Framtíðin ræðst af aðgerðum Gísli Rafn Ólafsson skrifar 1. nóvember 2021 12:01 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. COP-26, hófst í gær og stendur yfir til 11. nóvember. Því má búast við að orð eins og hamfarahlýnun, útblástur, kolefnisspor og orkuskipti verði ofarlega á blaði næstu daga og vikur. Sagan sýnir okkur þó að þegar fram líða stundir hverfa þessi mál í skugga líðandi stundar og gleymast, allt þar til næstu hamfarir af völdum hlýnandi loftslags dynja yfir. Í aðdraganda alþingiskosninga í lok september héldu mörg okkar að loftslagsmálin yrðu ofarlega á baugi. Staðan í loftslagsmálum er orðin flestum ljós og ákallið um að grípa til metnaðarfullra aðgerða hljómar um allan heim. Kjósendur virðast þó hafa talið önnur mál mikilvægari að þessu sinni, því tveir stærstu flokkarnir að loknum kosningum skila nánast auðu í loftslagsmálum. Falleinkunn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í úttekt Ungra umhverfissinna talar sínu máli. Unga fólkið hlustar Vísindasamfélagið hefur lengi varað okkur við loftslagsvánni en mörg, ekki síst af minni kynslóð, hafa ekki enn meðtekið varnaðarorðin. Unga fólkið heyrir hins vegar þessa viðvörun vel, kannski vegna þess að það mun súpa seyðið af aðgerðarleysi stjórnmálanna. Þess vegna hefur unga fólkið risið upp - um allan heim - og krafist aðgerða. Þrátt fyrir að aðgerðirnar hafi látið á sér standa hefur unga fólkið engu að síður haft mótandi áhrif á umræðuna og náð eyrum margra stjórnmálamanna. Við sem eigum börn og barnabörn sem eru að taka sín fyrstu skref í þessari breyttu veröld, þurfum að setja framtíð þeirra í forgang. Neysluhyggja og trú á endalausan aðgang að náttúruauðlindum minnar kynslóðar hefur sett framtíð þeirra í hættu. Hér á Íslandi eru áhrif þessara hnattrænu loftslagsbreytinga byrjuð að gera vart við sig, en þau okkar sem hafa ferðast og búið við miðbaug sjáum afleiðingarnar ágerast með hverju árinu. Skýr sýn til framtíðar Það er kominn tími fyrir okkur sem erum í stjórnmálum að horfast í augu við hinn nýja raunveruleika. Kominn tími til þess að taka erfiðar ákvarðanir og grípa til aðgerða gegn þeim hættum sem við stöndum frammi fyrir. Við erum þjóð sem býr á landi þar sem að hamfarir eru reglulegir vágestir. Við verðum að passa okkur að láta þessa vá ekki taka okkur í bólinu. Við þurfum að vinna saman, þvert á flokkslínur og byggja upp samstöðu um raunverulegt átak í baráttunni gegn þessari loftslagsvá. Ef við sameinumst, hugsum stórt og höfum framtíð barna okkar og barnabarna að leiðarljósi, þá getum við tekist á við þessa ógn. Við getum lagt okkar að mörkum og með skýra sýn á nýsköpun tengdri loftslagsvá getum við hæglega orðið að leiðtoga á alþjóðavettvangi í þessari baráttu.Píratar lögðu fram slíka sýn í kosningabaráttunni, bæði í loftslagsstefnunni okkar (sem Ungir umhverfissinnar töldu vera þá bestu) og nýsköpunarstefnu flokksins (sem er í 20 liðum og hverfist um græna nýsköpun um land allt). Ég hlakka til að tala máli þeirra beggja inni á þingi því ég hef einlæga trú á að innihald þeirra leggi grunn að farsælla og grænna samfélagi til framtíðar. Börnin okkar eiga það skilið. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Alþingi COP26 Loftslagsmál Píratar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. COP-26, hófst í gær og stendur yfir til 11. nóvember. Því má búast við að orð eins og hamfarahlýnun, útblástur, kolefnisspor og orkuskipti verði ofarlega á blaði næstu daga og vikur. Sagan sýnir okkur þó að þegar fram líða stundir hverfa þessi mál í skugga líðandi stundar og gleymast, allt þar til næstu hamfarir af völdum hlýnandi loftslags dynja yfir. Í aðdraganda alþingiskosninga í lok september héldu mörg okkar að loftslagsmálin yrðu ofarlega á baugi. Staðan í loftslagsmálum er orðin flestum ljós og ákallið um að grípa til metnaðarfullra aðgerða hljómar um allan heim. Kjósendur virðast þó hafa talið önnur mál mikilvægari að þessu sinni, því tveir stærstu flokkarnir að loknum kosningum skila nánast auðu í loftslagsmálum. Falleinkunn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í úttekt Ungra umhverfissinna talar sínu máli. Unga fólkið hlustar Vísindasamfélagið hefur lengi varað okkur við loftslagsvánni en mörg, ekki síst af minni kynslóð, hafa ekki enn meðtekið varnaðarorðin. Unga fólkið heyrir hins vegar þessa viðvörun vel, kannski vegna þess að það mun súpa seyðið af aðgerðarleysi stjórnmálanna. Þess vegna hefur unga fólkið risið upp - um allan heim - og krafist aðgerða. Þrátt fyrir að aðgerðirnar hafi látið á sér standa hefur unga fólkið engu að síður haft mótandi áhrif á umræðuna og náð eyrum margra stjórnmálamanna. Við sem eigum börn og barnabörn sem eru að taka sín fyrstu skref í þessari breyttu veröld, þurfum að setja framtíð þeirra í forgang. Neysluhyggja og trú á endalausan aðgang að náttúruauðlindum minnar kynslóðar hefur sett framtíð þeirra í hættu. Hér á Íslandi eru áhrif þessara hnattrænu loftslagsbreytinga byrjuð að gera vart við sig, en þau okkar sem hafa ferðast og búið við miðbaug sjáum afleiðingarnar ágerast með hverju árinu. Skýr sýn til framtíðar Það er kominn tími fyrir okkur sem erum í stjórnmálum að horfast í augu við hinn nýja raunveruleika. Kominn tími til þess að taka erfiðar ákvarðanir og grípa til aðgerða gegn þeim hættum sem við stöndum frammi fyrir. Við erum þjóð sem býr á landi þar sem að hamfarir eru reglulegir vágestir. Við verðum að passa okkur að láta þessa vá ekki taka okkur í bólinu. Við þurfum að vinna saman, þvert á flokkslínur og byggja upp samstöðu um raunverulegt átak í baráttunni gegn þessari loftslagsvá. Ef við sameinumst, hugsum stórt og höfum framtíð barna okkar og barnabarna að leiðarljósi, þá getum við tekist á við þessa ógn. Við getum lagt okkar að mörkum og með skýra sýn á nýsköpun tengdri loftslagsvá getum við hæglega orðið að leiðtoga á alþjóðavettvangi í þessari baráttu.Píratar lögðu fram slíka sýn í kosningabaráttunni, bæði í loftslagsstefnunni okkar (sem Ungir umhverfissinnar töldu vera þá bestu) og nýsköpunarstefnu flokksins (sem er í 20 liðum og hverfist um græna nýsköpun um land allt). Ég hlakka til að tala máli þeirra beggja inni á þingi því ég hef einlæga trú á að innihald þeirra leggi grunn að farsælla og grænna samfélagi til framtíðar. Börnin okkar eiga það skilið. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun