Bronsið í stærstu vaxtarræktarleikum heims er bara byrjunin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. október 2021 21:15 Gummi Emil æfði tvisvar á dag, sex daga vikunnar fyrir mótið. vísir/arnar Íslendingur sem vann til bronsverðlauna í einni stærstu vaxtarræktakeppni heims er gríðarlega sáttur með árangurinn. Hann stefnir að sjálfsögðu að gullinu á næsta ári. Sex Íslendingar kepptu á einu stærsta vaxtarræktarmóti heims um helgina, sem heitir eftir þekktasta vaxtaræktarkappa heims, Arnold Schwarzenegger. Þeim gekk misvel en einn þeirra náði bronsverðlaunum í ungmennaflokki. Hann er eðlilega sáttur með árangurinn: „Jú, mjög sáttur með þetta. Þetta er búið að vera langt ferli, mjög skemmtilegt en mjög krefjandi,” segir Guðmundur Emil Jóhannsson, eða Gummi eins og hann er iðulega kallaður. Hann hefur verið heltekinn af líkamsrækt síðustu árin og ákvað ungur að gera hana að lífsviðurværi sínu og starfar nú sem einkaþjálfari. Við ræddum við Gumma í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sýndi okkur hvernig menn haga sér á vaxtarræktarmóti og fór meðal annars létt með að lyfta sjötíu kílóa handlóði af jörðinni sem fréttamaður gat varla haggað. Æfði tvisvar á dag sex daga vikunnar Gummi er með góðan bakgrunn í kraftlyftingum en ákvað með fimmtán vikna fyrirvara að skrá sig á vaxtarræktarmótið. „Þannig þá byrjaði maður bara alveg á fullu að æfa tvisvar á dag, sex daga vikunnar í fimmtán vikur. Þannig það var bara agi og rútína. Ekkert áfengi og bara alltaf að borða það sama,” segir Gummi. „En maður hafði samt gaman að þessu sko. Þetta var ekkert extrem erfitt nema kannski síðustu þrjár, fjórar vikurnar.“ Brons núna en bikar næst Gummi ætlar að taka þátt á mótinu aftur að ári liðnu. Stefnir hann ekki á medalíu þar líka? „Þá stefni ég á bikar. Eða, stefni ekkert að því… Ég tek bikar. Hundrað prósent,“ segir hann fullviss í sinni sök. Lyftingar Heilsa Bretland England Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira
Sex Íslendingar kepptu á einu stærsta vaxtarræktarmóti heims um helgina, sem heitir eftir þekktasta vaxtaræktarkappa heims, Arnold Schwarzenegger. Þeim gekk misvel en einn þeirra náði bronsverðlaunum í ungmennaflokki. Hann er eðlilega sáttur með árangurinn: „Jú, mjög sáttur með þetta. Þetta er búið að vera langt ferli, mjög skemmtilegt en mjög krefjandi,” segir Guðmundur Emil Jóhannsson, eða Gummi eins og hann er iðulega kallaður. Hann hefur verið heltekinn af líkamsrækt síðustu árin og ákvað ungur að gera hana að lífsviðurværi sínu og starfar nú sem einkaþjálfari. Við ræddum við Gumma í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sýndi okkur hvernig menn haga sér á vaxtarræktarmóti og fór meðal annars létt með að lyfta sjötíu kílóa handlóði af jörðinni sem fréttamaður gat varla haggað. Æfði tvisvar á dag sex daga vikunnar Gummi er með góðan bakgrunn í kraftlyftingum en ákvað með fimmtán vikna fyrirvara að skrá sig á vaxtarræktarmótið. „Þannig þá byrjaði maður bara alveg á fullu að æfa tvisvar á dag, sex daga vikunnar í fimmtán vikur. Þannig það var bara agi og rútína. Ekkert áfengi og bara alltaf að borða það sama,” segir Gummi. „En maður hafði samt gaman að þessu sko. Þetta var ekkert extrem erfitt nema kannski síðustu þrjár, fjórar vikurnar.“ Brons núna en bikar næst Gummi ætlar að taka þátt á mótinu aftur að ári liðnu. Stefnir hann ekki á medalíu þar líka? „Þá stefni ég á bikar. Eða, stefni ekkert að því… Ég tek bikar. Hundrað prósent,“ segir hann fullviss í sinni sök.
Lyftingar Heilsa Bretland England Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Sjá meira