Konur sem kæra kynferðisbrot eru oft sakaðar um tepruskap Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. október 2021 21:39 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir marga nefna kynferðislega áreitni sem ástæðu fyrir komu til samtakanna. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Oft er talað niður til þeirra sem stíga fram og greina frá kynferðislegu ofbeldi að sögn talskonu Stígamóta. Fjölmörg dæmi eru um að konur sem kæra kynferðisbrot séu sakaður um tepruskap og óþarfa dramatík. Héraðssaksóknari gaf í vikunni út ákæru á hendur karlmanni fyrir að hafa slegið konu á rassinn og reynt að kyssa hana fyrir utan skemmtistað í miðborginni. 22 ákærur í heildina hafa verið gefnar út frá því í janúar í fyrra fyrir kynferðislega áreitni gegn einstaklingum yfir 15 ára aldri. Talsverð umræða hefur skapast um ákæruna þar sem konur eru ýmist sagðar teprur eða sakaðar um að höfða mál í gróðaskyni. Þá er einnig talað um að kynferðisbrotamál af þessum toga séu gengin út í öfga og furðað sig á því að dómstólar skuli taka þau fyrir. Áreitni af þessu tagi er ein megin ástæða þess að fólk leitar til Stígamóta. „Það eru talsvert margir sem nefna kynferðislega áreitni sem ástæðu fyrir komu í komuskýrslum hér á Stígamótum, þetta er mjög stór hópur þeirra sem koma. En hins vegar eru flestir líka að koma vegna annars kynferðisofbeldis sem þau hafa orðið fyrir,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Telja brotin mögulega ekki nógu alvarleg Hún segir mögulegt að þolendur líti ekki á kynferðislega áreitni sem nógu alvarlegt brot til að leita sér aðstoðar. Þá séu ákveðnir einstaklingar með viðhorf sem stangist á við það átak samfélagsins um að virða mörk og leita samþykkis. Nefnir hún til að mynda ummæli þar sem þolendur eru sakaðir um tepruskap. „Maður vonast auðvitað til þess að það séu fleiri og fleiri sem kveikja á perunni um að þetta sé alvarlegt og að þetta sé ekki í lagi, og þetta sé ekki það sem við ætlum að samþykkja sem samfélag.“ Hins vegar sé að eiga sér stað viðhorfsbreyting og að sífellt fleiri, sérstaklega af yngri kynslóðinni, sætti sig ekki við þá framkomu sem hafi fengið að viðgangast. „Það er auðvitað ekki gott ef þetta er að koma frá fullorðnu fólki sem ætti að vita betur,“ segir Steinunn. Kynferðisofbeldi MeToo Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Héraðssaksóknari gaf í vikunni út ákæru á hendur karlmanni fyrir að hafa slegið konu á rassinn og reynt að kyssa hana fyrir utan skemmtistað í miðborginni. 22 ákærur í heildina hafa verið gefnar út frá því í janúar í fyrra fyrir kynferðislega áreitni gegn einstaklingum yfir 15 ára aldri. Talsverð umræða hefur skapast um ákæruna þar sem konur eru ýmist sagðar teprur eða sakaðar um að höfða mál í gróðaskyni. Þá er einnig talað um að kynferðisbrotamál af þessum toga séu gengin út í öfga og furðað sig á því að dómstólar skuli taka þau fyrir. Áreitni af þessu tagi er ein megin ástæða þess að fólk leitar til Stígamóta. „Það eru talsvert margir sem nefna kynferðislega áreitni sem ástæðu fyrir komu í komuskýrslum hér á Stígamótum, þetta er mjög stór hópur þeirra sem koma. En hins vegar eru flestir líka að koma vegna annars kynferðisofbeldis sem þau hafa orðið fyrir,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Telja brotin mögulega ekki nógu alvarleg Hún segir mögulegt að þolendur líti ekki á kynferðislega áreitni sem nógu alvarlegt brot til að leita sér aðstoðar. Þá séu ákveðnir einstaklingar með viðhorf sem stangist á við það átak samfélagsins um að virða mörk og leita samþykkis. Nefnir hún til að mynda ummæli þar sem þolendur eru sakaðir um tepruskap. „Maður vonast auðvitað til þess að það séu fleiri og fleiri sem kveikja á perunni um að þetta sé alvarlegt og að þetta sé ekki í lagi, og þetta sé ekki það sem við ætlum að samþykkja sem samfélag.“ Hins vegar sé að eiga sér stað viðhorfsbreyting og að sífellt fleiri, sérstaklega af yngri kynslóðinni, sætti sig ekki við þá framkomu sem hafi fengið að viðgangast. „Það er auðvitað ekki gott ef þetta er að koma frá fullorðnu fólki sem ætti að vita betur,“ segir Steinunn.
Kynferðisofbeldi MeToo Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira