Eitt þúsund flugmenn sóttu um hjá Play á einum degi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2021 13:14 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Um eitt þúsund umsóknir hafa borist flugfélaginu Play um flugmannastöður hjá flugfélaginu sem auglýstar voru í gær. Stefnt er að því að ráða fimmtíu flugmenn sem hefja störf á nýju ári. „Við áttum von á frábærum viðbrögðum en ekki þessum tölum svona snemma. Það endurspeglar það sem við sjáum í flugliðunum. Það er rosalegur áhugi á þessu,“ segir Birgir Jónsson,forstjóri flugfélagsins í samtali við Vísi. Þar vísar hann í sambærilegan áhuga á flugliðastörfum hjá félaginu sem auglýstar voru á dögunum. Samkvæmt upplýsingum hjá Play hafa um tvö þúsund manns sótt um þau störf. Eru því um tuttugu manns að berjast um hverja nýja stöðu hjá flugfélaginu. Birgir segir umsóknirnar koma víða að. „Þetta er frá öllum heimshornum en auðvitað er starfsstöðin á Íslandi. Þeir sem eru ráðnir verða staðsettir hér og greiða öll sín laun og skatta hér,“ segir Birgir. Flugfloti Airbus samanstendur af Airbus-þotum.Vísir/Sigurjón. Þá merkja stjórnendur fyrirtækisins áhuga íslenskra flugmanna á að starfa hjá Play. „Það er rosalega mikið af Íslendingum að vinna út um allan heim sem stökkva á svona tækifæri að koma til Íslands og vera með heimastöð á Íslandi. Það tíðkast ekki alveg í þessum flugbransa að þú getir sofið heima hjá þér á næturna,“ segir Birgir. Þjálfun hefst á nýju ári Um þrjátíu flugmenn starfa hjá Play eins og er. Þeir sem verða ráðnir nú hefja störf á nýju ári. Segir Birgir að störfin sem hafi verið auglýst nú séu að mestu leyti fastráðningar, en einhverir verði ráðnir til skemmri tíma. „Þjálfunin er að hefjast núna á nýju ári. Þetta fólk er að koma til starfa eftir því sem líður á vorið,“ segir Birgir. Sem fyrr segir verða fimmtíu flugmenn ráðnir en flugfélagið mun bæta við þremur Airbus-þotum í flugflota sinn í vor, auk þess sem að félagið hefur tryggt sér þrjár aðrar vélar sem koma í flotann árið 2022. Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. 7. október 2021 12:18 Auglýsa eftir hundrað flugliðum og fimmtíu flugmönnum Flugfélagið PLAY leitar nú að um hundrað flugliðum til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Jafnframt stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. 29. september 2021 08:07 Hafa samið um leigu á fjórum vélum til viðbótar Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. 21. september 2021 08:59 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
„Við áttum von á frábærum viðbrögðum en ekki þessum tölum svona snemma. Það endurspeglar það sem við sjáum í flugliðunum. Það er rosalegur áhugi á þessu,“ segir Birgir Jónsson,forstjóri flugfélagsins í samtali við Vísi. Þar vísar hann í sambærilegan áhuga á flugliðastörfum hjá félaginu sem auglýstar voru á dögunum. Samkvæmt upplýsingum hjá Play hafa um tvö þúsund manns sótt um þau störf. Eru því um tuttugu manns að berjast um hverja nýja stöðu hjá flugfélaginu. Birgir segir umsóknirnar koma víða að. „Þetta er frá öllum heimshornum en auðvitað er starfsstöðin á Íslandi. Þeir sem eru ráðnir verða staðsettir hér og greiða öll sín laun og skatta hér,“ segir Birgir. Flugfloti Airbus samanstendur af Airbus-þotum.Vísir/Sigurjón. Þá merkja stjórnendur fyrirtækisins áhuga íslenskra flugmanna á að starfa hjá Play. „Það er rosalega mikið af Íslendingum að vinna út um allan heim sem stökkva á svona tækifæri að koma til Íslands og vera með heimastöð á Íslandi. Það tíðkast ekki alveg í þessum flugbransa að þú getir sofið heima hjá þér á næturna,“ segir Birgir. Þjálfun hefst á nýju ári Um þrjátíu flugmenn starfa hjá Play eins og er. Þeir sem verða ráðnir nú hefja störf á nýju ári. Segir Birgir að störfin sem hafi verið auglýst nú séu að mestu leyti fastráðningar, en einhverir verði ráðnir til skemmri tíma. „Þjálfunin er að hefjast núna á nýju ári. Þetta fólk er að koma til starfa eftir því sem líður á vorið,“ segir Birgir. Sem fyrr segir verða fimmtíu flugmenn ráðnir en flugfélagið mun bæta við þremur Airbus-þotum í flugflota sinn í vor, auk þess sem að félagið hefur tryggt sér þrjár aðrar vélar sem koma í flotann árið 2022.
Play Fréttir af flugi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. 7. október 2021 12:18 Auglýsa eftir hundrað flugliðum og fimmtíu flugmönnum Flugfélagið PLAY leitar nú að um hundrað flugliðum til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Jafnframt stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. 29. september 2021 08:07 Hafa samið um leigu á fjórum vélum til viðbótar Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. 21. september 2021 08:59 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Flugið geti skilað margfaldri loðnuvertíð í útflutningstekjum Framkvæmdastjóri hjá Ísavia segir fyrirsjánleika varðandi sóttvarnaaðgerðir á landamærunum skipta sköpum varðandi tekjur ferðaþjónustunnar á næsta ári. Tekjur af ferðaþjónustunni geti gefið margfalda loðnuvertíð á næsta ári ef flugfélögin vissu af afléttingu aðgerða nú á haustmánuðum. 7. október 2021 12:18
Auglýsa eftir hundrað flugliðum og fimmtíu flugmönnum Flugfélagið PLAY leitar nú að um hundrað flugliðum til starfa fyrir næsta vor, bæði í framtíðar- og sumarstörf. Jafnframt stendur til að auglýsa eftir um fimmtíu flugmönnum í næstu viku. 29. september 2021 08:07
Hafa samið um leigu á fjórum vélum til viðbótar Play hefur undirritað samning við alþjóðlega flugvélaleigusalann GECAS um leigu á þremur A320neo flugvélum og einni A321NX flugvél. 21. september 2021 08:59