Innlit inn í nýafhjúpað Hegningarhús Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 20:22 Hegningarhúsið við Skólavörðustíg var afhjúpað fyrr í vikunni. Það hafði síðasta árið verið hulið vinnupöllum. Vísir/Arnar Hundruð milljóna króna viðgerðum á ytra byrði Hegningarhússins lauk að mestu fyrr í vikunni. Innréttingar eftir Guðjón Samúelsson fundust óvænt við framkvæmdirnar en mikil vinna er enn framundan við að koma innra byrði hússins í upprunalegt horf. Hegningarhúsið var svo mánuðum skiptir hulið vinnupöllum, hárri girðingu og plasti, en var loksins afhjúpað nú í byrjun nóvember. Á meðal þess sem tekið hefur verið í gegn er múrverkið utan á húsinu, gluggar og þak. Eitt af því stærsta sem ráðist hefur verið í innandyra er svo bygging þriggja gríðarstórra reykháfa í upprunalegri mynd. Kunnáttan ekki til á Íslandi Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er einn af hinum umtöluðu reykháfum uppi á háalofti hússins. Halli er á reykháfunum og þeim sveigt svo þeir komi upp á nákvæmlega réttum stað í húsinu. Þeir verða ekki notaðir sem eiginleigir reykháfar heldur sem hluti af loftræstikerfi hússins. „Engir íslenskir múrarar kunnu í raun og veru þetta handverk og hér þurftu menn að þreifa sig áfram. Og þetta held ég að hafi tekist bara ljómandi vel,“ segir Hjörleifur Stefánsson, arkítekt. Hjörleifur Stefánsson arkítekt er einn þeirra sem koma að uppbyggingu í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Í vesturálmu hússins er svo geymdur óvæntur fjársjóður sem fannst uppi á háalofti; innréttingar efir Guðjón Samúelsson fyrir gamla Hæstarétt, vébönd svokölluð. Hvað verður gert við þetta? „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. En ef vilji er fyrir hendi væri hægt að setja upp þessa innréttingu aftur í Hæstaréttarsalnum,“ segir Hjörleifur. Einn reykháfanna sem byggðir voru inni í húsinu. Hann samanstendur af þremur reykháfum sem hlykkjast saman í einn stóran.Vísir/Arnar Hugmyndalistinn endalaus Gríðarmikið verk er þó enn fyrir höndum. Gólfin í fangaklefunum hafa til að mynda öll verið brotin upp vegna raka. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni má sjá veggjakrot, þar sem fangi forðum daga hefur greinilega fengið útrás fyrir listræna hæfileika. Veggjakrot sem fangi hefur rist í vegg eins fangaklefans.Vísir/Arnar En hvað á að gera við húsið að loknum framkvæmdum? Hugmyndum um fangelsismálasafn hefur verið velt upp - og hugmyndalistinn er raunar nær óþrjótandi. „Að fangaklefarnir verði leigðir út til listamanna, myndlistarmanna til dæmis, sem gætu haft þar vinnuaðstöðu og selt afurðir sínar í húsinu,“ segir Hjörleifur. Mikið verk er enn fyrir höndum til að gera húsið nothæft.Vísir/Arnar Reykjavík Arkitektúr Skipulag Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Hegningarhúsið var svo mánuðum skiptir hulið vinnupöllum, hárri girðingu og plasti, en var loksins afhjúpað nú í byrjun nóvember. Á meðal þess sem tekið hefur verið í gegn er múrverkið utan á húsinu, gluggar og þak. Eitt af því stærsta sem ráðist hefur verið í innandyra er svo bygging þriggja gríðarstórra reykháfa í upprunalegri mynd. Kunnáttan ekki til á Íslandi Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði er einn af hinum umtöluðu reykháfum uppi á háalofti hússins. Halli er á reykháfunum og þeim sveigt svo þeir komi upp á nákvæmlega réttum stað í húsinu. Þeir verða ekki notaðir sem eiginleigir reykháfar heldur sem hluti af loftræstikerfi hússins. „Engir íslenskir múrarar kunnu í raun og veru þetta handverk og hér þurftu menn að þreifa sig áfram. Og þetta held ég að hafi tekist bara ljómandi vel,“ segir Hjörleifur Stefánsson, arkítekt. Hjörleifur Stefánsson arkítekt er einn þeirra sem koma að uppbyggingu í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.Vísir/Arnar Í vesturálmu hússins er svo geymdur óvæntur fjársjóður sem fannst uppi á háalofti; innréttingar efir Guðjón Samúelsson fyrir gamla Hæstarétt, vébönd svokölluð. Hvað verður gert við þetta? „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. En ef vilji er fyrir hendi væri hægt að setja upp þessa innréttingu aftur í Hæstaréttarsalnum,“ segir Hjörleifur. Einn reykháfanna sem byggðir voru inni í húsinu. Hann samanstendur af þremur reykháfum sem hlykkjast saman í einn stóran.Vísir/Arnar Hugmyndalistinn endalaus Gríðarmikið verk er þó enn fyrir höndum. Gólfin í fangaklefunum hafa til að mynda öll verið brotin upp vegna raka. Í myndbandinu sem fylgir fréttinni má sjá veggjakrot, þar sem fangi forðum daga hefur greinilega fengið útrás fyrir listræna hæfileika. Veggjakrot sem fangi hefur rist í vegg eins fangaklefans.Vísir/Arnar En hvað á að gera við húsið að loknum framkvæmdum? Hugmyndum um fangelsismálasafn hefur verið velt upp - og hugmyndalistinn er raunar nær óþrjótandi. „Að fangaklefarnir verði leigðir út til listamanna, myndlistarmanna til dæmis, sem gætu haft þar vinnuaðstöðu og selt afurðir sínar í húsinu,“ segir Hjörleifur. Mikið verk er enn fyrir höndum til að gera húsið nothæft.Vísir/Arnar
Reykjavík Arkitektúr Skipulag Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira