Þúsundir íbúða í pípunum í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2021 19:43 Í Skerjafirði stendur til að byggja grænt hverfi þar sem gert er ráð fyrir vistvænum götum og torgum. reykjavíkurborg Á næstu tíu árum verða byggðar um eða yfir tíu þúsund íbúðir í Reykjavík og tuttugu og fimm þúsund á næstu tveimur áratugum sem þýðir að fjöldi íbúða í borginni tvöfaldist á þeim tíma. Þá verði tuttugu og fjórum milljörðum varið í uppbyggingu innviða í tengslum við fjölgun íbúða. Árleg kynning Reykjavíkurborgar á uppbyggingu íbúða í borginni til lengri og skemmri tíma fór fram í Ráðhúsinu í dag. Samkvæmt henni mun borgin taka miklum breytingum á næstu fimm til tíu árum. Í nýja hverfinu á Ártúnshöfða er meðal annars gert ráð fyrir menningarhúsi sem sést fyrir miðri þessari mynd. Borgarlína mun liggja fram hjá torgi þar fyrir framan.Klasi Ártúnshöfðinn hefur verið mikið iðnaðarhverfi á undanförnum áratugum með alls kyns starfsemi. Á því verða breytingar á allra næstu árum. Á höfðanum sem mun kallast Borgarhöfði munu rísa um þrjú þúsund og fimm hundruð íbúðir og samanlagt á höfðanum og í Elliðaárdalnum um átta þúsund íbúðir. Þegar það allt verður búið mun þetta svæði líta út eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina nýlega hafa samþykkt aðalskipulag til ársins 2040. Í því væri gert ráð fyrir yfir tuttugu og fimm þúsund íbúðum. Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg við útdeilingu lóða og byggingaréttar.Stöð 2/Arnar „Til viðmiðunar þá er núverandi íbúðafjöldi í allri Reykjavík um fimmtíu og fimm þúsund íbúðir. Þannig að þetta er á við helminginn af því sem þegar hefur verið byggt á síðustu hundrað árum sem hægt er að fara í á næstu tveimur áratugum,“ segir Dagur. En á allra næstu mánuðum og árum muni íbúðum í borginni einnig fjölga umtalsvert. „Það eru tvö þúsund og sjö hundruð þegar í byggingu. Það eru þrjú þúsund til viðbótar í samþykktu deiliskipulagi. Síðan erum við að fara út með þúsund lóðir á næsta ári auk þess að samþiggja ný hverfi. Þannig að þetta er mjög umfangsmikið magn og ég treysti mér til að fullyrða að það muni ekki standa á Reykjavík,“ segir borgarstjóri. Tveir aðilar eru að byggja hundruð íbúða á Héðinsreitnum í Ánanaustum. Nær okkur á myndinni byggir félag í eigu Ólafs Ólafssonar en hægra meginn við hvítlitaða byggingu nýja Granda hótelsins mun Festir byggja 210 íbúðir í þremur húsum.Festir Í dag stendur yfir mikil uppbygging á fjölmörgum stöðum í borginni eins og í nýju Vogahverfi og í Ánanaustum þar sem þegar er byrjað að byggja um tvö hundruð íbúðir. Þannig mætti lengi telja uppbyggingu í Árbæ, á Kirkjusandi, Hlíðarenda og framundan er mikil uppbygging á grænu hverfi í Skerjafirði. Mikil uppbygging er í gangi í nýja Vogahverfinu þar sem þegar er búið að afhenda fjölda íbúða og enn fleiri eru á byggingarstigi.Reykjavíkurborg Dagur segir borgina leggja áherslu á að byggt sé fyrir alla tekjuhópa í blönduðum hverfum. „Við tökum frá lóðir og byggingarrétt fyrir þá sem hafa minni efni. Það er hvergi annars staðar byggt eins mikið af félagslegu húsnæði. Það er hvergi byggt eins mikið af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum að allir hafi öruggt þak yfir höfuðið. Þess vegna er fjórðungur alls sem er að fara af stað á vegum óhagnaðardrifinna félaga,“ segir Dagur B. Eggertsson. Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Fasteignamarkaður Borgarstjórn Tengdar fréttir Dagur segir næstu tíu ár verða áratug Reykjavíkur Næstu tíu ár verða áratugur Reykjavíkur í uppbyggingu íbúðarhúsnæði að sögn borgarstjóra. Nægt framboð sé af lóðum og þúsundir íbúða verði byggðar á næstu mánuðum og árum. 29. október 2021 14:27 Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. 21. október 2021 19:20 Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Árleg kynning Reykjavíkurborgar á uppbyggingu íbúða í borginni til lengri og skemmri tíma fór fram í Ráðhúsinu í dag. Samkvæmt henni mun borgin taka miklum breytingum á næstu fimm til tíu árum. Í nýja hverfinu á Ártúnshöfða er meðal annars gert ráð fyrir menningarhúsi sem sést fyrir miðri þessari mynd. Borgarlína mun liggja fram hjá torgi þar fyrir framan.Klasi Ártúnshöfðinn hefur verið mikið iðnaðarhverfi á undanförnum áratugum með alls kyns starfsemi. Á því verða breytingar á allra næstu árum. Á höfðanum sem mun kallast Borgarhöfði munu rísa um þrjú þúsund og fimm hundruð íbúðir og samanlagt á höfðanum og í Elliðaárdalnum um átta þúsund íbúðir. Þegar það allt verður búið mun þetta svæði líta út eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir borgina nýlega hafa samþykkt aðalskipulag til ársins 2040. Í því væri gert ráð fyrir yfir tuttugu og fimm þúsund íbúðum. Borgarstjóri segir að ekki muni standa á Reykjavíkurborg við útdeilingu lóða og byggingaréttar.Stöð 2/Arnar „Til viðmiðunar þá er núverandi íbúðafjöldi í allri Reykjavík um fimmtíu og fimm þúsund íbúðir. Þannig að þetta er á við helminginn af því sem þegar hefur verið byggt á síðustu hundrað árum sem hægt er að fara í á næstu tveimur áratugum,“ segir Dagur. En á allra næstu mánuðum og árum muni íbúðum í borginni einnig fjölga umtalsvert. „Það eru tvö þúsund og sjö hundruð þegar í byggingu. Það eru þrjú þúsund til viðbótar í samþykktu deiliskipulagi. Síðan erum við að fara út með þúsund lóðir á næsta ári auk þess að samþiggja ný hverfi. Þannig að þetta er mjög umfangsmikið magn og ég treysti mér til að fullyrða að það muni ekki standa á Reykjavík,“ segir borgarstjóri. Tveir aðilar eru að byggja hundruð íbúða á Héðinsreitnum í Ánanaustum. Nær okkur á myndinni byggir félag í eigu Ólafs Ólafssonar en hægra meginn við hvítlitaða byggingu nýja Granda hótelsins mun Festir byggja 210 íbúðir í þremur húsum.Festir Í dag stendur yfir mikil uppbygging á fjölmörgum stöðum í borginni eins og í nýju Vogahverfi og í Ánanaustum þar sem þegar er byrjað að byggja um tvö hundruð íbúðir. Þannig mætti lengi telja uppbyggingu í Árbæ, á Kirkjusandi, Hlíðarenda og framundan er mikil uppbygging á grænu hverfi í Skerjafirði. Mikil uppbygging er í gangi í nýja Vogahverfinu þar sem þegar er búið að afhenda fjölda íbúða og enn fleiri eru á byggingarstigi.Reykjavíkurborg Dagur segir borgina leggja áherslu á að byggt sé fyrir alla tekjuhópa í blönduðum hverfum. „Við tökum frá lóðir og byggingarrétt fyrir þá sem hafa minni efni. Það er hvergi annars staðar byggt eins mikið af félagslegu húsnæði. Það er hvergi byggt eins mikið af leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum að allir hafi öruggt þak yfir höfuðið. Þess vegna er fjórðungur alls sem er að fara af stað á vegum óhagnaðardrifinna félaga,“ segir Dagur B. Eggertsson.
Húsnæðismál Reykjavík Skipulag Fasteignamarkaður Borgarstjórn Tengdar fréttir Dagur segir næstu tíu ár verða áratug Reykjavíkur Næstu tíu ár verða áratugur Reykjavíkur í uppbyggingu íbúðarhúsnæði að sögn borgarstjóra. Nægt framboð sé af lóðum og þúsundir íbúða verði byggðar á næstu mánuðum og árum. 29. október 2021 14:27 Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. 21. október 2021 19:20 Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Dagur segir næstu tíu ár verða áratug Reykjavíkur Næstu tíu ár verða áratugur Reykjavíkur í uppbyggingu íbúðarhúsnæði að sögn borgarstjóra. Nægt framboð sé af lóðum og þúsundir íbúða verði byggðar á næstu mánuðum og árum. 29. október 2021 14:27
Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. 21. október 2021 19:20
Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51