Málið strandi á skriffinsku, ekki vilja Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2021 19:01 Svæði Skotfélags Reykjavíkur í Álfsnesi Vísir/Egill Borgaryfirvöld vinna að því hörðum höndum að starfsemi Skotfélags Reykjavíkur geti haldið áfram í Álfsnesi. Starfsleyfið var óvænt fellt úr gildi í síðustu viku. Um 1.500 eru í Skotfélagi Reykjavíkur og um átta til tíu þúsund nýta skotsvæði félagsins á hverju ári. Nú er þessu hópur aðstöðulaus. Félagið hefur verið í Álfsnesi frá 2008 og fékk framlengingu á starfsleyfi í mars. Í síðustu viku barst bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Leyfi var fellt úr gildi því svæðið sé ekki skilgreint sem skotsvæði á skipulagi borgarinnar. „Meðan þetta er staðan gerist ekkert annað í Reykjavík en það að skotveiðimenn fara óæfðir til veiða og skotíþróttafólkið okkar missir aðstöðuna,“ segir Guðmundur Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur.Vísir/Egill Borgarbúar sem stunda þetta sport þurfa því að leita til annarra sveitarfélaga og ekkert annað svæði virðist koma til greina undir þessa starfsemi. Þarna æfa lögreglumenn sig einnig, sem og þeir sem taka skotveiðipróf. Komið hefur verið til móts við hávaða og blýmengun eftir kvartanir frá nágranna, en nú virðist málið stranda á skriffinsku. Formaður borgarráðs segir að þverpólitískur vilji sé fyrir því að tryggja að starfsemi félagsins haldist í Álfsnesi. Koma þurfi inn ákvæðum um skotsvæði í Álfsnesi í aðalskipulagi og deiliskipulagi. „Ég myndi allavega vilja segja að það eru allir mjög viljugir til að láta alla þræði ganga upp. Bæði pólitíkin og borgarkerfið. En eðli málsins samkvæmt er þetta aldrei neinn sprettur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Vísir/Egill Þegar hún nefnir að málið geti ekki orðið sprettur, á hún við að breytingar á aðal- og deiliskipulagi geta tekið talsverðan tíma. Unnið sé að skammtímalausn og lausn til langs tíma. En er hægt að veita félaginu bráðabirgðaleyfi? „Því miður er þessi úrskurður mjög skýr. Það er ekki hægt að opna til bráðabirgða miðað við stöðuna núna en það er kannski hægt að finna aðrar bráðabirgðalausnir og við vinnum að því með skotfélögunum.“ Reykjavík Skotvopn Skipulag Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira
Um 1.500 eru í Skotfélagi Reykjavíkur og um átta til tíu þúsund nýta skotsvæði félagsins á hverju ári. Nú er þessu hópur aðstöðulaus. Félagið hefur verið í Álfsnesi frá 2008 og fékk framlengingu á starfsleyfi í mars. Í síðustu viku barst bréf frá úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Leyfi var fellt úr gildi því svæðið sé ekki skilgreint sem skotsvæði á skipulagi borgarinnar. „Meðan þetta er staðan gerist ekkert annað í Reykjavík en það að skotveiðimenn fara óæfðir til veiða og skotíþróttafólkið okkar missir aðstöðuna,“ segir Guðmundur Guðmundur Kr. Gíslason, framkvæmdastjóri Skotfélags Reykjavíkur.Vísir/Egill Borgarbúar sem stunda þetta sport þurfa því að leita til annarra sveitarfélaga og ekkert annað svæði virðist koma til greina undir þessa starfsemi. Þarna æfa lögreglumenn sig einnig, sem og þeir sem taka skotveiðipróf. Komið hefur verið til móts við hávaða og blýmengun eftir kvartanir frá nágranna, en nú virðist málið stranda á skriffinsku. Formaður borgarráðs segir að þverpólitískur vilji sé fyrir því að tryggja að starfsemi félagsins haldist í Álfsnesi. Koma þurfi inn ákvæðum um skotsvæði í Álfsnesi í aðalskipulagi og deiliskipulagi. „Ég myndi allavega vilja segja að það eru allir mjög viljugir til að láta alla þræði ganga upp. Bæði pólitíkin og borgarkerfið. En eðli málsins samkvæmt er þetta aldrei neinn sprettur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs.Vísir/Egill Þegar hún nefnir að málið geti ekki orðið sprettur, á hún við að breytingar á aðal- og deiliskipulagi geta tekið talsverðan tíma. Unnið sé að skammtímalausn og lausn til langs tíma. En er hægt að veita félaginu bráðabirgðaleyfi? „Því miður er þessi úrskurður mjög skýr. Það er ekki hægt að opna til bráðabirgða miðað við stöðuna núna en það er kannski hægt að finna aðrar bráðabirgðalausnir og við vinnum að því með skotfélögunum.“
Reykjavík Skotvopn Skipulag Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Sjá meira