Breskir ökumenn pirraðir en ráðherra segir lausn í sjónmáli Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. september 2021 11:22 Þessi bensínstöð í London er meðal þeirra sem hafa lokað planinu vegna ástandsins. Getty/Hasan Esen Breskur ráðherra telur lausn í sjónmáli í bensínvanda sem Bretar standa frammi fyrir. Pirraðir Bretar skilja ekkert í því hvers vegna vandinn sé kominn upp. Fyrr í vikunni var breski herinn settur í viðbragðsstöðu ef til þess kæmi að herinn þyrfti að aðstoða við að fylla á bensíndælur í landinu. Bensín var víða uppurið á bensínstöðvum í landinu eftir að margir höfðu hamstrað eldsneyti. Á meðan nægt eldsneyti er til á þar til gerðum birgðastöðvum leiðir skortur á bílstjórum vöru- og olíuflutningabíla, ásamt skyndilegu hamstri íbúa á eldsneyti, til ástandsins. Talið er að allt að hundrað þúsund vörubílstjóra vanti í Bretlandi. Bretar virðast verulega pirraðir á stöðunni ef marka má orð ökumanna sem AP fréttastofan ræddi við í gær. Bretum virðist þó hafa tekist að ná stjórn á vandamálinu. Ráðherrann Simon Clarke segir að nóg sé til af eldsneyti á bensínstöðvum landsins um þessar mundir. Meira bensín er flutt á stöðvarnar en selt er, og segir Clarke stöðuna líklega fara batnandi. Þetta kemur fram hjá Sky News. Eitthvað virðast ökumenn þó ósammála orðum Clarkes. Samkvæmt nýlegri nýlegri könnun Félags bensínsala í Bretlandi segja ökumenn enn skort á eldsneyti. Framkvæmdastjóri félagsins segir enn fremur að starfsfólk bensínstöðva hafi orðið fyrir miklu áreiti frá ósáttum ökumönnum vegna stöðunnar. Herinn er enn í viðbragðsstöðu en 150 hermenn eru til taks ef grípa þarf til aðstoðar við að koma bensíni á bensínstöðvar. Bensín og olía Bretland Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira
Fyrr í vikunni var breski herinn settur í viðbragðsstöðu ef til þess kæmi að herinn þyrfti að aðstoða við að fylla á bensíndælur í landinu. Bensín var víða uppurið á bensínstöðvum í landinu eftir að margir höfðu hamstrað eldsneyti. Á meðan nægt eldsneyti er til á þar til gerðum birgðastöðvum leiðir skortur á bílstjórum vöru- og olíuflutningabíla, ásamt skyndilegu hamstri íbúa á eldsneyti, til ástandsins. Talið er að allt að hundrað þúsund vörubílstjóra vanti í Bretlandi. Bretar virðast verulega pirraðir á stöðunni ef marka má orð ökumanna sem AP fréttastofan ræddi við í gær. Bretum virðist þó hafa tekist að ná stjórn á vandamálinu. Ráðherrann Simon Clarke segir að nóg sé til af eldsneyti á bensínstöðvum landsins um þessar mundir. Meira bensín er flutt á stöðvarnar en selt er, og segir Clarke stöðuna líklega fara batnandi. Þetta kemur fram hjá Sky News. Eitthvað virðast ökumenn þó ósammála orðum Clarkes. Samkvæmt nýlegri nýlegri könnun Félags bensínsala í Bretlandi segja ökumenn enn skort á eldsneyti. Framkvæmdastjóri félagsins segir enn fremur að starfsfólk bensínstöðva hafi orðið fyrir miklu áreiti frá ósáttum ökumönnum vegna stöðunnar. Herinn er enn í viðbragðsstöðu en 150 hermenn eru til taks ef grípa þarf til aðstoðar við að koma bensíni á bensínstöðvar.
Bensín og olía Bretland Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Sjá meira