til þekkja fagna því að Guðmundur Andri snúi aftur í bókaútgáfuna en fáir eru vandaðari textamenn en einmitt hann. Og sjálfur er hann ekki einungis í því að yfirfara texta annarra, hann er einnig virtur rithöfundur og ætlar að sinna þeim ferli áfram. „Ég ætla að reyna að skrifa bók sem hefur lengi beðið eftir því að komast út úr hausnum á mér.“ Afskiptum af pólitík ekki lokið Guðmundur Andri segir spurður að hann gæti haft mörg orð um það hvers hann eigi eftir að sakna af vettvangi þingsins? „Og sakna ekki. Og mun kannski gera það síðar. Þetta er heimur sem gaman er að lifa og hrærast í - en getur líka orðið soldið eitrað. Ég sakna mest vina minna úr þingflokknum.“ Og Guðmundur Andri segir að þetta þýði ekki að pólitískum afskiptum hans sé lokið. „Ég er ekki eins og sumir fyrrum forystumenn Samfylkingarinnar sem virðast líta svo á að hlutverki flokksins hafi lokið þegar þeirra eigin ferli lauk. Kannski maður skjótist inn af og til af varamannabekknum,“ segir Guðmundur Andri sem er varamaður Þórunnar Sveinbjarnardóttur í Suðvesturkjördæmi. En nú er það bókaútgáfan. Guðmundur Andri mætir til leiks í miðju jólabókaflóði og hann segir alltaf gaman að því ati. Bókaútgáfa Alþingi Alþingiskosningar 2021 Bókmenntir Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira
„Nýja og gamla. Mjög vel enda besti vinnustaður sem ég hef verið á. Ég er reyndar bara í aðlögun ennþá,“ segir Guðmundur Andri þegar blaðamaður Vísis spurði hann hvernig nýja starfið leggðist í sig. Guðmundur Andri hefur sat ekki lengi við símann eftir að fyrir lá að hann næði ekki inn á þing sem annar maður á lista Samfylkingarinnar í Kraganum. Því síður hinkrar hann eftir því hvað muni ef sé og ef mundi út úr störfum undirbúningskjörbréfanefndar Birgis Ármanssonar. Hann hefur gengið frá því að hefja nú störf sem ritstjóri hjá Forlaginu, en þar var hann einmitt áður en þingmennska hans hófst 2017. Starf ritstjóra á forlagi er í hugum margra dularfullt starf. Hvað felst eiginlega í því? „Að vera meðhjálpari höfunda, stuðpúði hugmynda, verkstjóri viðkomandi bókar, já og vita hvenær maður skrifar “geisa” og hvenær “geysa”.“ Bók sem bíður eftir því að komast úr kolli Andra Guðmundur Andri segist reyndar varla gegna titlinum ritstjóri. „Einu sinni - og á öðrum vinnustað þegar allir voru með fína titla - fór ég að kalla mig forstöðumann Andrasviðs. Ansa ekki öðrum titli.“ Nú fer tvennum sögum af því hvernig þingmönnum gengur að finna sér starf eftir að þingmennskunni lýkur. Þú hefur ekkert verið að vonast eftir því að hreppa sendiherrastöðu einhvers staðar, eða feitan bita innan kerfisins? „Jú jú, sit við símann, en það hringir enginn með feita bitann.“ Víst er að þeir sem til þekkja fagna því að Guðmundur Andri snúi aftur í bókaútgáfuna en fáir eru vandaðari textamenn en einmitt hann. Og sjálfur er hann ekki einungis í því að yfirfara texta annarra, hann er einnig virtur rithöfundur og ætlar að sinna þeim ferli áfram. „Ég ætla að reyna að skrifa bók sem hefur lengi beðið eftir því að komast út úr hausnum á mér.“ Afskiptum af pólitík ekki lokið Guðmundur Andri segir spurður að hann gæti haft mörg orð um það hvers hann eigi eftir að sakna af vettvangi þingsins? „Og sakna ekki. Og mun kannski gera það síðar. Þetta er heimur sem gaman er að lifa og hrærast í - en getur líka orðið soldið eitrað. Ég sakna mest vina minna úr þingflokknum.“ Og Guðmundur Andri segir að þetta þýði ekki að pólitískum afskiptum hans sé lokið. „Ég er ekki eins og sumir fyrrum forystumenn Samfylkingarinnar sem virðast líta svo á að hlutverki flokksins hafi lokið þegar þeirra eigin ferli lauk. Kannski maður skjótist inn af og til af varamannabekknum,“ segir Guðmundur Andri sem er varamaður Þórunnar Sveinbjarnardóttur í Suðvesturkjördæmi. En nú er það bókaútgáfan. Guðmundur Andri mætir til leiks í miðju jólabókaflóði og hann segir alltaf gaman að því ati.
Bókaútgáfa Alþingi Alþingiskosningar 2021 Bókmenntir Vistaskipti Samfylkingin Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Sjá meira